Viðskipti innlent

Seðlabankinn kaupir 61,7 milljónir evra

Seðlabankinn stóð fyrir gjaldeyrisútboði í dag. Sem greiðslu fyrir evrurnar fá kaupendur afhent verðtryggð ríkisverðbréf.
Seðlabankinn stóð fyrir gjaldeyrisútboði í dag. Sem greiðslu fyrir evrurnar fá kaupendur afhent verðtryggð ríkisverðbréf.
Seðlabanki Íslands keypti 61,7 milljónir evra í gjaldeyrisútboði sem fór fram fyrir hádegi í dag og greiðir bankinn fjárfestum 210 krónur fyrir hverja evru, að því er fram kemur í tilkynningu.

16. júní bauðst Seðlabankinn til að kaupa evrur gegn greiðslu í ríkisverðbréfum. Útboðið fór sem fyrr segir fram í dag en það er liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá því í mars.

Alls bárust tilboð að fjárhæð 71,800 milljónir evrua. Tilboðum var tekið fyrir 61,7 milljónir evra. „Útboðsverðið var ákveðið með þeim hætti að öll samþykkt tilboð voru boðin aðalmiðlurum á sama verði (e. single price), sem var ákvarðað 210,00 kr. fyrir hverja evru. Sem greiðslu fyrir gjaldeyrinn fá kaupendur afhent verðtryggð ríkisverðbréf. Að nafnverði seldust því 12.965.400.000 kr. í verðtryggða ríkisverðbréfaflokknum RIKS 30 0701," segir í tilkynningu Seðlabankans.

Þar segir ennfremur: „Tilboðum sem voru undir útboðsverði var tekið að fullu, en tilboð sem voru jafnhá útboðsverði voru samþykkt hlutfallslega miðað við hlutfallið 80,0%."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×