Viðskipti innlent

Þór hættir hjá Sjóvá

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, hyggst láta af störfum hjá félaginu. Skilanefnd Glitnis rekur nú Sjóvá, en Árni Tómasson formaður skilanefndar segir að verið sé að ljúka við að ganga frá endurskipulagningu á rekstri félagsins.

Í tilkynningu sem Glitnir sendi frá sér vegna málsins segir að gert sé ráð fyrir að fjárfestingastarfsemi félagsins verði aðskilin frá vátryggingastarfsemi þess. Í því felist að nýtt félag verður stofnað um vátryggingarstarfsemina undir merkjum Sjóvár og hafi Fjármálaeftirlitinu verið send umsókn um starfsleyfi frá nýja félaginu.

Fyrr í dag sagði Árni í samtali við fréttastofu að engin ákvörðun hefði verið tekin um framtíð Þórs. Hann sagðist þá vonast til að málið skýrðist fyrir vikulokin enda hafi það tekið talsvert langan tíma.

Við starfi Þórs tekur Hörður Arnarson, fyrrverandi forstjóri Marel, en Þór mun starfa með nýjum forstjóra í fyrstu.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×