Viðskipti innlent

Breyta á lögum um sparisjóði

Lögum um sparisjóði verður breytt, meðal annars til að koma í veg fyrir að menn geti vaðið í varasjóði sparisjóðanna, sem hefur leikið þá grátt á undanförnum misserum, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.

Ríkisstjórnin kynnti á fundi sínum í gær að fyrsti liður í flutningi verkefna milli ráðuneyta yrði að veruleika strax fyrsta september þegar meðal annars efnahagsstjórn flyst í nýtt efnahags- og viðskiptaráðuneyti og um leið forræði yfir Hagstofu og Seðlabanka.

Þá er komið fram frumvarp um að afnema kröfu um ábyrgðarmenn hjá LÍN og í þriðja lagi á að breyta lögum um sparisjóði sem miðar að því að þeir hverfi aftur til upprunalegra gilda sparisjóðanna, verði einkum stofnfjársjóðir og einbeiti sér að starfsemi í heimabyggð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×