Viðskipti innlent

Landsvaki opnar nýjan verðbréfasjóð

 

Landsvaki hf., rekstrarfélag verðbréf- og fjárfestingarsjóða Landsbankans, hefur nú opnað fyrir viðskipti með nýjan verðbréfasjóð sem kallast Reiðubréf - ríkistryggð.

Í tilkynningu segir að sjóðurinn sé starfræktur í samræmi við lög um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Sjóðurinn, sem ætlaður er einstaklingum sem og fagfjárfestum, hentar þeim fjárfestum sem vilja dreift safn stuttra ríkistryggðra verðbréfa.

Markmið með útgáfu Reiðubréfa - ríkistryggðra er að ná ávöxtun sem endurspeglar ávöxtun skammtíma ríkistryggðra verðbréfa með því að fjárfesta í dreifðu eignasafni ríkistryggðra verðbréfa (spariskírteinum, ríkisbréfum, ríkisvíxlum og öðrum verðbréfum með ábyrgð íslenska ríkisins) og í innlánum hjá fjármálafyrirtækjum sem lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins.

Samkvæmt fjárfestingarstefnu skulu verðbréf og aðrar kröfur með ábyrgð íslenska ríkisins nema 90-100% af heildareignum sjóðsins en innlán á bilinu 0-10%. Meðallíftími þeirra skuldabréfa sem sjóðurinn fjárfestir í skal vera á bilinu 0-1 ár en einstök verðbréf sjóðsins geta að hámarki haft fimm ára líftíma.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×