Fleiri fréttir

Inspired by Iceland í flokki með risum

„Það er mjög góð viðurkenning á því að það sem við gerðum jafnast á við það besta sem gert er í heiminum. Það skiptir ekki öllu máli hvort við vinnum. Meiru skiptir að við komumst í úrslit,“ segir Kristján Schram hjá Íslensku auglýsingastofunni.

Lækkað lánshæfismat olli nokkurri ólgu

Ákvörðun matsfyrirtækisins Standard & Poor‘s á mánudag um að lækka lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna úr stöðugum horfum niður í neikvæðar olli verulegum usla á verðbréfamörkuðum víðs vegar um heim í gær.

Markaðsstjóri farinn frá N1

Gunnlaugur Þráinsson, markaðsstjóri olíuverslunarinnar N1 hætti störfum fyrir um mánuði. Hann vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið að öðru leyti en því að hann hefði sagt upp. Uppsögnin kemur nokkuð á óvart innan auglýsingageirans enda Gunnlaugur með reyndari mönnum. Hann var á árum áður einn af eigendum og framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Gott fólk og er sagður hafa skilað því að N1 hlaut markaðsverðlaun ÍMARK, félags íslensks markaðsfólks, fyrir tveimur árum.

Vill brjóta upp bankana

Bandarískir banka ættu að fara að hætti breskra og skilja áhættusaman rekstur frá annarri starfsemi að mati Sheilu Bair, stjórnarformanns bandarísku innistæðutryggingastofnunarinnar.

Heildarskuldir Reykjanesbæjar 43 milljarðar

Heildarskuldir Reykjanesbæjar eru 43 milljarðar en bæjarsjóðurinn skilaði 639,7 milljón kr. rekstrarhagnaði árið 2010, samkvæmt ársreikningi bæjarins sem lagður var fram í bæjarstjórn nú áðan og Víkurfréttir greindu frá.

Íslandsbanki áfrýjar gengisúrskurðinum

Íslandsbanki ætlar að áfrýja úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag um ólögmæti fjármögnunarleigusamninga. Niðurstaða Héraðsdóms var að samningurinn væri í íslenskum krónum en ekki í erlendum myntum sem aðilar höfðu samið um.

Niðurstaða héraðsdóms gríðarlega mikilvæg

Samtök iðnaðarins segja að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í dag, þar sem fjármögnunarleigusamningar voru dæmdir ólöglegir, sé gríðarlega mikilvægur. Slíkir samningar voru einkum notaðir til að fjármagna kaup á atvinnutækjum fyrir hrun.

Fjármögnunarleigusamningar eru ólöglegir

Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningar væru ólöglegir. Slíkir samningar voru einkum gerðir áður en gengi íslensku krónunnar hrundi árið 2008 til þess að fjármagna kaup fyrirtækja á atvinnutækjum, svo sem flutningabifreiðum, grfum og öðru sambærilegu.

Fortíð Björgólfsfeðga rifjuð upp í Rússlandi

Rússneska blaðið Moscow News gerir fortíð Björgólfsfeðga í rússneskum viðskiptaheimi að umtalsefni í blaðinu í dag vegna neitunar íslensku þjóðarinnar á Icesave. Talskona Björgólfs Thors Björgólfssonar segir skrif blaðsins vera slúður og dylgjur.

Alcoa í viðræðum um álver í Norður-Noregi

Nýjar olíu- og gaslindir, sem fundist hafa í Barentshafi, auka líkur á að bandaríska álfyrirtækið Alcoa reisi nýtt álver í Norður-Noregi. Álverið myndi nýta raforku sem framleidd yrði með gasi.

IFS greining spáir 2,7% verðbólgu í apríl

Verðbólguspá IFS greiningar fyrir apríl hljóðar upp á hækkun vísitölu neysluverðs um 0,7%. Til samanburðar var hækkun vísitölunnar 0,25% (3% á ársgrundvelli) í apríl 2010. Ef spáin gengur eftir, mun 12 mánaða verðbólga mælast 2,7% og verður þar með komin aftur yfir 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans.

Aflaverðmætið nam 9 milljörðum í janúar

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 9 milljörðum króna í janúar 2011 samanborið við 8,3 milljarða í janúar 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um 669 milljónir eða 8% á milli ára.

Standard & Poor´s veldur uppnámi á mörkuðum

Matsfyrirtækið Standard & Poor´s olli miklu uppnámi á fjármálamörkuðum heimsins í gærdag þegar fyrirtækið ákvað að setja lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á neikvæðar horfur.

Reiknar með að verðbólgan mælist 2,9% í apríl

Greining Arion banka reiknar með því að verðbólgan í apríl aukist frá því að vera 2,3% í mars og í 2,9% í þessum mánuði. Það eru einkum hækkandi eldsneytisverð og flugfargjöld sem eru helstu verðbólguhvatarnir í apríl.

KS skilaði 2,4 milljarða hagnaði í fyrra

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hagnaðist um rúma 2,4 milljarða króna á síðasta ári en velta kaupfélagsins fór úr 21,8 milljarði í 25,7 milljarða króna.

Óvissa eftir Icesave-kosningu

Seðlabankinn mun annað hvort lækka stýrivexti um fjórðung úr prósenti eða halda þeim óbreyttum í 4,25 prósentum á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á morgun, að mati fjögurra greiningardeilda og fyrirtækja.

Lífeyrissjóðirnir fjárfesta hugsanlega í HS-Orku

Ef áreiðanleikakönnun lífeyrissjóðanna á HS-Orku leiðir í ljós að vænlegt sé að fjárfesta í fyrirtækinu, munu sjóðirnir kaupa hlutabréf í fyrirtækinu fyrir tæpa þrettán milljarða króna. Niðurstaða ætti að liggja fyrir í næsta mánuði.

Seðlabankinn tjáir sig ekki um AGS fundinn

Ákvörðun Seðlabanka Ísland um stýrivexti verður tilkynnt næstkomandi miðvikudag. Bankastjóri og seðlabankastjóri munu ekki tjá sig við fjölmiðla þangað til, hvorki um niðurstöðu fundar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um helgina né um önnur mál, samkvæmt upplýsingum úr bankanum.

Ræðismaður Íslands verður flugstjóri í fyrsta flugi Delta

Fyrsta áætlunarflug Delta Air Lines milli Kennedyflugvallar í New York og Keflavíkurflugvallar verður þann 1. júní. Vélin lendir í Keflavík að morgni 2. júní, en flogið verður fimm daga vikunnar milli áfangastaðanna fram á haust. „Með tilkomu Delta á íslenska flugmarkaðinn geta íslenskir farþegar félagsins náð víðtækum tengiflugum frá Keflavíkurflugvelli með einum farseðli og auðveldað sér þannig ferðalög með Delta innan Bandaríkjanna og um allan heim," segir Bob Hannah, svæðisstjóri markaðsmála Delta í Evrópu. „Það sem meira er er að með tilkomu Delta opnast ný tækifæri fyrir bandaríska ferðamenn að heimsækja og skoða Ísland," segir Hannah. Flugstjóri í fyrsta flugi Delta til Íslands verður John S. Magnusson, sem er fæddur á Íslandi og lærði flug á Reykjavíkurflugvelli. Hann stundaði flugnám hjá flugskólanum Flugtaki og fékk einkaflugmannsskírteini árið 1976. Hann hefur verið flugmaður hjá Delta í 34 ár, þar af flugstjóri í 13 ár. John er með íslenskan ríkisborgararétt, en hann er jafnframt ræðismaður Íslands í Minnesota. Nánari upplýsingar um Delta má finna á vefjunum delta.com og klm.is þar sem einnig er hægt að bóka flugfar.

S&P segir horfur í bandarísku efnahagslífi neikvæðar

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's. mun hugsanlega lækka lánshæfismat bandaríska ríkisins á næstunni.Ástæður þess eru einkum að S&P telur að demókratar og repúblikanar geti ekki komið sér saman um áætlun til þess að draga úr halla á ríkissjóði. S&P tilkynnti í dag að horfur í efnahagsbúskap bandaríkisins væru neikvæðar en höfðu verið góðar. Fréttastofa BBC segir að þetta geti þýtt að lánshæfismatið verði lækkað á næstu tveimur árum. Hlutabréf á WallStreet lækkuðu í dag eftir að tilkynningin frá S&P barst.

Spá 0,25 prósentustiga vaxtalækkun

Hagfræðideild Landsbankans telur að forsendur séu fyrir að minnsta kosti 0,25% lækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands á næsta vaxtaákvörðunardegi hinn 20. apríl.

Lífeyrissjóðir á lokametrunum að kaupa 25% hlut í HS Orku

Viðræðunefndin, sem hópur lífeyrissjóða skipaði til viðræðna við Magma Energy um möguleg kaup sjóðanna á fjórðungshlut í HS Orku, hefur ákveðið að stíga næsta skref í viðræðuferlinu og hefja áreiðanleikakönnun á orkufyrirtækinu.

Spáir óbreyttum stýrivöxtum

Greining Íslandsbanka spáir því með því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum sem er á miðvikudaginn kemur. Verða vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana því áfram í 3,25% og hámarksvextir 28 daga innistæðubréfa í 4,00%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 4,25% og daglánavextir 5,25%.

Laun rúmlega 80% af heildarlaunakostnaði

Árið 2008 var hlutfall launa 81,3% af heildarlaunakostnaði á móti 18,7% hlutfalli annars launakostnaðar en launa. Launagreiðendur bera ýmsan annan launakostnað en beinar launagreiðslur til starfsmanna sinna.

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði aðeins í morgun

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað aðeins í morgun eftir að olíumálaráðherra Saudi Arabíu sagði í gærdag að olíubirgðir heimsins væru nægar og raunar væri framboð af olíu of mikið á markaðinum.

Samkeppnishæfir í skattlagningu á olíuvinnslu

Ríkissjóður Íslands fengi þrjátíu til fjörutíu prósent í skatta af olíulindum á Drekasvæðinu, samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra hefur flutt á Alþingi. Þar er lagt til að skattar af olíuvinnslu verði lækkaðir frá því sem áður var áformað svo Ísland verði samkeppnisfært við nágrannaríki eins og Færeyjar og Grænland.

Ísland skrautfjöður í hatt AGS

AGS telur framgang efnahagsáætlunar Íslands til fyrirmyndar. Áhersla er lögð á að áætlunin renni sitt skeið og ljúki á tilsettum tíma. Fjármálaráðherra segir að greiningarfyrirtækin vanmeti stöðu landsins. Í vikunni ræðst hvort matsfyrirtækin Standard & Poor‘s og Moody‘s færa lánshæfismat Íslands í ruslflokk, eins og þau höfðu boðað að þau myndu gera yrði Icesave-samkomulaginu hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Skattheimtu af olíuvinnslu breytt

Ríkissjóður Íslands fengi þrjátíu til fjörutíu prósent í skatta af olíulindum á Drekasvæðinu, samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra hefur flutt á Alþingi. Þar er lagt til að skattar af olíuvinnslu verði lækkaðir frá því sem áður var áformað svo Ísland verði samkeppnisfært við nágrannaríki eins og Færeyjar og Grænland.

86 kaupsamningum þinglýst

Áttatíu og sex kaupsamningum vegna fasteignakaupa var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Þetta er mikil aukning frá sama tíma í fyrra en þá var fjörtutíu og fjórum samningum þinglýst. Heildarveltan nam rúmum þremur og hálfum milljarði króna og jókst um tvo og hálfan milljarð milli ára.

110 prósent leiðin verðlaunar vanskil

Hundrað og tíu prósenta leið Íbúðalánasjóðs verðlaunar vanskil og nýtist best þeim sem neituðu að borga af lánum sínum. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar sem kallar eftir því að rannsókn á Íbúðalánsjóði verði lokið sem fyrst.

Framleiðir sement að nýju

Níu og hálfs mánaðar framleiðslustöðvun í Sementsverksmiðjunni á Akranesi lýkur í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu verkalýðsfélags Akraness. Framleiða á 25 þúsund tonn af sementi, meðal annars fyrir Búðarhálsvirkjun. „Þetta eru gríðarlega jákvæð tíðindi,“ segir á heimasíðunni.

ASÍ hafnar 100 þúsund krónum til launþega

„Í dag varð ljóst að ekki tækist að gera kjarasamning til langs tíma á almennum vinnumarkaði. SA buðu því ASÍ að gera kjarasamning til skemmri tíma sem fylgdi 50 þúsund króna eingreiðsla til launþega í byrjun maí með möguleika á þremur 16.700 króna greiðslum til viðbótar í lok júní, júlí og ágúst, samtals 50 þúsund kr.“

2,5 milljarðar jafnaðir út úr bæjarbókhaldi

Reykjanesbær hefur greitt upp 2,5 milljarða skuldabréf sem var í gamla Sparisjóði Keflavíkur með samsvarandi inneign sem færðist yfir í Landsbankann við fall sparisjóðsins.

Steingrímur til fundar við AGS

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sækir nú vorfund fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) þar sem hann mun meðal annars, að því er fram kemur í tilkynningu, skýra frá niðurstöðu Icesave-kosningarinnar um síðustu helgi og áhrifum hennar.

Landsvirkjun gæti malað gull fyrir ríkissjóð

Framtíðarsýn forstjóra Landsvirkjunar til 15 ára er sú að arður og skattar af starfsemi fyrirtækisins geti orðið jafnveigamiklir og arður Noregs af olíuvinnslu. Fyrirtækið skilaði bestu rekstrarafkomu í sögu fyrirtækisins á síðasta ári.

Fimm sprotafyrirtæki á leið úr landi

Að minnsta kosti fimm íslensk sprotafyrirtæki eru á leið með hluta starfsemi sinnar úr landi. Gjaldeyrirshöft gera það að verkum að erlendir fjárfestar forðast að fjárfesta hér á landi.

Sjá næstu 50 fréttir