Viðskipti innlent

Nýr forstjóri hjá Skeljungi

Einar Örn Ólafsson hefur verið ráðinn forstjóri Skeljungs hf. Hann tekur við starfinu af Gunnari Karli Guðmundssyni, sem hefur verið forstjóri félagsins undanfarin sex ár.

Í tilkynningu segir að Einar Örn lauk véla- og iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands árið 1997 og MBA meistaraprófi frá New York University árið 2003. Stærstan hluta starfsferils síns hefur Einar Örn unnið hjá Íslandsbanka og forverum hans, þar sem hann hefur gegnt ýmsum störfum, síðast sem forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar frá október 2008.

Skeljungur þakkar Gunnari Karli gott samstarf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×