Viðskipti innlent

Stuðningur heldur niðri kostnaði við landslið

Gaddstaðaflatir 2008. Samningurinn tekur til nokkurra af helstu viðburðum hestamennsku og hestaíþrótta til loka árs 2013.
Gaddstaðaflatir 2008. Samningurinn tekur til nokkurra af helstu viðburðum hestamennsku og hestaíþrótta til loka árs 2013.
„Stuðningur Samskipa er afar mikilvægur og hefur þau áhrif að auðveldara er að halda niðri kostnaði við mótshald og útgerð landsliða, sem ella myndi lenda á hestamönnum og mótsgestum að greiða í formi hærri aðgangseyris og þátttökugjalda.“

Þetta segir Haraldur Þórarinsson, stjórnarformaður Landssambands hestamannafélaga og Landsmóts hestamanna ehf. um nýjan samning við Samskip hf. Haraldur og Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, hafa undirritað víðtækan samstarfs- og styrktarsamning sem tekur til nokkurra af helstu viðburðum hestamennsku og hestaíþrótta til loka árs 2013. Þar má nefna landsmót, Íslandsmót og bæði heimsmeistaramót og Norðurlandamót íslenskra hesta.

Stuðningur Samskipa verður með margvíslegum hætti, svo sem flutningar og flutningatengd þjónusta, verðlaunagripir, tæki og búnaður.

Ásbjörn segir að Samskip horfi meðal annars til þess að íslenski hesturinn beri hróður lands og þjóðar víða um veröld og höfði til fjölda fólks á öllum aldri, bæði hér heima og í nítján þjóðlöndum.- jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×