Viðskipti innlent

Utanmarkaðsgengi krónunnar nálgast gengi SÍ

Skráð gengi krónunnar hjá Seðlabanka Íslands, í uppboðum bankans, hefur verið að nálgast utanmarkaðsgengi hennar erlendis.

Bloomberg-fréttaveitan fjallar um málið í dag. Þar kemur fram að gengi krónunnar stefni í "eðlilegan" farveg nú sex vikum eftir að bankakerfi Íslands hrundi til grunna.

"Við erum ánægðir með að síðan að uppboð okkar hófust hefur utanmarkaðsgengið (offshore market, innskot blm.) styrkst dramtískt og nálgast gengi Seðlabankans," segir Freyr Hermannsson í samtali við Bloomberg en Freyr hefur séð um gjaldeyrisuppboðin hjá Seðlabankanum.

Gengi krónunnar utan markaðar í byrjun október var um 300 kr. fyrir evruna en er núna að nálgast 200 kr.

Eins og fram kemur á Bloomberg var evran komin í 178 krónur í gær en til samanburðar var gengið 160 krónur fyrir mánuði síðan. Utanmarkaðsgengið var hinsvegar 215 krónur í gær.

Henrik Gullberg gjaldmiðlasérfræðingur hjá Deutsch Bank segir að menn hafi að undanförnu séð að gengi krónunnar sé að leita í eðlilegan farveg en sé samt óeðlilega lágt.

Thomas Haugaard hagfræðingur hjá Handelsbankanum sænska í Kaupmannahöfn segir að markaðsgengið og utanmarkaðsgengið hafi verið að nálgast hvort annað undanfarið en hafi ekki náð saman. Hann getur þó þess að fyrir nokkrum dögum hafi utanmarkaðsgengið komist niður í 200 kr. fyrir evruna.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×