Viðskipti innlent

Geta stutt óbeint við

Baldur Pétursson
Baldur Pétursson

Rætur fjármálakreppunnar má að stórum hluta rekja til mistaka fjármálafyrirtækja við áhættustjórnun, að sögn Baldurs Péturssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD). Árangur EBRD í áhættustjórnun segir hann ástæðu þess að bankinn hafi ekki komið mjög illa út úr niðursveiflunni.

EBRD var stofnaður af Evrópuríkjum til að stuðla að fjárfestingu og uppbyggingu í löndum Eystrasaltsins, Austur-Evrópu og Asíu. „Við getum því ekki beitt okkur fyrir fjárfestingu heima á Íslandi, nema þá óbeint með því að styðja við bakið á fyrirtækjum sem eru með starfsemi þarna fyrir austan,“ segir Baldur.

Baldur heldur erindi á fundi Útflutningsráðs, viðskiptaráðuneytisins og EBRD á Grand hóteli Reykjavík í fyrramálið, en þar verður fjallað um fjárfestingar á starfssvæði EBRD.

„Allt alþjóðasamstarf, sérstaklega á fjármálasviðinu, skiptir mun meira máli en áður,“ segir Baldur og vísar til efnahagsbata í augsýn í Austur-Evrópu. Löndum og fyrirtækjum hafi markvisst verið hjálpað í gegnum kreppuna til að uppbygging gæti hafist sem fyrst. - óká


Tengdar fréttir

Grípum ekki til skammgóðs vermis

Í byrjun vikunnar voru lagðar fram til kynningar ráðherrum ríkisstjórnarinnar og stjórnendum háskóla landsins tillögur erlendra sérfræðinga í menntamálum um gagngera endurskipulagningu og áherslubreytingar í menntakerfinu. Vinna sérfræðinganna er hluti af endurmati sem sett var í gang eftir hrun efnahagslífsins og fall fjármálakerfisins snemma vetrar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×