Viðskipti innlent

Milestone semur við Nýja Glitni

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Karl Wernersson stjórnarformaður og Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, í höfðustöðvum félagsins í ágúst í fyrra.
Karl Wernersson stjórnarformaður og Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, í höfðustöðvum félagsins í ágúst í fyrra. Fréttablaðið/Valli
Milestone á í viðræðum við Nýja Glitni um fjárhagslega endurskipulagningu Milestone, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins til Kauphallar í gær. Bankinn er stærsti lánveitandi Milestone.

„Fall bankakerfisins á Íslandi svo og erfiðleikar á fjármálamörkuðum í heiminum hafa haft umtalsverð áhrif á efnahag Milestone eins og annarra fyrirtækja á Íslandi. Vegna veikingar krónunnar hafa skuldir félagsins aukist umtalsvert og verðlækkun eigna á Íslandi og um allan heim hafa leitt til lækkunar á virði eigna félagsins,“ segir í tilkynningunni.

„Tillögur Milestone miða að því að vernda verðmæti eigna félagsins þannig að hagmunir allra lánardrottna þess verði sem best tryggðir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×