Viðskipti innlent

Tólf mánaða verðbólga 4,2%

verðbólga Töluverð aukning hefur orðið á verðbólgu síðustu þrjá mánuði.
Fréttablaðið/GVA
verðbólga Töluverð aukning hefur orðið á verðbólgu síðustu þrjá mánuði. Fréttablaðið/GVA
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent í júní samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Tólf mánaða verðbólga er þar með 4,2 prósent og hefur ekki mælst hærri síðan í ágúst á síðasta ári.

Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 1,2 prósent í júní. Þá hækkun má að stórum hluta rekja til töluverðar hækkunar á verði kjötvara sem nam 6,9 prósentum. Síðustu þrjá mánuðu hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2 prósent sem jafngildir 9,2 prósenta verðbólgu á ársgrundvelli.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×