Viðskipti innlent

Eignir lánafyrirtækja hækkuðu um 8 milljarða í apríl

Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.264 milljörðum kr. í lok apríl og hækkuðu um 8 milljarða kr. í mánuðinum.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að útlán og eignarleigusamningar jukust um 9 milljarða kr. í apríl og námu 1.108 milljarða kr. Aukningin er að mestu vegna verðtryggðra skuldabréfa sem hækkuðu um 8 milljarða kr. í mánuðinum.

Eigið fé nam 60 milljörðum kr. í lok apríl og hækkaði um 4 milljarða kr. milli mánaða, samanborið við aukningu upp á 27 milljarða kr. mánuðinn áður.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×