Viðskipti innlent

Ráðuneytið varar við lögbrotum vegna vörslusviptingar

Innanríkisráðuneytið minnir fólk á lög og reglur sem gilda um vörslusviptingu
Innanríkisráðuneytið minnir fólk á lög og reglur sem gilda um vörslusviptingu
Innanríkisráðuneytið varar við lögbrotum vegna vörslusviptingar. Í tilkynningu sem birt er á vef ráðuneytisins segir að telji einhver sig eiga skýlausan rétt á að fá umráð eignar sem er í vörslu annars þarf hinn fyrrnefndi almennt að leita til opinbers aðila til að fá þessa heimild sína staðfesta. Slík er unnt að gera með skjótum hætti á grundvelli laga um aðför. Samkvæmt 78. gr. aðfararlaga er þeim sem telur sér með ólögmætum hætti aftrað að neyta réttinda sem hann telur sig eiga, gerðarbeiðandi, og getur fært sönnur á rétt sinn með skriflegum sönnunargögnum heimilt að beina til héraðsdómara beiðni um að hlutur sé tekinn úr vörslu þess sem hlutinn hefur, gerðarþola, og afhentur þeim er réttinn á.

Samtök lánþega hafa bent stjórnvöldum á að fjármögnunarleigufyrirtæki svipti umráðamenn bifreiða vörslu þeirra og segir fyrirtækin byggja slíka vörslusviptingu á samningum sem dæmdir hafi verið ólögmætir. Um sé að ræða lánasamninga en ekki leigusamninga, fjármögnunarleigufyrirtækin séu þannig ekki eigendur tækjanna og þeim sé því með öllu óheimilt að ganga inn á heimili lánþega og umráðamanna bifreiðanna  og taka þær úr vörslu þeirra síðarnefndu án þess að fyrir því sé skýr aðfararheimild, samanber 78. grein laga um aðför nr. 90/1989. Nauðsynlegt sé að stjórnvöld grípi þegar inn í og stöðvi vörslusviptingar á eignum fólks sem og starfshætti þá sem þessi fjármögnunarleigufyrirtæki beita.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×