Viðskipti innlent

Sigurjón: Landsbankinn á meira en nóg til að standa undir Icesave

Landsbankinn á meira en nóg af eignum til að standa undir innstæðutryggingum vegna Icesave-reikninganna, segir Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. Að finna kaupendur, getur þó reynst þrautinni þyngri.

Íslenska ríkið þarf að öllum líkindum greiða allt að 640 milljarða vegna Icesave, til að ná fullum sáttum við Breta og Hollendinga. Sigurjón segir að eignir bankans aðeins í Bretlandi, Hollandi og í Lúxembourg í dag vera álíka mikið og öll innlán bankans á erlendum vettvangi.

Um er að ræða stórt lánasafn víða um heim. Aðspurður á hversu miklum afslætti verði að selja eignirnar í dag hvort til séu kaupendur á svona tímum segir Sigurjón að líklega sé ekki mikið hægt að selja í dag. Söluhæfustu eignirnar hafi verið rifnar út strax auk þess sem aðstæður í dag séu óvenju slæmar. Því sé óráðlegt að selja. Þetta gerist þá þannig segir Sigurjón að útvega þarf lánsfé og síðan er það greitt til baka með þessum eignum.

Sigurjón segir innlánatryggingakerfið í Evrópu, meingallað. Hugmyndafræðin með EES og ESB sé að um sé að ræða eitt land. „Hvers vegna ætti þá ekki að vera einn sjóður á bakvið það?," spyr Sigurjón.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×