Viðskipti innlent

Nýrrar sýnar er þörf

Ný framtíðarsýn er rit um stjórnun fyrirtækja og leiðir sem kunna að vera færar út úr efnahagskreppunni.
Ný framtíðarsýn er rit um stjórnun fyrirtækja og leiðir sem kunna að vera færar út úr efnahagskreppunni.

„Gífurlega mikilvægt er að vinna rétt úr þeirri stöðu sem við erum í. Verði ekki bættir stjórnarhættir fyrirtækja og farið í að nálgast betur Evrópusambandið og opna þjóðfélagið þá eru horfur fram undan mjög slæmar,“ segir Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri fjármála- og þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík. „Ef hins vegar rétt er á haldið þá eigum við mjög góða framtíð fyrir okkur,“ bætir hann við.

Út er komin eftir Þorkel bókin „Ný framtíðarsýn“ þar sem meðal annars er fjallað um stjórnun fyrirtækja og hlutverk stjórna og stjórnenda. „Þetta lagði ég upp með, en þegar efnahagshrunið varð tengdi ég það dálítið við efnið og bendi á að ein af ástæðum þess hvernig fór er vanræksla stjórna og stjórnarmanna í fyrirtækjum. Síðan reyni ég að benda á þessa nýju framtíðarsýn um hvernig við ætlum að komast út úr þessu ástandi.“

Meðal spurninga sem Þorkell veltir upp er hvort fall bankakerfisins kunni að skrifast á veika stjórnmálaforystu. „Getur verið að vinskapur og það að vera í réttu viðskiptablokkinni hafi ráðið meiru um ráðningu forstjóra og fjármögnun fyrirtækis en hæfileikar og hlutlaust mat á rekstrinum og viðkomandi einstaklingi? Þetta kemur stundum upp í hugann þegar litið er til þess hverjum var falin sú ábyrgð að eiga og reka íslensku bankana og lykilfyrirtæki landsmanna við einkavæðingu þeirra,“ segir í bókinni.

Einkavæddir bankar hai orðið afl sem braut upp áratugagamlar valdablokkir. „Þess í stað komu nýjar og yfirleitt skuldsettar og illa reknar blokkir sem lifðu aðeins í stuttan tíma, eða frá árinu 2003 fram til október 2008 þegar bankarnir hrundu.“ - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×