Fleiri fréttir

Engin bónus til Goldman Sachs toppanna í ár

Lloyd Blankfein aðalforstjóri Goldman Sachs og sex aðrir af æðstu stjórnendum bankans munu ekki fá greidda neina bónusa í ár. Þetta ákváðu stjórarnir sjálfir að höfðu samráði við bónusnefnd bankans.

Stærsti banki Kína tapar 10 milljörðum á íslensku bönkunum

Dótturbanki Industrial & Commercial Bank of China (ICBC) í Hong Kong tilkynnti fyrir helgi að hann hefði tapað 600 milljónum HKdollara eða 10 milljörðum kr. á skuldabréfaeign sinni í íslensku bönkunum þremur. ICBC er stærsti banki Kína.

Seðlabankinn útskýrir nánar um greiðslur milli landa

Af gefnu tilefni vill Seðlabanki Íslands útskýra hvernig greiðslur milli landa eiga sér stað í þeim tilvikum þegar þær fara um Seðlabanka Íslands. Hér er tekið dæmi af greiðslum frá Bretlandi til Íslands en útskýringin á við um hvaða mynt sem er og jafnt um greiðslur til og frá Íslandi.

Wing Hang bankinn afskrifar skuldabréf í íslensku bönkunum

Hrun íslenska bankakerfisins kemur við kaun manna um allan heim. Wing Hang bankinn í Hong Kong segir að hann þurfi að afskrifa skuldabréf í tveimur íslenskum bönkum og er upphæðin samtals rúmlega 377 milljón HKdollara eða nær 6 milljarða kr..

Atorka rýkur upp í agnarsmáum viðskiptum

Gengi hlutabréfa í Atorku Group hækkaði um 7,69 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins þótt ein viðskipti upp á 56 krónur standi á bak við þau.

Töpuðu öllu á hruni Carnegie bankans

Það eru fleiri en Milestone sem fóru illa út úr hruni Carnegie bankans í Svíþjóð. Þannig hafa starfsmenn líftryggingarfélagsins Max Mathiessen tapað öllu sínu á hruninu.

Kreppa er skollin á í Japan

Kreppa er nú skollin á í Japan, næststærsta hagkerfi heimsins. Hagvöxtur í landinu hefur verið neikvæður tvo ársfjórðunga í röð. Landsframleiðslan drógt saman á þriðja ársfjóðung um 0,4% en spár höfðu gert ráð fyrir 0,1% vexti.

Lítils háttar hækkun í Asíu í morgun

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu lítillega í verði í morgun, þó ekki bréf fyrirtækja í orkugeiranum en þá lækkun má rekja til áframhaldandi lækkunar olíuverðs.

Þjóðarleiðtogar segjast ætla að vinna saman að lausn

Þjóðarleiðtogar samþykktu á fundi í Washington í gær að vinna saman að lausn alheims fjármálakreppunar. Í lokayfirlýsingu segir að nauðsynlegar endurbætur verði gerðar á fjármálakerfi heimsins. Breytingar verði gerðar á lykilstofnunum á borð við Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og samkomulag verði klárað fyrir lok ársins sem muni liðka fyrir Dóha viðræðulotunni um fríverslunarsamning.

Hart deilt á stjórnvöld fyrir sinnuleysi

Stjórnarformaður Auðar Capital, Halla Tómasdóttir, segist hafa misst alla trú á leiðtogum landsins í gær. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins fengu snarpa ádrepu í þættinum Markaðurinn með Birni Inga á Stöð í morgun. Halla, sem situr í bankaráði Seðlabankans sagðist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum í gær þegar komið hafi í ljós að ekki stæði til að grípa til róttækra aðgerða á borð við að sækja um inngöngu í Evrópusambandið.

Belgar brjálaðir út í Kaupþing

Um 500 manns komu saman við íslenska sendiráðið í Brussel í dag og kröfðust þess að fá aðgang að innlánsreikningum Kaupthing Edge. Hróp og köll voru gerð að bankanum og íslensku þjóðinni. Þá var stórri ávísum komið fyrir á útihurð sendiráðsins en tékkinn var upp á 230 milljón evrur sem mótmælendur segja að sé sú upphæð sem Belgar hafi lagt inn á reikning hjá Kaupþingi.

Seychelles-eyjar fá IMF lán

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur samþykkt að veita Seychelles-eyjum milljónalán til að taka á efnahagsvanda sínum. Enn bólar ekkert á ákvörðun um lán til Íslands. Greint var frá því í dag að sjóðurinn hefði ákveðið að lána Seychelles-eyjum á Indlandshafi tuttugu og sex milljóna dala lán vegna þeirra þrenginga sem þetta skuldum vafða eyríki væri í.

Pakistan fær aðstoð frá IMF

Pakistanar ætla að óska eftir sjö komma sex milljóna dala láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum svo koma megi á stöðugleika í efnahag landsins vegna greiðsluerfiðleika ríkisins og alþjóðakreppunnar.

G20 funda í Washington

Fundur leiðtoga tuttugu ríkja og fulltrúa helstu alþjóðastofnana um alheimskreppuna hófst í Washington í gærkvöldi með kvöldverði í Hvíta húsinu í boði George Bush, fráfarandi Bandaríkjaforseta.

Hættan á fjármagnsflótta er raunveruleg

Haldi ekki bankaleynd hér á landi eru verulegar líkur á því að fjárfestar flýi með peninga sína. Heimskreppan kemur einna harðast niður hér vegna falls bankanna og þúsundir á þúsundir ofan missa vinnuna á næstunni. Fjallað var um kreppuna og framtíð kauphallarviðskipta hér á ráðstefnu í gær.

Vangaveltur um kaup Icelandair á CSA-flugfélaginu

Reuters-fréttaveitan greinir frá því í dag að Icelandair hafi áhuga á því að kaupa tékkneska flugfélagið CSA sem á að selja á næstu mánuðum. Sem stendur er CSA í eigu tékkneska ríkisins.

RBS segir upp þrjú þúsund

Royal Bank of Scotland mun á næstu vikum segja upp 3000 starfsmönnum að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. Tæplega 28 þúsund manns vinna hjá bankanum í dag.

Skattyfirvöld felli niður tímabundið álag á staðgreiðsluskil

Fjármálaráðuneytið mun beina þeim tilmælum til skattstjóra og tollstjórans í Reykjavík að fellt verði tímabundið niður álag vegna þeirra skila á staðgreiðslu sem er á eindaga 17. nóvember og gildi sú niðurfelling í eina viku eða til 24. nóvember nk.

Formlega skollin á kreppa á evrusvæðinu

Kreppa er formlega hafin á evrusvæðinu eftir að nýjar hagtölur sýndu að 0,2 prósenta samdráttur varð í efnahagslífi evrulandanna 15 á þriðja ársfjórðungi.

Samkomulag um Edge í Þýskalandi í augsýn

Skilanefnd Kaupþings hefur síðustu vikur unnið að samkomulagi við þýsk stjórnvöld um greiðslu innstæðna til viðskiptavina Kaupthing EDGE í Þýskalandi.

Össur og Marel hækka í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Össur og Marel Food Systems er það eina sem hefur hækkað í Kauphöllinni frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í dag.

IMF viðurkennir að Icesave-deilan tefji afgreiðslu lánsins

Talsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins viðurkenndi í gærkvöldi að það væri Icesave-deilan sem tefði afgreiðsluna við aðstoð við Íslendinga. Hann sagði á blaðamannafundi að viðræður stæðu yfir um nokkur mál, þar á meðal um skyldur Íslands vegna erlendra innstæðna í bönkunum þremur sem ríkið tók yfir í haust.

Gamla Kaupþing afskráð

Skilanefnd Kaupþings banka hefur óskað eftir því við Kauphöll Íslands að viðskiptum verði hætt með hlutabréf félagsins.

Milestone semur við Nýja Glitni

Milestone á í viðræðum við Nýja Glitni um fjárhagslega endurskipulagningu Milestone, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins til Kauphallar í gær.

Breskir Edge-reikningar virkir í mánuð eftir lokun

Netreikningar Edge hjá Kaupþingi í Bretlandi voru virkir og í notkun í tæpan mánuð eftir að bresk stjórnvöld höfðu yfirtekið bankann og stöðvað viðskipti hans. Ernst & Young sem skipa skilanefnd Kauðpþings í Bretlandi kenna "tölvumistökum" um þetta.

Skilanefnd Glitnis fundaði með fulltrúum lánadrottna

Skilanefnd gamla Glitnis fundaði í dag með fulltrúum stærstu lánadrottna bankans. Í fréttatilkynningu sem send var út vegna fundarins segir að aðilum hafi borið saman um að fundurinn hefði verið upplýsandi og gagnlegur og umræður og tillögur uppbyggilegar.

Sjá næstu 50 fréttir