Viðskipti innlent

Gjaldþrot í apríl jukust um 63% milli ára

Í apríl 2009 voru 85 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 52 fyrirtæki í apríl 2008, sem jafngildir rúmlega 63% aukningu á milli ára.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagfstofunnar. Þar segir að eftir atvinnugreinum voru flest gjaldþrot eða 27 í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og 18 í heild- og smásöluverslun.

Fyrstu fjóra mánuði ársins 2009 er fjöldi gjaldþrota 346 en fyrstu fjóra mánuði ársins 2008 voru 227 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta sem jafngildir rúmlega 52% aukningu milli ára










Fleiri fréttir

Sjá meira


×