Viðskipti innlent

Íhuga að stofna nýtt félag um Sjóvá

Skilanefnd Glitnis íhugar að stofna nýtt félag utan um tryggingarstarfsemi Sjóvár. Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis sagði í samtali við fréttastofu ekki ákveðið hvort að félagið yrði í eigu bankans til að byrja með eða hvort það yrði selt strax. Engin formlega ákvörðun hefur verið tekin og enn er verið að ræða aðra möguleika.

Fréttavefurinn DV.is fullyrðir að nýtt félag taki við starfsemi tryggingafélagsins Sjóvá á næstunni og að Þór Sigfússon hætti þá sem forstjóri fyrirtækisins. Árni segir enga ákvörðun hafa verið tekna um framtíð Þórs. Hann vonast til að málið skýrist fyrir vikulokin enda hafi það tekið talsvert langan tíma.

Tryggingarfélag í Færeyjum hefur sýnt áhuga á því að kaupa íslenskt tryggingarfélag en Árni segir að þeir hafi ekki átt í viðræðum við þá vegna kaupa á Sjóvá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×