Fleiri fréttir Verðbólga heldur áfram að aukast á evrusvæðinu Samræmd vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2,7% að meðaltali á síðastliðnum tólf mánuðum á evrusvæðinu. Er verðbólgan að aukast á svæðinu en í febrúar var hún 2,4%. 15.4.2011 12:18 Becromal stendur í víðtækum aðgerðum Becromal á Íslandi stendur nú í víðtækum aðgerðum til að bæta umhverfisvernd við aflþynnuverksmiðju sína í Krossanesi við Akureyri. Aðgerðaráætlun var kynnt fyrir Umhverfisstofnun sem hefur staðfest að fyrirtækið hafi bætt úr annmörkum varðandi þætti í starfsleyfi þess. 15.4.2011 12:13 Seðlabankinn vill greiða upp skuldir Seðlabanki Íslands, fyrir hönd ríkissjóðs, býðst til að kaupa á nafnverði, að hluta eða í heild, þau erlendu skuldabréf ríkissjóðs sem falla í gjalddaga árin 2011 og 2012. Um er að ræða tvö skuldabréf í evrum sem upphaflega voru að fjárhæð 1.250 milljónir evra, eða um 204 milljarðar króna að nafnvirði. Seðlabankinn hefur þegar keypt hluta þessara bréfa á markaði, en enn eru um 800 milljónir evra (130 ma.kr.) útistandandi. Þessi kaup eru þáttur í lausafjár- og skuldastýringu ríkisjóðs, en einnig liður í gjaldeyrisforðastýringu Seðlabanka Íslands. 15.4.2011 11:58 Economist: Írar vilja íslenska þjóðaratkvæðagreiðslu Vinstrimenn á Írlandi vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu að íslenskri fyrirmynd um lántökur hins opinbera til að ábyrgjast bankakerfið þar í landi. 15.4.2011 11:49 Sala á kjöti dregst töluvert saman Sala á kjöti og þar með neysla, hefur dregist töluvert saman síðastliðna 12 mánuði, að því er fram kemur á heimasíðu Landssambands Kúabænda. 15.4.2011 11:43 Glencore stjórnar stórum hluta af málmviðskiptum heimsins Hrávörurisinn Glencore International hefur afhjúpað yfirburðastöðu sína á alþjóðamörkuðum, einkum hvað málma varðar. Í ljós kemur að Glencore stjórnar 60% af viðskiptum með zink, 50% af viðskiptum með kopar, 45% af viðskiptum með blý og 38% af viðskiptum með ál í öllum heiminum. 15.4.2011 10:10 Afgangur á vöruskiptum rúmlega 120 milljarðar í fyrra Afgangur á vöruskiptum við útlönd nam 120,2 milljörðum króna á síðasta ári. Til samanburðar var 90,3 milljarða króna afgangur árið 2009 miðað við gengi hvors árs. 15.4.2011 09:03 Steingrímur staddur á vorfundi AGS Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er nú staddur á vorfundi fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í Washington. Fundurinn hófst í gæt og stendur fram á sunnudag. 15.4.2011 08:43 Lánshæfi Írlands það sama og Íslands hjá Moody´s Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Írlands um tvo flokka og er einkunnin nú aðeins einu haki frá ruslflokki eins og lánshæfiseinkunn Íslands. Horfur eru neikvæðar á einkunn Írlands. 15.4.2011 08:23 Matvæli eru 36% dýrari en í fyrra Þrátt fyrir að það sjái til lands í kreppu fjármála- og efnahagslífs stendur heimurinn frammi fyrir nýjum áhættuþáttum og erfiðum breytingum, segir Robert Zoellick, forseti Alþjóðabankans. 15.4.2011 08:00 Eignir tryggingarfélaga lækka Heildareignir tryggingarfélaganna námu 147,4 milljörðum kr. í lok febrúar og lækkuðu um 1,2 milljarða kr. á milli mánaða. 15.4.2011 07:44 Framkvæmdastjóri AGS: Ekki tími fyrir áhyggjuleysi "Við eigum enn í kreppu og afleiðingar hennar eru enn áberandi,“ sagði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), á blaðamannafundi við opnun vorfundar sjóðsins og Alþjóðabankans í gær. 15.4.2011 06:00 Vilja eignast Iceland Sainsbury's, þriðja stærsta matvörukeðja Bretlands, hefur áhuga á að kaupa Iceland matvörukeðjuna. 15.4.2011 00:25 Orkan er olíusjóður Íslands 15.4.2011 00:01 Eyrir kaupir eigin skuldabréf fyrir rúma 3 milljarða Í dag greiðir Eyrir Invest skuldabréf í flokkinum EYRI 07 2, sem eru á gjalddaga 20. apríl 2011. Um er að ræða óskráðan flokk skuldabréfa sem gefin eru út í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. Greiðslufjárhæðin er um 3.150 milljónir króna. 14.4.2011 18:24 Íslandsbanki eignast Kreditkort hf Íslandsbanki hefur fest kaup á öllum hlutum í Kreditkorti hf. en fyrir átti bankinn 55% hlut. Nýja stjórn félagsins skipa Sigrún Ragna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka, Haukur Skúlason, forstöðumaður á viðskiptabankasviði Íslandsbanka og Vilborg Lofts sem jafnframt er stjórnarformaður. Í varastjórn eru Árni Geir Pálsson, Kristján Elvar Guðlaugsson og Daníel Helgi Reynisson. 14.4.2011 15:22 Grískir vextir standa í ljósum logum Efnahagur Grikklands er kominn fram á bjargbrúnina. Fjármálamarkaðir eru að undirbúa sig undir þjóðargjaldþrot landsins. Vextir á grískum ríkiskuldabréfum til styttri tíma standa í ljósum logum. 14.4.2011 15:16 Líkur á að Gordon Brown verði næsti forstjóri AGS Töluverðar líkur eru taldar á því að Gordon Brown fyrrum forsætisráðherra Breta verði ráðinn sem næsti forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 14.4.2011 14:33 S&P setur ÍLS á athugunarlista með neikvæðum horfum Matsfyrirtækið Standard & Poor´s (S&P) hefur sett lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á athugunarlista með neikvæðum horfum. 14.4.2011 13:18 S&P setur Landsvirkjun á athugunarlista, horfur neikvæðar Standard & Poor´s (S&P) sendi nú rétt fyrir hádegi frá sér tilkynningu um að það hefði sett lánshæfismat Landsvirkjunar á athugunarlista með neikvæðum horfum. S&P segir matið háð því hvernig þróunin verður á lánshæfi ríkissjóðs. 14.4.2011 12:38 Skammar Breta og Hollendinga fyrir hræsni í Icesavemálinu Leiðarahöfundur Financial Times segir það hræsni hjá Bretum og Hollendingum að halda því fram að Íslendingar eigi að borga þriðjung tekna sinna fyrir erlendar innistæður án dómsúrskurðar. 14.4.2011 12:18 Samráð um þvottaduft kostar 51 milljarð í sekt Risafyrirtækin Unilever og Procter & Gamble hafa verið sektuð um 315 milljónir evra eða rúmlega 51 milljarð kr. vegna verðsamráðs um sölu á þvottadufti. Fyrirtækin komu sér saman um verðlagningu á þvottadufti í átta Evrópulöndum. 14.4.2011 11:38 Reykjanesbær greiðir niður 2,5 milljarða af skuldum Reykjanesbær hefur ákveðið að greiða niður skuldir um 2,5 milljarða kr. Samsvarandi innistæða bæjarsjóðs á reikningi í Landsbankanum er nýtt til að greiða niður skuldabréfaútboð sem bærinn efndi til í október 2008. 14.4.2011 10:53 Margir telja ekkert svigrúm til launahækkana Um 30% stjórnenda telur ekkert svigrúm til launahækkana í yfirstandandi kjaraviðræðum og 24% segja svigrúm til launahækkana vera 1-3%. 14.4.2011 10:17 Grindavíkurbær skilaði tæplega 84 milljóna halla Rekstrarniðurstaða Grindavíkurbæjar samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var neikvæð um 83,7 milljónir kr. á síðasta ári. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 128 milljóna kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu. 14.4.2011 09:51 Green opnar verksmiðju í Bretlandi Sir Philip Green, eigandi Topshop keðjunnar, er að velta fyrir sér að opna verksmiðju í Bretlandi. Með því vill hann viðhalda starfshæfni Breta og minnka viðskipti við erlenda birgja. Green hefur einnig verið í viðræðum við fulltrúa úr ríkisstjórninni, þar á meðal menntamálaráðherrann Michael Grove, um að koma á fót sérstökum iðnskóla. 14.4.2011 09:50 Bloomberg: Forsetinn í vörn fyrir þátt sinn í útrásinni Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands tók til varna fyrir þátt sinn í útrásinni á sínum tíma í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í gærdag. Forsetinn segir í viðtalinu að það hafi verið skylda sín að tala upp bankageirann þar sem hann skapaði störf á þessum tíma, bæði innanlands og erlendis. 14.4.2011 09:35 Töluverður samdráttur í dagvöruverslun milli ára Velta í dagvöruverslun dróst saman um 5,6% á föstu verðlagi í mars miðað við sama mánuð í fyrra og um 4,6% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í mars um 1,2% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hækkaði um 1,1% á síðastliðnum 12 mánuðum. 14.4.2011 09:18 Útgjöld til heilbrigðismála hafa vaxið verulega Heildarútgjöld til heilbrigðismála hafa vaxið verulega síðasta aldarfjórðung eða úr ríflega 6,3% af landsframleiðslu í upphafi níunda áratugarins í ríflega 9,3% af landsframleiðslu á síðasta ári. Það samsvarar 143,5 milljörðum króna á verðlagi þess árs. 14.4.2011 09:11 Mikil eftirspurn eftir íslensku starfsfólki í Noregi Mikil eftirspurn er nú eftir íslensku starfsfólki í Noregi. Sem dæmi þá er fyrirtækið Medical Care AS frá Osló hingað komið í leit að 120 hjúkrunarfræðingum , 50 sjúkraliðum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. 14.4.2011 09:00 Stórbankar slást um ofurríka viðskiptavini Bandaríski stórbankinn JP Morgan Chase hefur lýst yfir stríði á hendur Wells Fargo og ætlar að reyna að lokka til sín ofurríka viðskiptavini frá Wells Fargo. Helst vopn JP Morgan í þeirri baráttu verður krítarkort með örgjörva. 14.4.2011 08:46 Debetkortaveltan minnkaði um 10% milli ára í mars Heildarvelta debetkorta í mars síðastliðnum var 28,1 milljarða kr. og er þetta 10% samdráttur miðað við mars í fyrra en 5,5% aukning miðað við febrúar í ár. 14.4.2011 08:17 Þorskkvótinn gæti farið í 190.000 tonn Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ segir að þorskkvótinn gæti farið í allt að 190.000 tonn á næsta fiskveiðiári. Kvótinn er 160.000 tonn á yfirstandandi ári. Þetta mat byggir hann á niðurstöðum úr vorralli Hafrannsóknarstofnunnar sem kynnt var í gærdag. 14.4.2011 07:41 Keppa um kaup á lyfjafyrirtæki Actavis er líklegur kaupandi að pólska ríkislyfjafyrirtækinu Polfa Warsawa. Þetta er eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki landsins og er með höfuðstöðvar í Varsjá. Gert er ráð fyrir að salan gangi í gegn fyrir mitt ár. 14.4.2011 04:00 Mögulegt að vextir fáist úr þrotabúinu 14.4.2011 00:01 Leiðari Financial Times: Mistök að refsa Íslendingum 14.4.2011 00:01 Landsbankinn tryggir fjármögnun Búðarhálsvirkjunar Landsbankinn mun hlaupa undir bagga með fjármögnun Búðarhálsvirkjunar, bregðist Evrópski fjárfestingarbankinn. 13.4.2011 19:27 Stærsta ferðaár sögunnar? Gjaldeyristekjur af ferðamönnum gætu aukist um þrjátíu milljarða króna milli ára, samkvæmt tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér síðdegis. 13.4.2011 18:38 Stefnir í besta ferðamannaár í sögunni Icelandair áætlar að ferðamönnum muni fjölga um 15-20% í sumar. Þar með gæti árið orðið stærsta ferðaár sögunnar. Um er að ræð 75-100 þúsund fleiri ferðamenn 2011 en í fyrra. 13.4.2011 17:22 Stjórn HB Granda vill 340 milljónir í arðgreiðslu Stjórn HB Granda vill að hluthafar fái arðgreiðslu upp á rétt tæpar 340 milljónir kr. fyrir síðasta ár. Þetta er töluvert hærri upphæð en greidd var í arð fyrir árið á undan. 13.4.2011 16:41 Sérstakur með rafrænt rannsóknarkerfi frá Clearwell Embætti sérstaks saksóknara hefur fest kaup á rafrænu rannsóknarkerfi frá Clearwell Systems. Fjallað er um málið á heimasíðu Clearwell. 13.4.2011 15:33 Aðvörun: Olíuverðið í 160 dollara á tunnuna Hrávörusérfræðingar Bank of America hafa sent frá sér greiningu á þróun olíuverðs út þetta ár. Þeir telja að 30% líkur séu á að verðið nái 160 dollurum fyrir árslok. Til skamms tíma telja sérfræðingarnir að mjög sennilega fari olíuverðið í 140 dollara á tunnuna, það er á næstu þremur mánuðum. 13.4.2011 14:47 ESA samþykkir tímabundið ríkisaðstoð við Byr hf. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að samþykkja tímabundið ríkisaðstoð til stuðnings við Byr hf. ESA óskar eftir því að íslensk stjórnvöld leggi fram innan sex mánaða áætlun um endur-skipulagningu nýja Byrs eða slit þess félags. Það er ekki fyrr en slík áætlun liggur fyrir sem ESA getur tekið endanlega afstöðu til ríkisaðstoðarinnar. 13.4.2011 14:06 S&P setur Ísland á athugunarlista, horfur neikvæðar Matsfyrirtækið Standard & Poor´s (S&P) hefur sett Ísland á athugunarlista með neikvæðum horfum. Núverandi lánshæfismat Íslands hjá S&P er BBB- eða einu haki frá svokölluðum ruslflokki. 13.4.2011 13:39 Skrifstofufólk dreymir um að rústa tölvunni Nær helmingur af öllu skrifstofufólki í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi er óánægt með tölvu sína í vinnunni. Þetta kemur fram í könnun sem fyrirtækið Mozy hefur gert meðal 600 tölvusérfræðinga og 3.000 skrifstofumanna. 13.4.2011 13:00 Sjá næstu 50 fréttir
Verðbólga heldur áfram að aukast á evrusvæðinu Samræmd vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2,7% að meðaltali á síðastliðnum tólf mánuðum á evrusvæðinu. Er verðbólgan að aukast á svæðinu en í febrúar var hún 2,4%. 15.4.2011 12:18
Becromal stendur í víðtækum aðgerðum Becromal á Íslandi stendur nú í víðtækum aðgerðum til að bæta umhverfisvernd við aflþynnuverksmiðju sína í Krossanesi við Akureyri. Aðgerðaráætlun var kynnt fyrir Umhverfisstofnun sem hefur staðfest að fyrirtækið hafi bætt úr annmörkum varðandi þætti í starfsleyfi þess. 15.4.2011 12:13
Seðlabankinn vill greiða upp skuldir Seðlabanki Íslands, fyrir hönd ríkissjóðs, býðst til að kaupa á nafnverði, að hluta eða í heild, þau erlendu skuldabréf ríkissjóðs sem falla í gjalddaga árin 2011 og 2012. Um er að ræða tvö skuldabréf í evrum sem upphaflega voru að fjárhæð 1.250 milljónir evra, eða um 204 milljarðar króna að nafnvirði. Seðlabankinn hefur þegar keypt hluta þessara bréfa á markaði, en enn eru um 800 milljónir evra (130 ma.kr.) útistandandi. Þessi kaup eru þáttur í lausafjár- og skuldastýringu ríkisjóðs, en einnig liður í gjaldeyrisforðastýringu Seðlabanka Íslands. 15.4.2011 11:58
Economist: Írar vilja íslenska þjóðaratkvæðagreiðslu Vinstrimenn á Írlandi vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu að íslenskri fyrirmynd um lántökur hins opinbera til að ábyrgjast bankakerfið þar í landi. 15.4.2011 11:49
Sala á kjöti dregst töluvert saman Sala á kjöti og þar með neysla, hefur dregist töluvert saman síðastliðna 12 mánuði, að því er fram kemur á heimasíðu Landssambands Kúabænda. 15.4.2011 11:43
Glencore stjórnar stórum hluta af málmviðskiptum heimsins Hrávörurisinn Glencore International hefur afhjúpað yfirburðastöðu sína á alþjóðamörkuðum, einkum hvað málma varðar. Í ljós kemur að Glencore stjórnar 60% af viðskiptum með zink, 50% af viðskiptum með kopar, 45% af viðskiptum með blý og 38% af viðskiptum með ál í öllum heiminum. 15.4.2011 10:10
Afgangur á vöruskiptum rúmlega 120 milljarðar í fyrra Afgangur á vöruskiptum við útlönd nam 120,2 milljörðum króna á síðasta ári. Til samanburðar var 90,3 milljarða króna afgangur árið 2009 miðað við gengi hvors árs. 15.4.2011 09:03
Steingrímur staddur á vorfundi AGS Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er nú staddur á vorfundi fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í Washington. Fundurinn hófst í gæt og stendur fram á sunnudag. 15.4.2011 08:43
Lánshæfi Írlands það sama og Íslands hjá Moody´s Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Írlands um tvo flokka og er einkunnin nú aðeins einu haki frá ruslflokki eins og lánshæfiseinkunn Íslands. Horfur eru neikvæðar á einkunn Írlands. 15.4.2011 08:23
Matvæli eru 36% dýrari en í fyrra Þrátt fyrir að það sjái til lands í kreppu fjármála- og efnahagslífs stendur heimurinn frammi fyrir nýjum áhættuþáttum og erfiðum breytingum, segir Robert Zoellick, forseti Alþjóðabankans. 15.4.2011 08:00
Eignir tryggingarfélaga lækka Heildareignir tryggingarfélaganna námu 147,4 milljörðum kr. í lok febrúar og lækkuðu um 1,2 milljarða kr. á milli mánaða. 15.4.2011 07:44
Framkvæmdastjóri AGS: Ekki tími fyrir áhyggjuleysi "Við eigum enn í kreppu og afleiðingar hennar eru enn áberandi,“ sagði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), á blaðamannafundi við opnun vorfundar sjóðsins og Alþjóðabankans í gær. 15.4.2011 06:00
Vilja eignast Iceland Sainsbury's, þriðja stærsta matvörukeðja Bretlands, hefur áhuga á að kaupa Iceland matvörukeðjuna. 15.4.2011 00:25
Eyrir kaupir eigin skuldabréf fyrir rúma 3 milljarða Í dag greiðir Eyrir Invest skuldabréf í flokkinum EYRI 07 2, sem eru á gjalddaga 20. apríl 2011. Um er að ræða óskráðan flokk skuldabréfa sem gefin eru út í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. Greiðslufjárhæðin er um 3.150 milljónir króna. 14.4.2011 18:24
Íslandsbanki eignast Kreditkort hf Íslandsbanki hefur fest kaup á öllum hlutum í Kreditkorti hf. en fyrir átti bankinn 55% hlut. Nýja stjórn félagsins skipa Sigrún Ragna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka, Haukur Skúlason, forstöðumaður á viðskiptabankasviði Íslandsbanka og Vilborg Lofts sem jafnframt er stjórnarformaður. Í varastjórn eru Árni Geir Pálsson, Kristján Elvar Guðlaugsson og Daníel Helgi Reynisson. 14.4.2011 15:22
Grískir vextir standa í ljósum logum Efnahagur Grikklands er kominn fram á bjargbrúnina. Fjármálamarkaðir eru að undirbúa sig undir þjóðargjaldþrot landsins. Vextir á grískum ríkiskuldabréfum til styttri tíma standa í ljósum logum. 14.4.2011 15:16
Líkur á að Gordon Brown verði næsti forstjóri AGS Töluverðar líkur eru taldar á því að Gordon Brown fyrrum forsætisráðherra Breta verði ráðinn sem næsti forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 14.4.2011 14:33
S&P setur ÍLS á athugunarlista með neikvæðum horfum Matsfyrirtækið Standard & Poor´s (S&P) hefur sett lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á athugunarlista með neikvæðum horfum. 14.4.2011 13:18
S&P setur Landsvirkjun á athugunarlista, horfur neikvæðar Standard & Poor´s (S&P) sendi nú rétt fyrir hádegi frá sér tilkynningu um að það hefði sett lánshæfismat Landsvirkjunar á athugunarlista með neikvæðum horfum. S&P segir matið háð því hvernig þróunin verður á lánshæfi ríkissjóðs. 14.4.2011 12:38
Skammar Breta og Hollendinga fyrir hræsni í Icesavemálinu Leiðarahöfundur Financial Times segir það hræsni hjá Bretum og Hollendingum að halda því fram að Íslendingar eigi að borga þriðjung tekna sinna fyrir erlendar innistæður án dómsúrskurðar. 14.4.2011 12:18
Samráð um þvottaduft kostar 51 milljarð í sekt Risafyrirtækin Unilever og Procter & Gamble hafa verið sektuð um 315 milljónir evra eða rúmlega 51 milljarð kr. vegna verðsamráðs um sölu á þvottadufti. Fyrirtækin komu sér saman um verðlagningu á þvottadufti í átta Evrópulöndum. 14.4.2011 11:38
Reykjanesbær greiðir niður 2,5 milljarða af skuldum Reykjanesbær hefur ákveðið að greiða niður skuldir um 2,5 milljarða kr. Samsvarandi innistæða bæjarsjóðs á reikningi í Landsbankanum er nýtt til að greiða niður skuldabréfaútboð sem bærinn efndi til í október 2008. 14.4.2011 10:53
Margir telja ekkert svigrúm til launahækkana Um 30% stjórnenda telur ekkert svigrúm til launahækkana í yfirstandandi kjaraviðræðum og 24% segja svigrúm til launahækkana vera 1-3%. 14.4.2011 10:17
Grindavíkurbær skilaði tæplega 84 milljóna halla Rekstrarniðurstaða Grindavíkurbæjar samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var neikvæð um 83,7 milljónir kr. á síðasta ári. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 128 milljóna kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu. 14.4.2011 09:51
Green opnar verksmiðju í Bretlandi Sir Philip Green, eigandi Topshop keðjunnar, er að velta fyrir sér að opna verksmiðju í Bretlandi. Með því vill hann viðhalda starfshæfni Breta og minnka viðskipti við erlenda birgja. Green hefur einnig verið í viðræðum við fulltrúa úr ríkisstjórninni, þar á meðal menntamálaráðherrann Michael Grove, um að koma á fót sérstökum iðnskóla. 14.4.2011 09:50
Bloomberg: Forsetinn í vörn fyrir þátt sinn í útrásinni Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands tók til varna fyrir þátt sinn í útrásinni á sínum tíma í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í gærdag. Forsetinn segir í viðtalinu að það hafi verið skylda sín að tala upp bankageirann þar sem hann skapaði störf á þessum tíma, bæði innanlands og erlendis. 14.4.2011 09:35
Töluverður samdráttur í dagvöruverslun milli ára Velta í dagvöruverslun dróst saman um 5,6% á föstu verðlagi í mars miðað við sama mánuð í fyrra og um 4,6% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í mars um 1,2% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hækkaði um 1,1% á síðastliðnum 12 mánuðum. 14.4.2011 09:18
Útgjöld til heilbrigðismála hafa vaxið verulega Heildarútgjöld til heilbrigðismála hafa vaxið verulega síðasta aldarfjórðung eða úr ríflega 6,3% af landsframleiðslu í upphafi níunda áratugarins í ríflega 9,3% af landsframleiðslu á síðasta ári. Það samsvarar 143,5 milljörðum króna á verðlagi þess árs. 14.4.2011 09:11
Mikil eftirspurn eftir íslensku starfsfólki í Noregi Mikil eftirspurn er nú eftir íslensku starfsfólki í Noregi. Sem dæmi þá er fyrirtækið Medical Care AS frá Osló hingað komið í leit að 120 hjúkrunarfræðingum , 50 sjúkraliðum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. 14.4.2011 09:00
Stórbankar slást um ofurríka viðskiptavini Bandaríski stórbankinn JP Morgan Chase hefur lýst yfir stríði á hendur Wells Fargo og ætlar að reyna að lokka til sín ofurríka viðskiptavini frá Wells Fargo. Helst vopn JP Morgan í þeirri baráttu verður krítarkort með örgjörva. 14.4.2011 08:46
Debetkortaveltan minnkaði um 10% milli ára í mars Heildarvelta debetkorta í mars síðastliðnum var 28,1 milljarða kr. og er þetta 10% samdráttur miðað við mars í fyrra en 5,5% aukning miðað við febrúar í ár. 14.4.2011 08:17
Þorskkvótinn gæti farið í 190.000 tonn Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ segir að þorskkvótinn gæti farið í allt að 190.000 tonn á næsta fiskveiðiári. Kvótinn er 160.000 tonn á yfirstandandi ári. Þetta mat byggir hann á niðurstöðum úr vorralli Hafrannsóknarstofnunnar sem kynnt var í gærdag. 14.4.2011 07:41
Keppa um kaup á lyfjafyrirtæki Actavis er líklegur kaupandi að pólska ríkislyfjafyrirtækinu Polfa Warsawa. Þetta er eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki landsins og er með höfuðstöðvar í Varsjá. Gert er ráð fyrir að salan gangi í gegn fyrir mitt ár. 14.4.2011 04:00
Landsbankinn tryggir fjármögnun Búðarhálsvirkjunar Landsbankinn mun hlaupa undir bagga með fjármögnun Búðarhálsvirkjunar, bregðist Evrópski fjárfestingarbankinn. 13.4.2011 19:27
Stærsta ferðaár sögunnar? Gjaldeyristekjur af ferðamönnum gætu aukist um þrjátíu milljarða króna milli ára, samkvæmt tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér síðdegis. 13.4.2011 18:38
Stefnir í besta ferðamannaár í sögunni Icelandair áætlar að ferðamönnum muni fjölga um 15-20% í sumar. Þar með gæti árið orðið stærsta ferðaár sögunnar. Um er að ræð 75-100 þúsund fleiri ferðamenn 2011 en í fyrra. 13.4.2011 17:22
Stjórn HB Granda vill 340 milljónir í arðgreiðslu Stjórn HB Granda vill að hluthafar fái arðgreiðslu upp á rétt tæpar 340 milljónir kr. fyrir síðasta ár. Þetta er töluvert hærri upphæð en greidd var í arð fyrir árið á undan. 13.4.2011 16:41
Sérstakur með rafrænt rannsóknarkerfi frá Clearwell Embætti sérstaks saksóknara hefur fest kaup á rafrænu rannsóknarkerfi frá Clearwell Systems. Fjallað er um málið á heimasíðu Clearwell. 13.4.2011 15:33
Aðvörun: Olíuverðið í 160 dollara á tunnuna Hrávörusérfræðingar Bank of America hafa sent frá sér greiningu á þróun olíuverðs út þetta ár. Þeir telja að 30% líkur séu á að verðið nái 160 dollurum fyrir árslok. Til skamms tíma telja sérfræðingarnir að mjög sennilega fari olíuverðið í 140 dollara á tunnuna, það er á næstu þremur mánuðum. 13.4.2011 14:47
ESA samþykkir tímabundið ríkisaðstoð við Byr hf. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að samþykkja tímabundið ríkisaðstoð til stuðnings við Byr hf. ESA óskar eftir því að íslensk stjórnvöld leggi fram innan sex mánaða áætlun um endur-skipulagningu nýja Byrs eða slit þess félags. Það er ekki fyrr en slík áætlun liggur fyrir sem ESA getur tekið endanlega afstöðu til ríkisaðstoðarinnar. 13.4.2011 14:06
S&P setur Ísland á athugunarlista, horfur neikvæðar Matsfyrirtækið Standard & Poor´s (S&P) hefur sett Ísland á athugunarlista með neikvæðum horfum. Núverandi lánshæfismat Íslands hjá S&P er BBB- eða einu haki frá svokölluðum ruslflokki. 13.4.2011 13:39
Skrifstofufólk dreymir um að rústa tölvunni Nær helmingur af öllu skrifstofufólki í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi er óánægt með tölvu sína í vinnunni. Þetta kemur fram í könnun sem fyrirtækið Mozy hefur gert meðal 600 tölvusérfræðinga og 3.000 skrifstofumanna. 13.4.2011 13:00