Viðskipti innlent

Eignir lánafyrirtækja lækka um 12 milljarða

Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.124 milljörðum kr. í lok maí og hækkuðu um 12,1 milljarð kr. á milli mánaða.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að innlendar kröfur á lánastofnanir hækkuðu um rúma 9 milljarða kr. og námu 79,2 milljörðum kr. Útlán og eignaleigusamningar námu tæplega 925 milljörðum kr. og hækkuðu um 1,9 milljarða kr.

Verðbréfaútgáfa hækkaði um 10,1 milljarð kr. og nam 880,3 milljörðum kr. Eigið fé ýmissa lánafyrirtækja nam 56,3 milljarða kr. í lok maí.

Athygli skal vakin á að gögn fyrir janúar til maí 2011 eru bráðabirgðagögn. Gögnin verða því uppfærð eftir því sem nákvæmari gögn liggja fyrir. Hagtölur ýmissa lánafyrirtækja endurspegla einungis starfandi lánafyrirtæki.

Til ýmissa lánafyrirtækja teljast Íbúðalánasjóður, fjárfestingarbankar, eignarleigur, greiðslukortafyrirtæki og fjárfestingarlánasjóðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×