Fleiri fréttir

Exista vill lögbann á 13 milljarða millifærslu

Exista hefur lagt fram lögbannskröfu á millifærslu upp á 13 milljörðum króna úr Nýja Kaupþingi yfir í gamla Kaupþing. Lögbannsbeiðnin verður líklega tekin fyrir síðar í dag. Þetta sagði Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista á hluthafafundi félagsins sem nú stendur yfir. Breytingar eru fyrirhugaðar í stjórn félagsins en þó ekki fyrr en „árásum“ hinna gjaldþrota íslensku banka hefur verið hrundið, eins og Lýður orðaði það.

JPMorgan breytir slæmum lánum í tekjur

Bandaríski stórbankinn JPMorgan horfir nú fram á hagnað upp á 29 milljarða dollara eða 3.700 milljarða kr. þar sem bankinn hefur náð að breyta slæmum lánum í tekjur.

Getum lært af reynslu Finna

„Viðhaldið fjárfestingum í menntun á öllum skólastigum,“ segir í tillögum erlendra sérfræðinga á sviði mennta og vísinda sem kallaðir voru til eftir hrun fjármálakerfisins til að aðstoða við að móta menntastefnu til framtíðar. Kallað er eftir mannauðsstefnu í menntamálum, þar sem áherslur yrðu mótaðar eftir þjóðarhag. Þannig gæti verið þörf á auknadsarfsmenntun, í stað þess að öllum fjöldanum sé beint í háskólanám.

Segir endurreisn íslensku bankanna verða dýra

„Hann á að bjarga efnahag Íslands.“ Þetta segir í fyrirsögn á viðtali við sænska ráðgjafann Mats Josefsson frá Uppsölum í Svíþjóð sem hefur unnið að endurreisn bankakerfisins og fjármálalífsins hér á landi síðustu mánuði. Í viðtalinu kemur fram að Mats Josefsson hafi verið á leið í helgan stein þegar óskað var eftir aðstoð hans við að leysa efnahagsvandann hér á landi, sem sé einn sá alerfiðasti í öllum heiminum og það þó að kreppan hrjái líka önnur lönd.

Úthlutun til sumarstarfa

Nýsköpunarsjóður námsmanna hefur ákveðið að veita aukaúthlutun úr sjóðnum og er umsóknarfrestur til 3. júní. Úthlutað verður um miðjan mánuðinn og aðeins tekið við rafrænum umsóknum.

Gunnar Páll hættir sem stjórnarformaður

Stjórn VR hyggst skipta út fulltrúum sínum í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vill að Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur, taki við stjórnarformennsku af Gunnari Páli Pálssyni, fyrrum formanni VR. Mikil átök voru um æðstu stjórn VR sem endaði með því að Gunnar var felldur í formannskosningu í mars. Gunnar hefur áfram verið stjórnarformaður sjóðsins.

Fjárfestingarstefna lífeyrissjóðs verslunarmanna í lagi

Engin athugasemd er gerð við vinnubrögð Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) varðandi fjárfestingarstefnu, innri og ytri endurskoðun eða tryggingafræðilegt uppgjör hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá LV en reikningar sjóðsins eru endurskoðaðir af endurskoðunarfyrirtækinu Pricewaterhouse Coopers.

Ríkið að eignast 66% í Teymi

Gangi frumvarp um nauðasamning Teymis hf. eftir mun ríkið eignast 66% hlut í félaginu í gegnum þrjá banka. Landsbankinn (NBI) mun eignast 57,2%, Straumur 7,8% og Íslandsbanki 2,1%.

Slitastjórn skipuð fyrir Kaupþing

Að beiðni skilanefndar Kaupþings hefur héraðsdómur Reykjavíkur skipað slitastjórn fyrir Kaupþing banka í samræmi við nýlegar breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki.

Íslandbanki stendur í núlli á Icelandair-hlutnum

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group sveif upp um 8,43 prósent í Kauphöllinni í dag dag. Útlit var fyrir að Íslandbanki, sem tók yfir 42 prósenta hlut í flugrekstrarfélaginu í síðustu viku á genginu 4,5 myndi tapa 150 milljónum króna á veðkallinu. Bankinn kemur nú út á núlli.

Vill launaþak á stjórnendur Lífeyrissjóðs verslunarmanna

Ragnar Þór Ingólfsson stjórnarmaður í VR mun leggja til við ársfund Lífeyrissjóðs Verslunarmanna sem haldinn er í kvöld að sett verði launaþak á æðstu stjórendur sjóðsins. Þá mun einnig koma fram tillaga um breytingar á stjórn sjóðsins.

Atlantic Petroleum sett á athugunarlista

Hlutabréf gefin út af Atlantic Petroleum hafa verið færð á Athugunarlista með vísan til upplýsinga í tilkynningu með uppgjöri félagsins sem birt var dags. 22. maí 2009, um endurfjármögnun félagsins.

Íslandsbanki tapar 150 milljónum á Icelandair

Gengistap Íslandsbanka á yfirtökunni á 42% hlutafjár í Icelandair Group er orðið 150 milljónir kr. frá því að bankinn tók hlutaféið yfir með veðkalli í síðustu viku.

Ríkissjóður þarf að greiða 71 milljarð þann 12. júní

Skammt er nú stórra högga á milli hjá ríkissjóði. Þann 12. júní næstkomandi er lokagjalddagi ríkisbréfaflokksins RIKB 09 0612. Flokkurinn er tæpir 71 milljarða kr. að stærð auk verðbréfalána til aðalmiðlara og að mestu leyti í eigu útlendinga samkvæmt markaðsupplýsingum Seðlabanka frá marslokum.

Al Thani fjölskyldan áður í vafasömum viðskiptum

Al Thani fjölskyldan hefur áður verið rannsökuð fyrir vafasöm viðskipti. Fjölskyldan kom við sögu í einu mesta spillingarmáli Bretlands en málið tengist rannsókn á vopnaframleiðandanum BAE.

Mesti samdráttur hjá OECD ríkjum í nær 50 ár

Verg landsframleiðsla hjá OECD ríkjum dróst að jafnaði saman um rúm tvö prósent á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Svo mikill hefur samdrátturinn ekki verið síðan Efnahags- og framfarastofnunin hóf skráningu 1960.

Ríkissjóður sparar 700 milljónir í vaxtagreiðslur

Ef tekið er mið af ávöxtunarkröfu í útboði Seðlabankans á ríkisbréfum fyrir helgina má segja að ríkissjóður þurfi að greiða nær 700 milljónir kr. minna í árlegar vaxtagreiðslur næstu árin af skuldabréfunum sem seld voru á föstudag en raunin hefði orðið ef krafan hefði verið óbreytt frá aprílmánuði.

Hökt í að útflutningstekjur skili sér til landsins

Gengi krónunnar hefur lækkað þrátt fyrir hert gjaldeyrishöft, afgang á vöruskiptajöfnuði og kaup Seðlabankans á krónum fyrir erlendan gjaldeyri. Ástæður lækkunarinnar endurspegla útflæði gjaldeyris vegna vaxtagreiðsla til erlendra aðila, hökt í að útflutningstekjur skili sér til landsins að fullu og breytingu í greiðslufrestum innlendra aðila gagnvart erlendum.

Eigendur Iceland Express óttast skekkta samkeppnisstöðu

Iceland Express mun standa af sér óveðurstorminn í efnahagslífinu, en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa miklar áhyggjur af því ef ríkið hyggst afskrifa skuldir samkeppnisaðilans. Þetta segir Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.

Rússar vilja fjárfesta í Facebook

Rússneska netfyrirtækið Digtal Sky Technologies hefur boðist til þess að fjárfesta sem nemur 200 milljónum dollara, eða rúma 25 milljarða kr. í vefsíðunni Facebook. Ef af fjárfestingunni verður er verðmatið á Facebook komið í 10 milljarða dollara eða um 1.270 milljarða kr.

Greiðslustöðvun SPM framlengd til 30. júní

Í dag var greiðslustöðvun Sparisjóðs Mýrarsýslu (SPM) framlengd til 30. júní. Tilgangur greiðslustöðvunarinnar er undirbúa nauðasamninga við lánadrottna á grundvelli samkomulags við helstu lánadrottna sjóðsins, að því er segir í tilkynningu.

Landsbankinn leysir til sín hlut Finns í Icelandair Group

Skilanefnd Landsbankans hefur leyst til sín tæplega 24% hlut Langflugs hf. í Icelandair Group. Skilanefndin leysir til sín hlutinn á genginu 4,5, sem er sama gengi og Íslandsbanki notaði er bankinn leysti til sín 42% hlut í Icelandair.

Stýrivaxtalækkun háð aðgerðum í ríkisfjármálum

Í fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans, sem birt var í síðustu viku, er að finna setningu sem greining Kaupþings telur afgerandi við næstu stýrivaxtaákvörðun. Setningin hljóðar svo: „Lækkun stýrivaxta getur þó aðeins komið til hafi trúverðug áætlun um aðgerðir stjórnvalda varðandi fjármálastefnuna litið dagsins ljós.“

Playboy til sölu, Virgin hugsanlegur kaupandi

Fregnir berast nú af því að hinn 83 ára gamli gleðigosi Hugh Hefner ætli að selja Playboy-veldi sitt. Virgin er nefnt sem hugsanlegur kaupandi. Söluverðið er um 200 milljónir punda eða rúmlega 40 milljarðar kr.

Greiðslur vegna Kaupþings Edge í uppnámi

Greiðslur til þýskra innstæðueigenda á Edge reikningum Kaupþings eru í uppnámi. Breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki gera það að verkum að ekki er hægt að standa við gerða samninga.

Þrjátíu skattsvikamál til skattrannsóknarstjóra

Ríkisskattstjóri mun á næstu dögum senda um þrjátíu mál til skattrannsóknarstjóra vegna notkunar á erlendum kreditkortum hér á landi. Grunur leikur á að um refsiverð brot sé að ræða en áberandi menn í viðskiptalífinu eru meðal þeirra sem notuðu kreditkortin.

Leitað í sumarhúsi Ólafs Ólafssonar

Húsleit var gerð í sumarhúsi Ólafs Ólafssonar í Miðhrauni á Snæfellsnesi í tengslum við rannsókn á kaupum Al Thani á hlut í Kaupþingi. Þá var einnig gerð húsleit á heimili Ólafs og tveimur fyrirtækjum í hans eigu.

Mikil leynd yfir rannsókninni á Al Thani kaupunum

Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari um bankahrunið segir að rannsókn á kaupum sjeiksins Al Thani á 5% hlut í Kaupþingi hafi ekki hafist með húsleitum á föstudaginn. Rannsóknin hafi staðið lengi yfir og slóð peninga sé ekki svo auðveldlega afmáð. Hann vill lítið gefa upp um næstu skref sem hann segir geta skaðað rannsóknina. Hann segir þó að á næstu dögum verði ákveðið hvort gögnum verði skilað aftur eða þau haldlögð í lengri tíma.

Segja rangfærslur í frétt Telegraph

Í breska blaðinu Telegraph í morgun er fullyrt að 10 eignarhaldsfélög standi á bak við 80% af lánasafni sjóðsins. Sannleikurinn er sá að 10 stærstu viðskiptavinir Byrs eru með um 10% af heildarútlánum sjóðsins skv. endurskoðuðu ársuppgjöri vegna ársins 2008.

Búist við að fleiri fái stöðu grunaðra

Úttekt á kaupum Al Thani á 5% hlut í Kaupþingi er að finna í skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins Price Waterhouse Coopers um starfsemi bankans. Fjármálaeftirlitið hafði málið á sínu borði í tæpt hálft ár. Búist er við að fleiri heldur en færri muni fá stöðu grunaðra í rannsókn sérstaks saksóknara á kaupunum.

Segir viðvaninga hafa stjórnað seðlabankanum

Tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans mun kosta hvert mannsbarn á Íslandi á aðra milljón. Glæfraleikur fyrrverandi bankastjórnar Seðlabankans mun því verða stærsti einstaki skellurinn sem lendir á íslenskum skattgreiðendum, líklega tvöfalt stærri en Icesave segir höfundur bókarinnar Sofandi að feigðarósi.

Tæplega þúsund færri kaupsamningar á þessu ári

Alls var 43 kaupsamningum vegna fasteignakaupa þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Á sama tíma í fyrra voru þeir 49 talsins. Heildarvelta nam rétt rúmum 1.200 milljónum króna og lækkar um tæpan milljarð milli ára.

Karen Millen í grimmilegum bardaga um Byr

Tískuvöruframleiðandinn Karen Millen, hefur blandað sér í grimmilegan bardaga um stjórnvölin í einum stærsta banka Íslands.Leynd hefur hingað til hvílt yfir eignarhlut hennar í bankanum en hún styður þann hóp sem vill að leynd hvíli yfir lánabókum bankans. Það er breska blaðið The Telegraph sem gerir þetta að umtalsefni í dag.

Ekki búið að yfirheyra Ólaf Ólafsson

Húsleit fór fram á heimilum fyrrverandi stjórnenda Kaupþings og í bankanum á vegum sérstaks sakskóknara í tengslum við rannsókn á kaupum eignarhaldsfélags sjeiksins Al Thani á 5% hlut í Kaupþingi. Ólafur Ólafsson, sem var um tíma annar stærsti eigandi Kaupþings og hafði milligöngu um viðskiptin, hefur ekki verið yfirheyrður.

Kaupþing á Mön tekið til gjaldþrotaskipta

Útibú Singer & Friedlander, banka Kaupþings á eyjunni Mön, verðu tekið til gjaldþrotaskipta eftir að innistæðueigendur höfnuðu samningi um endurgreiðslur á innistæðum sínum í kosningum í gær.

Sjá næstu 50 fréttir