Viðskipti innlent

Ríkisstjórnin hæfilega vongóð um árangur af viðræðum við Frakka

Ríkisstjórnin er hæfilega vongóð um árangur af viðræðum Íslendinga og Frakka, sem forysturíkis Evrópusambandsins, sem standa yfir í Brussel, og miða að því að samkomulag í þágu allra málsaðila náist.

Þetta segir í tilkynningu, sem forsætisráðuneytið sendi frá sér í gærkvöldi um viðræðurnar, sem snúast að mestu um Icesave reikninga Landsbankans i nokkrum Evrópusambandsríkjum. Jafnframt segir að málið sé á viðkvæmu stigi og að engin tímafrestur sé á þessum viðræðum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×