Fleiri fréttir

Becromal stendur í víðtækum aðgerðum

Becromal á Íslandi stendur nú í víðtækum aðgerðum til að bæta umhverfisvernd við aflþynnuverksmiðju sína í Krossanesi við Akureyri. Aðgerðaráætlun var kynnt fyrir Umhverfisstofnun sem hefur staðfest að fyrirtækið hafi bætt úr annmörkum varðandi þætti í starfsleyfi þess.

Seðlabankinn vill greiða upp skuldir

Seðlabanki Íslands, fyrir hönd ríkissjóðs, býðst til að kaupa á nafnverði, að hluta eða í heild, þau erlendu skuldabréf ríkissjóðs sem falla í gjalddaga árin 2011 og 2012. Um er að ræða tvö skuldabréf í evrum sem upphaflega voru að fjárhæð 1.250 milljónir evra, eða um 204 milljarðar króna að nafnvirði. Seðlabankinn hefur þegar keypt hluta þessara bréfa á markaði, en enn eru um 800 milljónir evra (130 ma.kr.) útistandandi. Þessi kaup eru þáttur í lausafjár- og skuldastýringu ríkisjóðs, en einnig liður í gjaldeyrisforðastýringu Seðlabanka Íslands.

Sala á kjöti dregst töluvert saman

Sala á kjöti og þar með neysla, hefur dregist töluvert saman síðastliðna 12 mánuði, að því er fram kemur á heimasíðu Landssambands Kúabænda.

Glencore stjórnar stórum hluta af málmviðskiptum heimsins

Hrávörurisinn Glencore International hefur afhjúpað yfirburðastöðu sína á alþjóðamörkuðum, einkum hvað málma varðar. Í ljós kemur að Glencore stjórnar 60% af viðskiptum með zink, 50% af viðskiptum með kopar, 45% af viðskiptum með blý og 38% af viðskiptum með ál í öllum heiminum.

Steingrímur staddur á vorfundi AGS

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er nú staddur á vorfundi fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í Washington. Fundurinn hófst í gæt og stendur fram á sunnudag.

Lánshæfi Írlands það sama og Íslands hjá Moody´s

Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Írlands um tvo flokka og er einkunnin nú aðeins einu haki frá ruslflokki eins og lánshæfiseinkunn Íslands. Horfur eru neikvæðar á einkunn Írlands.

Matvæli eru 36% dýrari en í fyrra

Þrátt fyrir að það sjái til lands í kreppu fjármála- og efnahagslífs stendur heimurinn frammi fyrir nýjum áhættuþáttum og erfiðum breytingum, segir Robert Zoellick, forseti Alþjóðabankans.

Eignir tryggingarfélaga lækka

Heildareignir tryggingarfélaganna námu 147,4 milljörðum kr. í lok febrúar og lækkuðu um 1,2 milljarða kr. á milli mánaða.

Framkvæmdastjóri AGS: Ekki tími fyrir áhyggjuleysi

"Við eigum enn í kreppu og afleiðingar hennar eru enn áberandi,“ sagði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), á blaðamannafundi við opnun vorfundar sjóðsins og Alþjóðabankans í gær.

Vilja eignast Iceland

Sainsbury's, þriðja stærsta matvörukeðja Bretlands, hefur áhuga á að kaupa Iceland matvörukeðjuna.

Eyrir kaupir eigin skuldabréf fyrir rúma 3 milljarða

Í dag greiðir Eyrir Invest skuldabréf í flokkinum EYRI 07 2, sem eru á gjalddaga 20. apríl 2011. Um er að ræða óskráðan flokk skuldabréfa sem gefin eru út í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. Greiðslufjárhæðin er um 3.150 milljónir króna.

Íslandsbanki eignast Kreditkort hf

Íslandsbanki hefur fest kaup á öllum hlutum í Kreditkorti hf. en fyrir átti bankinn 55% hlut. Nýja stjórn félagsins skipa Sigrún Ragna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka, Haukur Skúlason, forstöðumaður á viðskiptabankasviði Íslandsbanka og Vilborg Lofts sem jafnframt er stjórnarformaður. Í varastjórn eru Árni Geir Pálsson, Kristján Elvar Guðlaugsson og Daníel Helgi Reynisson.

Grískir vextir standa í ljósum logum

Efnahagur Grikklands er kominn fram á bjargbrúnina. Fjármálamarkaðir eru að undirbúa sig undir þjóðargjaldþrot landsins. Vextir á grískum ríkiskuldabréfum til styttri tíma standa í ljósum logum.

S&P setur Landsvirkjun á athugunarlista, horfur neikvæðar

Standard & Poor´s (S&P) sendi nú rétt fyrir hádegi frá sér tilkynningu um að það hefði sett lánshæfismat Landsvirkjunar á athugunarlista með neikvæðum horfum. S&P segir matið háð því hvernig þróunin verður á lánshæfi ríkissjóðs.

Samráð um þvottaduft kostar 51 milljarð í sekt

Risafyrirtækin Unilever og Procter & Gamble hafa verið sektuð um 315 milljónir evra eða rúmlega 51 milljarð kr. vegna verðsamráðs um sölu á þvottadufti. Fyrirtækin komu sér saman um verðlagningu á þvottadufti í átta Evrópulöndum.

Reykjanesbær greiðir niður 2,5 milljarða af skuldum

Reykjanesbær hefur ákveðið að greiða niður skuldir um 2,5 milljarða kr. Samsvarandi innistæða bæjarsjóðs á reikningi í Landsbankanum er nýtt til að greiða niður skuldabréfaútboð sem bærinn efndi til í október 2008.

Grindavíkurbær skilaði tæplega 84 milljóna halla

Rekstrarniðurstaða Grindavíkurbæjar samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var neikvæð um 83,7 milljónir kr. á síðasta ári. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 128 milljóna kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu.

Green opnar verksmiðju í Bretlandi

Sir Philip Green, eigandi Topshop keðjunnar, er að velta fyrir sér að opna verksmiðju í Bretlandi. Með því vill hann viðhalda starfshæfni Breta og minnka viðskipti við erlenda birgja. Green hefur einnig verið í viðræðum við fulltrúa úr ríkisstjórninni, þar á meðal menntamálaráðherrann Michael Grove, um að koma á fót sérstökum iðnskóla.

Bloomberg: Forsetinn í vörn fyrir þátt sinn í útrásinni

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands tók til varna fyrir þátt sinn í útrásinni á sínum tíma í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í gærdag. Forsetinn segir í viðtalinu að það hafi verið skylda sín að tala upp bankageirann þar sem hann skapaði störf á þessum tíma, bæði innanlands og erlendis.

Töluverður samdráttur í dagvöruverslun milli ára

Velta í dagvöruverslun dróst saman um 5,6% á föstu verðlagi í mars miðað við sama mánuð í fyrra og um 4,6% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í mars um 1,2% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hækkaði um 1,1% á síðastliðnum 12 mánuðum.

Útgjöld til heilbrigðismála hafa vaxið verulega

Heildarútgjöld til heilbrigðismála hafa vaxið verulega síðasta aldarfjórðung eða úr ríflega 6,3% af landsframleiðslu í upphafi níunda áratugarins í ríflega 9,3% af landsframleiðslu á síðasta ári. Það samsvarar 143,5 milljörðum króna á verðlagi þess árs.

Mikil eftirspurn eftir íslensku starfsfólki í Noregi

Mikil eftirspurn er nú eftir íslensku starfsfólki í Noregi. Sem dæmi þá er fyrirtækið Medical Care AS frá Osló hingað komið í leit að 120 hjúkrunarfræðingum , 50 sjúkraliðum og öðru heilbrigðisstarfsfólki.

Stórbankar slást um ofurríka viðskiptavini

Bandaríski stórbankinn JP Morgan Chase hefur lýst yfir stríði á hendur Wells Fargo og ætlar að reyna að lokka til sín ofurríka viðskiptavini frá Wells Fargo. Helst vopn JP Morgan í þeirri baráttu verður krítarkort með örgjörva.

Þorskkvótinn gæti farið í 190.000 tonn

Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ segir að þorskkvótinn gæti farið í allt að 190.000 tonn á næsta fiskveiðiári. Kvótinn er 160.000 tonn á yfirstandandi ári. Þetta mat byggir hann á niðurstöðum úr vorralli Hafrannsóknarstofnunnar sem kynnt var í gærdag.

Keppa um kaup á lyfjafyrirtæki

Actavis er líklegur kaupandi að pólska ríkislyfjafyrirtækinu Polfa Warsawa. Þetta er eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki landsins og er með höfuðstöðvar í Varsjá. Gert er ráð fyrir að salan gangi í gegn fyrir mitt ár.

Stærsta ferðaár sögunnar?

Gjaldeyristekjur af ferðamönnum gætu aukist um þrjátíu milljarða króna milli ára, samkvæmt tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér síðdegis.

Stefnir í besta ferðamannaár í sögunni

Icelandair áætlar að ferðamönnum muni fjölga um 15-20% í sumar. Þar með gæti árið orðið stærsta ferðaár sögunnar. Um er að ræð 75-100 þúsund fleiri ferðamenn 2011 en í fyrra.

Aðvörun: Olíuverðið í 160 dollara á tunnuna

Hrávörusérfræðingar Bank of America hafa sent frá sér greiningu á þróun olíuverðs út þetta ár. Þeir telja að 30% líkur séu á að verðið nái 160 dollurum fyrir árslok. Til skamms tíma telja sérfræðingarnir að mjög sennilega fari olíuverðið í 140 dollara á tunnuna, það er á næstu þremur mánuðum.

ESA samþykkir tímabundið ríkisaðstoð við Byr hf.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að samþykkja tímabundið ríkisaðstoð til stuðnings við Byr hf. ESA óskar eftir því að íslensk stjórnvöld leggi fram innan sex mánaða áætlun um endur-skipulagningu nýja Byrs eða slit þess félags. Það er ekki fyrr en slík áætlun liggur fyrir sem ESA getur tekið endanlega afstöðu til ríkisaðstoðarinnar.

Skrifstofufólk dreymir um að rústa tölvunni

Nær helmingur af öllu skrifstofufólki í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi er óánægt með tölvu sína í vinnunni. Þetta kemur fram í könnun sem fyrirtækið Mozy hefur gert meðal 600 tölvusérfræðinga og 3.000 skrifstofumanna.

Sjá næstu 50 fréttir