Jarðvarmaklasanum sett tíu aðalmarkmið 29. júní 2011 09:00 Alls 60 ólíkir aðilar hafa komið að greiningu á íslenska jarðvarmaklasanum. Stofnað hefur verið til formlegs samstarfs meðal fyrirtækja innan íslenska jarðvarmaklasans um framþróun og vöxt hans á næstu árum. Frá þessu var gengið formlega á fundi í Arion banka í gær en þar var einnig kynnt skýrslan Virðisauki í jarðvarma sem fjallar um klasann og þá möguleika sem í honum felast. Stofnaðilar eru alls um 20 en meðal þeirra eru Landsvirkjun, HS Orka, GEORG, Mannvit, Íslandsbanki, Samtök iðnaðarins, KPMG og Arion banki. Í skýrslunni eru skilgreind tíu samstarfsverkefni sem miða að uppbyggingu klasans á næstu árum. Höfundar skýrslunnar eru Hákon Gunnarsson og Þóra Margrét Þorgeirsdóttir hjá fyrirtækinu Gekon. Verkefnin eru af margvíslegum toga en þau miða meðal annars að því að auka samkeppnishæfni greinarinnar og verðmætasköpun í henni, auðvelda fjármögnun verkefna, stuðla að tækniframförum og styrkja ímynd landsins. Verkefnin verða unnin á tímabilinu júlí 2011 til desember 2012 en þá verður árangur þeirra metinn og ákvarðanir teknar um frekari þróun samstarfsins. Íslenski jarðvarmaklasinn var á síðasta ári kortlagður af Dr. Michael Porter og Dr. Christian Ketels í samvinnu við Gekon. Porter veitir forstöðu Samkeppnishæfnistofnun við Harvard Business School og er einn helsti fræðimaður heims á sviði stefnumótunar og samkeppnishæfi þjóða. Porter flutti erindi á fundinum í gær. Niðurstaða greiningarinnar á jarðvarmaklasanum var að mikil tækifæri lægju í þróun hans á næstu árum og áratugum. Þá var bent á þrjú stór vaxtartækifæri. Fyrir það fyrsta að laða til landsins orkuháða starfsemi. Þá séu miklir möguleikar á útflutningi jarðvarmaorku verði lagður sæstrengur til Evrópu. Og loks sé töluverð sérfræðiþekking innan íslenska klasans sem flytja megi út. Frá því að greiningin var kynnt í haust hefur verið unnið að mótun formlegs samstarfs sem nú hefur verið gengið frá. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Sjá meira
Stofnað hefur verið til formlegs samstarfs meðal fyrirtækja innan íslenska jarðvarmaklasans um framþróun og vöxt hans á næstu árum. Frá þessu var gengið formlega á fundi í Arion banka í gær en þar var einnig kynnt skýrslan Virðisauki í jarðvarma sem fjallar um klasann og þá möguleika sem í honum felast. Stofnaðilar eru alls um 20 en meðal þeirra eru Landsvirkjun, HS Orka, GEORG, Mannvit, Íslandsbanki, Samtök iðnaðarins, KPMG og Arion banki. Í skýrslunni eru skilgreind tíu samstarfsverkefni sem miða að uppbyggingu klasans á næstu árum. Höfundar skýrslunnar eru Hákon Gunnarsson og Þóra Margrét Þorgeirsdóttir hjá fyrirtækinu Gekon. Verkefnin eru af margvíslegum toga en þau miða meðal annars að því að auka samkeppnishæfni greinarinnar og verðmætasköpun í henni, auðvelda fjármögnun verkefna, stuðla að tækniframförum og styrkja ímynd landsins. Verkefnin verða unnin á tímabilinu júlí 2011 til desember 2012 en þá verður árangur þeirra metinn og ákvarðanir teknar um frekari þróun samstarfsins. Íslenski jarðvarmaklasinn var á síðasta ári kortlagður af Dr. Michael Porter og Dr. Christian Ketels í samvinnu við Gekon. Porter veitir forstöðu Samkeppnishæfnistofnun við Harvard Business School og er einn helsti fræðimaður heims á sviði stefnumótunar og samkeppnishæfi þjóða. Porter flutti erindi á fundinum í gær. Niðurstaða greiningarinnar á jarðvarmaklasanum var að mikil tækifæri lægju í þróun hans á næstu árum og áratugum. Þá var bent á þrjú stór vaxtartækifæri. Fyrir það fyrsta að laða til landsins orkuháða starfsemi. Þá séu miklir möguleikar á útflutningi jarðvarmaorku verði lagður sæstrengur til Evrópu. Og loks sé töluverð sérfræðiþekking innan íslenska klasans sem flytja megi út. Frá því að greiningin var kynnt í haust hefur verið unnið að mótun formlegs samstarfs sem nú hefur verið gengið frá. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Sjá meira