Viðskipti innlent

Bakkavör undir eina krónu

Ágúst og Lýður Guðmundssynir í Bakkavör.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir í Bakkavör. MYND/GVA

Gengi hlutabréfa í Bakkavör fór niður undir eina krónu á hlut í gær og hefur það aldrei verið lægra. Fyrir réttu ári var gengi bréfanna tæpar fjörutíu og tvær krónur, en hæst fór það í rúmar 72 krónur í júlí árið 2007. Það hefur því lækkað um sjötíu og eina krónu síðan þá. Stjórn félagsins á nú í viðræðum við lánardrottna vegna skuldabréfa sem lentu í vanskilum nýverið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×