Viðskipti innlent

Afturhvarf til eldri gilda

Viðskiptaráðherra segir sparisjóðina munu gegna veigamiklu hlutverki í íslenska fjármálakerfinu.
Fréttablaðið/STefán
Viðskiptaráðherra segir sparisjóðina munu gegna veigamiklu hlutverki í íslenska fjármálakerfinu. Fréttablaðið/STefán

„Hugmyndin er að nokkru leyti að hverfa aftur til hinna upprunalegu gilda sparisjóðanna. Að þeir verði stofnanir sem eru nátengdar sinni heimabyggð,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra um nýtt frumvarp um sparisjóði.

Sparisjóði á, samkvæmt frumvarpinu, að starfrækja sem stofnfjársparisjóði, þótt þeim sem þegar hefur verið breytt í hlutafélög fái áfram að starfa undir heiti sparisjóðs. Sjóðirnir mega hafa samstarf um flesta þætti sem geta lækkað kostnað, en verða að keppa um vexti og verðskrá. - ss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×