Viðskipti innlent

Fátíðar skammir

Kauphöllin áminnti Bakkavör og Straum opinberlega í síðustu viku ásamt því að sekta hvort félag um 1,5 milljónir króna. Kauphöllin hefur ekki oft beitt félög févíti. Í janúar 2003 var Búnaðarbankinn sektaður um 4,5 milljónir króna fyrir að virða ekki flöggunarreglur í tengslum við gerð samnings um meðferð hlutabréfa í Straumi um hálfu ári fyrr. Það er hæsta byrðin sem skráð félag hefur á sig fengið vegna brota á reglum. Næsthæsta sektin upp á fjórar milljónir króna féll á herðar Existu í desember í fyrra. „Við höfum takmarkaðar heimildir til að leggja á fésektir vegna brota á reglum. Þær eru ekki málið heldur hafa þær forvarnargildi,“ segir Páll Harðarson, aðstoðarforstjóri Nasdaq OMX Ice­land.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×