Fleiri fréttir

Gullgrafaraæði runnið upp í Bretlandi

Ein af afleiðingum kreppunnar og hins háa verðs á gulli er að gullgrafaraæði er nú runnið upp í Bretlandi. Fólk flykkist með pönnur sínar og tól í ár í Wales og Skotlandi í leit að hinum dýrmætu gullmolum og flögum.

Viðræður um 22 milljarða hlut Kaupþings í Booker

Breska verslunarkeðjan Booker Group segir að hún muni á næstunni ræða við PricewaterhouseCoopers (PwC) um framtíð 22% eignarhluts Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, í keðjunni. Hluturinn er metinn á rúmlega 111 milljónir punda eða rúmlega 22 milljarða kr.

Bílarisi nálægt gjaldþroti

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, GM, færðist nær barmi gjaldþrots á miðnætti í fyrrakvöld þegar fyrir lá að lánar­drottnar gáfu ekki grænt ljós á skuldabreytingu félagsins.

Bartz vill fúlgur fjár fyrir Yahoo

Carol Bartz, forstjóri Yahoo, er reiðubúinn til að selja Microsoft samsteypunni fyrirtæki sitt fái hann greiddar fúlgur fjár fyrir.

Þór hættir hjá Sjóvá

Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvá, hyggst láta af störfum hjá félaginu. Skilanefnd Glitnis rekur nú Sjóvá, en Árni Tómasson formaður skilanefndar segir aðbúið sé að ganga frá endurskipulagningu á því. Hann segir að tilkynningar sé að vænta.

Gengi Bakkavarar aldrei lægra í lok dags

Gengi hlutabréfa í Bakkavör Group féll um 4,76 prósent í Kauphöllinni í dag. Það endaði í einni krónu á hlut en fór tímabundið í 99 aura og hefur aldrei verið lægra. Þetta jafngildir því að markaðsverðmæti félagsins nemi rúmum 2,1 milljarði króna.

Ari Skúlason ráðinn til Landsvaka

Ari Skúlason hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Landsvaka hf. í stað Tryggva Tryggvasonar og tekur hann til starfa í dag, að því er segir í tilkynningu.

Gjaldeyristekjur af ferðamönnum vel yfir 100 milljarðar

Greining Kaupþings telur líklegt að tekjur af erlendum ferðamönnum fari vel yfir 100 milljarða kr. á árinu samanborið við um 73 milljarða kr. á árinu 2008. Útlit er fyrir að ferðaþjónusta skili verulegum tekjum í kassann á árinu enda eykst meðaleyðsla erlendra ferðamanna umtalsvert þegar gengi krónunnar er svo lágt.

Seinkun á birtingu greiðslujafnaðar

Af óviðráðanlegum orsökum verður ekki unnt að birta uppgjör á greiðslujöfnuði við útlönd, erlendri stöðu þjóðarbúsins og erlendum skuldum fyrir fyrsta ársfjórðung 2009 eins og áformað var þann 27. maí nk.

Tryggvi Tryggvason ráðinn til Saga Capital

Tryggvi Tryggvason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fjárstýringar hjá Saga Capital Fjárfestingarbanka og tekur hann til starfa þann 1. júní næstkomandi.

Íhuga að stofna nýtt félag um Sjóvá

Skilanefnd Glitnis íhugar að stofna nýtt félag utan um tryggingarstarfsemi Sjóvár. Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis sagði í samtali við fréttastofu ekki ákveðið hvort að félagið yrði í eigu bankans til að byrja með eða hvort það yrði selt strax.

Tekjur af fjármagnstekjuskatti aukast milli ára

Tekjur ríkissjóðs af fjármagnstekjuskatti hefur aukist á milli ára - þrátt fyrir hrun hlutabréf og banka. Innistæður landsmanna hafa hækkað um fimm hundruð milljarða króna á einu ári.

Breyta á lögum um sparisjóði

Lögum um sparisjóði verður breytt, meðal annars til að koma í veg fyrir að menn geti vaðið í varasjóði sparisjóðanna, sem hefur leikið þá grátt á undanförnum misserum, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.

Veiking pundsins þýðir óhreinna kókaín

Hreinleiki kókaíns á fíkniefnamarkaðinum í London er í beinu sambandi við gengi pundsins að því er segir í umfjöllun um málið á Bloomberg-fréttaveitunni.

Pistill: Stjórnvöld virðast ekki ráða við verkefnið

Það verður skýrara með hverjum deginum að stjórnvöld virðast hreinlega ekki ráða við hið risavaxna verkefni að endurreisa efnahagslíf landsins og koma einhverjum stöðugleika á það að nýju. Nærtækasta dæmið er að ekkert af höfuðatriðum í samstarfsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) frá því í nóvember s.l. er enn komið á koppinn, sjö mánuðum síðar.

Engin hreyfing á hlutabréfamarkaði

Engin viðskipti hafa verið á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni það sem af er dags. Þetta er nokkuð í takt við þróun mála upp á síðkastið en hægt og bítandi hefur dregið úr veltunni eftir því sem sól hefur hækkað á lofti.

Þjónustujöfnuður neikvæður um 2,9 milljarða

Útflutningur þjónustu á fyrsta ársfjórðungi er því samkvæmt bráðabirgðatölum 53,1 milljarður kr. og innflutningur þjónustu 56,0 milljarðar kr. Þjónustujöfnuður við útlönd á fyrsta ársfjórðungi er því neikvæður um 2,9 milljarða kr.

Bakkavör undir eina krónu

Gengi hlutabréfa í Bakkavör fór niður undir eina krónu á hlut í gær og hefur það aldrei verið lægra. Fyrir réttu ári var gengi bréfanna tæpar fjörutíu og tvær krónur, en hæst fór það í rúmar 72 krónur í júlí árið 2007.

Færeyingar bjartsýnir á íslenska framtíð

Forsvarsmenn færeysku fyrirtækjanna sem skráð eru hér telja langtímahorfur góðar. Forstjóri verðbréfamarkaðarins þar er væntanlegur hingað til lands í næstu viku ásamt fjórum forsvarsmönnum þarlendra risafyrirtækja.

Tvö skipa Eimskips til sölu í Noregi

„Þau eru búin að vera í söluferli frá því um mitt síðasta ár ásamt þeim eignum sem við ætluðum að selja,“ segir Ólafur Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips.

Afturhvarf til eldri gilda

„Hugmyndin er að nokkru leyti að hverfa aftur til hinna upprunalegu gilda sparisjóðanna. Að þeir verði stofnanir sem eru nátengdar sinni heimabyggð,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra um nýtt frumvarp um sparisjóði.

Staða gjaldeyrismiðlunar

Við hrun bankakerfisins í október síðastliðnum lokaðist á öll viðskiptatengsl við erlenda banka sem búið var að byggja upp með góðum árangri á löngum tíma. Allt bankakerfið á Íslandi varð rúið trausti og erlend greiðslumiðlun lenti í uppnámi. Þá kom berlega í ljós hversu háðir við Íslendingar erum greiðslumiðlun við útlönd.

Nýrrar sýnar er þörf

„Gífurlega mikilvægt er að vinna rétt úr þeirri stöðu sem við erum í. Verði ekki bættir stjórnarhættir fyrirtækja og farið í að nálgast betur Evrópusambandið og opna þjóðfélagið þá eru horfur fram undan mjög slæmar,“ segir Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri fjármála- og þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík. „Ef hins vegar rétt er á haldið þá eigum við mjög góða framtíð fyrir okkur,“ bætir hann við.

Geta stutt óbeint við

Rætur fjármálakreppunnar má að stórum hluta rekja til mistaka fjármálafyrirtækja við áhættustjórnun, að sögn Baldurs Péturssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD). Árangur EBRD í áhættustjórnun segir hann ástæðu þess að bankinn hafi ekki komið mjög illa út úr niðursveiflunni.

Fátíðar skammir

Kauphöllin áminnti Bakkavör og Straum opinberlega í síðustu viku ásamt því að sekta hvort félag um 1,5 milljónir króna. Kauphöllin hefur ekki oft beitt félög févíti. Í janúar 2003 var Búnaðarbankinn sektaður um 4,5 milljónir króna fyrir að virða ekki flöggunarreglur í tengslum við gerð samnings um meðferð hlutabréfa í Straumi um hálfu ári fyrr. Það er hæsta byrðin sem skráð félag hefur á sig fengið vegna brota á reglum. Næsthæsta sektin upp á fjórar milljónir króna féll á herðar Existu í desember í fyrra. „Við höfum takmarkaðar heimildir til að leggja á fésektir vegna brota á reglum. Þær eru ekki málið heldur hafa þær forvarnargildi,“ segir Páll Harðarson, aðstoðarforstjóri Nasdaq OMX Ice­land.

Óskráð félag á viðskipti með gjaldeyri

„Við höfum ekki tekið eftir því að neinn sé að svindla," segir Anna Jakobína Hilmarsdóttir, féhirðir Landsbankans í Austurstræti. Fréttablaðið hafði nýverið eftir félagsmálaráðherra að mikill hagnaður væri í gjaldeyrisbraski. Nefndi hann farseðlasvindl sem dæmi.

Seðlabankinn lækkar vexti

Frá og með 1. júní 2009 breytast vextir óverðtryggðra lána úr 18,0% í 10,5% og skaðabótavextir verða 7,0% en voru áður 12,0%.

Straumur mun taka West Ham yfir

Straumur ætlar að taka West Ham United yfir á næstu dögum. Félagið hefur verið í eigu Björgólfs Guðmundssonar síðustu þrjú ár. Beðið verður með að selja félagið þar sem viðunandi verðtilboð hefur ekki borist.

Ágreiningur bankanna og Exista mun enda fyrir dómstólum

Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, segir ljóst að ágreiningur gömlu bankanna og Exista um hvernig gera eigi upp eignir og skuldir endi fyrir dómstólum eins og staðan sé í dag. Skilanefndir bankanna tjá sig ekki um málið.

Nýr forstjóri hjá Skeljungi

Einar Örn Ólafsson hefur verið ráðinn forstjóri Skeljungs hf. Hann tekur við starfinu af Gunnari Karli Guðmundssyni, sem hefur verið forstjóri félagsins undanfarin sex ár.

Landsvaki opnar nýjan verðbréfasjóð

Landsvaki hf., rekstrarfélag verðbréf- og fjárfestingarsjóða Landsbankans, hefur nú opnað fyrir viðskipti með nýjan verðbréfasjóð sem kallast Reiðubréf - ríkistryggð.

Dýrasta og stærsta snekkja heims til sölu

Dýrasta og stærsta lúxussnekkja heimsins, Maltese Falcon, er til sölu. Snekkjan er einkum þekkt fyrir byltingarkennda hönnun en hún var smíðuð af ítölsku bátasmiðjunni Perini Navi árið 2006.

Pistill: Líkur minnka á umfangsmikilli stýrivaxtalækkun

Margt bendir nú til að líkur á umfangsmikilli stýrivaxtalækkun, það er 2-3 prósentustig, fari minnkandi með hverjum deginum sem líður. Að vísu hefur greining Íslandsbanka sent frá sér stýrivaxtaspá upp á lækkun um 2 prósentustig. Telja verður þá spá í bjartsýnna lagi enda gerir greiningin sjálf fyrirvara við hana.

Svartsýni íslenskra neytenda eykst í maí

Heldur hefur svartsýnin aukist hjá íslenskum neytendum frá síðasta mánuði. Væntingavísitala Gallup lækkaði um 9 stig á milli apríl og maí en vísitalan var birt í morgun.

Vildi binda atkvæðarétt við óveðsetta hluti

Einn af hluthöfum Exista tók til máls á hluthafafundinum í morgun og lagði fram tillögu þess efnis að atkvæðaréttur í félaginu verði bundinn við það skilyrði að hlutafé sé ekki veðsett.

Spáir 2,0 prósentustiga stýrivaxtalækkun

Greining Íslandsbanka væntir þess að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka vexti bankans um 2,0 prósentustig á vaxtaákvörðunardegi bankans 4. júní næstkomandi. Fara vextir bankans þá úr 13,0% niður í 11,0%.

Sjá næstu 50 fréttir