Viðskipti innlent

Wing Hang bankinn afskrifar skuldabréf í íslensku bönkunum

Hrun íslenska bankakerfisins kemur við kaun manna um allan heim. Wing Hang bankinn í Hong Kong segir að hann þurfi að afskrifa skuldabréf í tveimur íslenskum bönkum og er upphæðin samtals rúmlega 377 milljón HKdollara eða nær 6 milljarða kr..

Hlutabréf í Wing Hang bankanum féllu um 4,5% í morgun sökum þessa en bankinn birti uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung eftir lokun markaða á föstudag. Í uppgjörinu kemur fram að tekið verði að fullu tillit til þess að bréfin séu lítils virði við núverandi aðstæður. Bloomberg-fréttaveitan greinir frá þessu.

Sem kunnugt er af fréttum á visir.is er talið að eigendur skuldabréfa í íslensku bönkunum telji sig fá frá 1,25% til 6,6% til baka af nafnverði þeirra þegar þrotabú bankanna verða gerð upp.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×