Færeyingar bjartsýnir á íslenska framtíð 27. maí 2009 06:00 Forstjóri færeyska verðbréfamarkaðarins reiknar með að fleiri færeysk fyrirtæki leiti fyrir sér með skráningu á markað hér þegar jafnvægi kemst á fjármálamarkaði. Markaðurinn/AFP „Þótt erfiðleikar steðji að í íslensku efnahagslífi nú um stundir er ég sannfærður um að það muni rétta úr kútnum þegar fram í sækir. Við fengum okkar skerf af bankakreppu snemma á tíunda áratug síðustu aldar og unnum okkur í gegnum hana,“ segir Sigurd Poulsen, forstjóri Virðisbrævamarkaður Føroya (VMF) og Landsbanka Føroya. VMF er verðbréfamarkaður landsins en Landsbankinn eins konar seðlabanki þeirra Færeyinga. „Við lærðum mikið á þessu og í dag er hagkerfið okkar traust. Það sér lítið á því þrátt fyrir alþjóðlega efnahagskreppu,“ bætir hann við. Sigurd kemur hingað til lands ásamt um tuttugu manna liði í næstu viku og hefur blásið til fjárfestaþings á þriðjudagsmorgun þar sem færeysku fyrirtækin sem skráð eru á markað í NASDAQ OMX Iceland (sem í daglegu tali nefnist Kauphöllin) verða kynnt íslenskum fjárfestum. Ásamt honum koma hingað forsvarsmenn Atlantic Airways, Atlantic Petroleum, Eik Banka og Føroya Banka.Færeyingar á ferðalagiÞetta er þriðja fjárfestaþingið sem fyrirtækin sameinast um að halda utan landsteina Færeyja og í annað skiptið sem VMF fundur með fjárfestum hér. VMF hélt fjárfestaþing hér með færeysku félögunum hér í árslok 2007 og annað í Kaupmannahöfn í Danmörku um níu mánuðum síðar.Eins og gengur eru fyrirtækin misvön fjárfestakynningu á borð við þá sem haldin verður hér. Stjórnendur olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum eru þeirra reyndastir en Wilhem Petersen forstjóri hefur kynnt það fyrir fjárfestum bæði í Danmörku og í Bretlandi. Þá er Janus Petersen, forstjóri Føroya Banki, tiltölulega nýkominn frá Bretlandi.Fyrsta skráning var fyrir fjórum árumVMF er hlutafélag sem stofnað var fyrir níu árum með víðtæku samstarfi færeyskra hagsmunaaðila fyrir hönd útgefenda, fjárfesta, miðlara og hins opinbera í Færeyjum.Markmiðið hefur frá upphafi verið að efla færeysku fyrirtækin, svo sem með skráningu á hlutabréfamarkað. Þeir Sigurd og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar hér, skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að leita eftir því að skrá fyrirtæki hér árið 2003. Við það tækifæri sagði Sigurd að gera mætti ráð fyrir því að níu fyrirtæki myndu skrá hlutafé sitt hér á næstu árum, auk skuldabréfaflokka.Þær áætlanir gengu eftir tveimur árum síðar þegar hlutabréf olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum voru skráð á markað hér um mitt ár 2005. Rúmt ár leið þar til hlutabréf fyrirtækisins voru skráð í kauphöllina í Kaupmannahöfn.Skráningin markaði tímamót í sögu hlutabréfaviðskipta hér en bréfin voru þau fyrstu erlendu sem skráð voru hér á markað. Það næsta sem á eftir fylgdi voru bréf bresku tískuvörukeðjunnar Mosaic Fashions, sem var í eigu íslenskra athafnamanna. Það fyrirtæki var reyndar tekið af markaði í október í hittifyrra eftir tveggja ára dvöl í Kauphöllinni. Hlutabréf Atlantic Petroleum lifa hins vegar enn góðu lífi.Føroya Banki bættist í hópinn ári síðar og Eik Banki um mitt ár 2007, um sléttum tveimur árum eftir skráningu fyrsta færeyska félagsins. Fjórða félagið, Atlantic Airways, var síðan skráð um miðjan desember 2007. Það var jafnframt síðasta nýskráningin hér á landi ef frá er skilin skráning Skipta, móðurfélags Símans, í mars 2008.Sigurd Poulsen segir önnur færeysk fyrirtæki íhuga skráningu hér. Helst séu það fyrirtæki í fiskeldi og sjávarútvegi, meginatvinnuvegi Færeyinga. Þau hafi hins vegar ekki í hyggju að hreyfa sig mikið vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum nú um stundir en mjög líklegt sé að þau leiti fyrir sér með skráningu hér síðar.Þetta rímar nokkuð við væntingar Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar, sem hefur látið hafa eftir sér að svo kunni að fara að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki leiti aftur inn á hlutabréfamarkað á næstu misserum. Bæði megi reikna með að það gerist þegar stöðugleiki komi á markaðinn en ekki síst þar sem bankar og fjármálafyrirtækin skyggja ekki lengur á þau þar.Færeyingarnir stóðu tæptFæreysku fyrirtækin eru einu erlendu fyrirtækin sem hér eru skráð – í raun þau einu erlendu sem íslenskir fjárfestar hafa leyfi til að fjárfesta í eftir innleiðingu gjaldeyrishaftanna undir lok síðasta árs.Skráning færeysku fyrirtækjanna komst raunar í nokkurt uppnám þegar höftin tóku gildi en samkvæmt reglum Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti var einungis leyfilegt að kaupa hlutabréf fyrirtækja sem skráði þau í íslenskum krónum. Hlutabréf færeysku fyrirtækjanna hafa hins vegar ávallt verið skráð í dönskum krónum.Seðlabankinn veitti undanþágu frá gjaldeyrisreglunum nálægt miðjum desember og urðu færeysku félögin þar með eini gluggi fjárfesta hér út í hinn stóra heim – það er að segja þeirra, sem bjuggu við það svigrúm að eiga fyrir erlendar eignir.„Við erum mjög bjartsýn á að íslenskir fjárfestar hafi áhuga á fyrirtækjunum okkar,“ segir Sigurd Poulsen. Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
„Þótt erfiðleikar steðji að í íslensku efnahagslífi nú um stundir er ég sannfærður um að það muni rétta úr kútnum þegar fram í sækir. Við fengum okkar skerf af bankakreppu snemma á tíunda áratug síðustu aldar og unnum okkur í gegnum hana,“ segir Sigurd Poulsen, forstjóri Virðisbrævamarkaður Føroya (VMF) og Landsbanka Føroya. VMF er verðbréfamarkaður landsins en Landsbankinn eins konar seðlabanki þeirra Færeyinga. „Við lærðum mikið á þessu og í dag er hagkerfið okkar traust. Það sér lítið á því þrátt fyrir alþjóðlega efnahagskreppu,“ bætir hann við. Sigurd kemur hingað til lands ásamt um tuttugu manna liði í næstu viku og hefur blásið til fjárfestaþings á þriðjudagsmorgun þar sem færeysku fyrirtækin sem skráð eru á markað í NASDAQ OMX Iceland (sem í daglegu tali nefnist Kauphöllin) verða kynnt íslenskum fjárfestum. Ásamt honum koma hingað forsvarsmenn Atlantic Airways, Atlantic Petroleum, Eik Banka og Føroya Banka.Færeyingar á ferðalagiÞetta er þriðja fjárfestaþingið sem fyrirtækin sameinast um að halda utan landsteina Færeyja og í annað skiptið sem VMF fundur með fjárfestum hér. VMF hélt fjárfestaþing hér með færeysku félögunum hér í árslok 2007 og annað í Kaupmannahöfn í Danmörku um níu mánuðum síðar.Eins og gengur eru fyrirtækin misvön fjárfestakynningu á borð við þá sem haldin verður hér. Stjórnendur olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum eru þeirra reyndastir en Wilhem Petersen forstjóri hefur kynnt það fyrir fjárfestum bæði í Danmörku og í Bretlandi. Þá er Janus Petersen, forstjóri Føroya Banki, tiltölulega nýkominn frá Bretlandi.Fyrsta skráning var fyrir fjórum árumVMF er hlutafélag sem stofnað var fyrir níu árum með víðtæku samstarfi færeyskra hagsmunaaðila fyrir hönd útgefenda, fjárfesta, miðlara og hins opinbera í Færeyjum.Markmiðið hefur frá upphafi verið að efla færeysku fyrirtækin, svo sem með skráningu á hlutabréfamarkað. Þeir Sigurd og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar hér, skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að leita eftir því að skrá fyrirtæki hér árið 2003. Við það tækifæri sagði Sigurd að gera mætti ráð fyrir því að níu fyrirtæki myndu skrá hlutafé sitt hér á næstu árum, auk skuldabréfaflokka.Þær áætlanir gengu eftir tveimur árum síðar þegar hlutabréf olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum voru skráð á markað hér um mitt ár 2005. Rúmt ár leið þar til hlutabréf fyrirtækisins voru skráð í kauphöllina í Kaupmannahöfn.Skráningin markaði tímamót í sögu hlutabréfaviðskipta hér en bréfin voru þau fyrstu erlendu sem skráð voru hér á markað. Það næsta sem á eftir fylgdi voru bréf bresku tískuvörukeðjunnar Mosaic Fashions, sem var í eigu íslenskra athafnamanna. Það fyrirtæki var reyndar tekið af markaði í október í hittifyrra eftir tveggja ára dvöl í Kauphöllinni. Hlutabréf Atlantic Petroleum lifa hins vegar enn góðu lífi.Føroya Banki bættist í hópinn ári síðar og Eik Banki um mitt ár 2007, um sléttum tveimur árum eftir skráningu fyrsta færeyska félagsins. Fjórða félagið, Atlantic Airways, var síðan skráð um miðjan desember 2007. Það var jafnframt síðasta nýskráningin hér á landi ef frá er skilin skráning Skipta, móðurfélags Símans, í mars 2008.Sigurd Poulsen segir önnur færeysk fyrirtæki íhuga skráningu hér. Helst séu það fyrirtæki í fiskeldi og sjávarútvegi, meginatvinnuvegi Færeyinga. Þau hafi hins vegar ekki í hyggju að hreyfa sig mikið vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum nú um stundir en mjög líklegt sé að þau leiti fyrir sér með skráningu hér síðar.Þetta rímar nokkuð við væntingar Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar, sem hefur látið hafa eftir sér að svo kunni að fara að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki leiti aftur inn á hlutabréfamarkað á næstu misserum. Bæði megi reikna með að það gerist þegar stöðugleiki komi á markaðinn en ekki síst þar sem bankar og fjármálafyrirtækin skyggja ekki lengur á þau þar.Færeyingarnir stóðu tæptFæreysku fyrirtækin eru einu erlendu fyrirtækin sem hér eru skráð – í raun þau einu erlendu sem íslenskir fjárfestar hafa leyfi til að fjárfesta í eftir innleiðingu gjaldeyrishaftanna undir lok síðasta árs.Skráning færeysku fyrirtækjanna komst raunar í nokkurt uppnám þegar höftin tóku gildi en samkvæmt reglum Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti var einungis leyfilegt að kaupa hlutabréf fyrirtækja sem skráði þau í íslenskum krónum. Hlutabréf færeysku fyrirtækjanna hafa hins vegar ávallt verið skráð í dönskum krónum.Seðlabankinn veitti undanþágu frá gjaldeyrisreglunum nálægt miðjum desember og urðu færeysku félögin þar með eini gluggi fjárfesta hér út í hinn stóra heim – það er að segja þeirra, sem bjuggu við það svigrúm að eiga fyrir erlendar eignir.„Við erum mjög bjartsýn á að íslenskir fjárfestar hafi áhuga á fyrirtækjunum okkar,“ segir Sigurd Poulsen.
Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira