Viðskipti innlent

Stofnfjáreigendur sparisjóða stofna samtök

Stefnt er að stofnun samtaka stofnfjáreigenda í íslenskum sparisjóðum í kvöld á fundi sem haldinn verður á Grand hóteli.

Fundurinn ber yfirskriftina "Endurreisn íslenskra sparisjóða" og er haldinn að undirlagi grasrótar í Byr sparisjóði að því er segir í tilkynningu.

Allir þeir sem hafa áhuga á íslenskum sparisjóðum og heilbrigðum viðskiptaháttum velkomnir. Stofnfjáreigendur í íslenskum sparisjóðum eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Halldór Jónsson, Sveinn Margeirsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir munu ávarpa fundinn. Að því loknu verða opnar umræður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×