Viðskipti innlent

Tvö skipa Eimskips til sölu í Noregi

Hér er annað tveggja skipa sem Eimskip reynir að selja. Það var tekið í notkun í árið 2006. Markaðurinn/ÓKÁ
Hér er annað tveggja skipa sem Eimskip reynir að selja. Það var tekið í notkun í árið 2006. Markaðurinn/ÓKÁ

„Þau eru búin að vera í söluferli frá því um mitt síðasta ár ásamt þeim eignum sem við ætluðum að selja,“ segir Ólafur Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips.

Tvö norsk frystiskip, Stórfoss og Dalfoss, í eigu Eimskipafélagsins hafa verið í höfn í Norður-Noregi síðan um mitt síðasta ár. Skipin taki þó við stöku tilfallandi verkefnum.

„Það hefur verið unnið að sölu skipanna með skipasölumönnum í Evrópu. Margir hafa sýnt áhuga en enginn sent inn formlegt tilboð,“ segir Ólafur. Ekki eru fleiri skip til sölu hjá Eimskip að hans sögn.

Eimskip hefur engum skipum lagt eins og staðan er í dag. Gífurlegur samdráttur hefur verið í flutningastarfsemi í heiminum að sögn Ólafs. Mörg félög hafi lagt skipum en Eimskip hafi kosið að gera það ekki. „Við höfum ekki lagt neinum skipum, en ef það eru ekki verkefni fyrir þau þá sigla þau ekki,“ segir Ólafur.

Stjórn Eimskipafélags Íslands hefur ákveðið að fresta aðalfundi félagsins frá júníbyrjun til loka júní. Ástæðan er sögð vinna við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. - vsp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×