Hættan á fjármagnsflótta er raunveruleg Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. nóvember 2008 03:30 Á árvissri haustráðstefnu Félags löggiltra endurskoðenda sem fram fór í Grand Hótel Reykjavík í gær rætt um hlutabréfamarkaðinn og kreppuna. Fréttablaðið/Pjetur Haldi ekki bankaleynd hér á landi eru verulegar líkur á því að fjárfestar flýi með peninga sína. Heimskreppan kemur einna harðast niður hér vegna falls bankanna og þúsundir á þúsundir ofan missa vinnuna á næstunni. Fjallað var um kreppuna og framtíð kauphallarviðskipta hér á ráðstefnu í gær. Haldi hér ekki bankaleynd segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, raunverulega hættu á að fjárfestar færi sig í erlenda banka. Ásgeir var meðal frummælenda á haustráðstefnu Félags löggiltra endurskoðenda (FLE) í gær. Ásgeir segir að hingað til hafi þjóðin grætt á fjórfrelsisákvæðum EES samningsins, sem kveða á um frjálst flæði vöru, þjónustu, fjármagns og fólks á milli landa. „Þróunin gæti allt eins snúist við og við misst fólk og fjármagn úr landinu," segir hann og telur að íslenskir fjárfestar kunni að draga þann lærdóm af nýliðnum atburðum að öruggast sé að geyma fé á bankareikningum erlendis. „Vera þá með öruggan gjaldmiðil, fjármálakerfi með öflugan bakhjarl og trygga bankaleynd," segir hann og telur áhyggjuefni hvernig upplýsingar hafi lekið úr þrotabúum bankanna. „Svo tala stjórnmálamenn eins og þeir geti stefnt bankastjórum fyrir þingnefnd til að svara spurningum um viðskiptavini," segir Ásgeir og telur að vakni efi um að bankaleynd haldi fari hér „peningar úr landi og fólk á eftir." Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir kreppuna sem hér gengur yfir af sama meiði og ótal aðrar sem riðið hafi yfir í heiminum. Sérstaða okkar sé þó að bankarnir hafi orðið fyrstir til að falla, sem auki á vandann og lengi millibilsástand þar til útflutningsgreinar taki að eflast vegna hagstæðara gengis. „Við getum því búist við að á næstu vikum og mánuðum verði hér stórfellt atvinnuleysi, meira en við höfum áður kynnst. Þúsundir á þúsundir ofan missa vinnuna, hér verða gjaldþrot og útlánatöp og nýju bankarnir ekki öfundsverðir í vor að þurfa að taka á því." Millibilsástand þetta segir Gylfi kunna að vara út næsta ár. „Því er svo mikilvægt að ríkisstjórnin, eftir að hafa með hjálp Alþjóðagjaldeyrissjóðsins komið krónunni á flot, leggi í að hjálpa sem flestum fyrirtækjum og fjölskyldum yfir þetta tímabil." Síðan þurfi að ákveða hvað gera eigi með Seðlabankann og hvort landið sé ekki betur komið í nánara samstarfi við erlend ríki. Ásgeir Jónsson segir óvíst að krónan falli jafnskarpt og óttast hefur verið þegar hún verður sett á flot á ný. Hann bendir á að krónubréf í gömlu bönkunum verði gerð upp sem hluti af þeirri þrotameðferð og komi því ekki inn á markaðinn. „Hins vegar gerði Seðlabankinn þau afdrifaríku mistök að hleypa þessum spákaupmönnum út úr bönkunum og inn í ríkistryggða reikninga, með því að gefa út ríkispappíra og innstæðubréf." Af þessum sökum megi í raun segja að Seðlabankinn sé „á hausnum", með neikvæða eiginfjárstöðu. „Við erum með um 400 milljarða í þessum bréfum og töluvert af útlendingum hér lokaðir inni," segir Ásgeir, en en bendir um leið á núna sé ekki hlaupið að því að finna kaupendur að þessum skuldabréfum, auk þess sem viðskiptin þurfi að fara í gegn um gjaldeyrismarkaðinn hér. Afföll af þessum sökum kunni að verða til þess að erlendu fjárfestarnir bíði fremur fram að gjalddaga bréfanna með að innleysa þau. „Ef þetta heldur, og þar skiptir aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins máli, gæti reynst auðveldara að fleyta krónunni og koma gjaldeyrismarkaði í lag." Virkan gjaldeyrismarkað segir Ásgeir hins vegar algjöra forsendu verðmyndunar á öðrum mörkuðum, hvort heldur um sé að ræða vexti, hlutabréf, fasteignir eða annað. olikr@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Haldi ekki bankaleynd hér á landi eru verulegar líkur á því að fjárfestar flýi með peninga sína. Heimskreppan kemur einna harðast niður hér vegna falls bankanna og þúsundir á þúsundir ofan missa vinnuna á næstunni. Fjallað var um kreppuna og framtíð kauphallarviðskipta hér á ráðstefnu í gær. Haldi hér ekki bankaleynd segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, raunverulega hættu á að fjárfestar færi sig í erlenda banka. Ásgeir var meðal frummælenda á haustráðstefnu Félags löggiltra endurskoðenda (FLE) í gær. Ásgeir segir að hingað til hafi þjóðin grætt á fjórfrelsisákvæðum EES samningsins, sem kveða á um frjálst flæði vöru, þjónustu, fjármagns og fólks á milli landa. „Þróunin gæti allt eins snúist við og við misst fólk og fjármagn úr landinu," segir hann og telur að íslenskir fjárfestar kunni að draga þann lærdóm af nýliðnum atburðum að öruggast sé að geyma fé á bankareikningum erlendis. „Vera þá með öruggan gjaldmiðil, fjármálakerfi með öflugan bakhjarl og trygga bankaleynd," segir hann og telur áhyggjuefni hvernig upplýsingar hafi lekið úr þrotabúum bankanna. „Svo tala stjórnmálamenn eins og þeir geti stefnt bankastjórum fyrir þingnefnd til að svara spurningum um viðskiptavini," segir Ásgeir og telur að vakni efi um að bankaleynd haldi fari hér „peningar úr landi og fólk á eftir." Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir kreppuna sem hér gengur yfir af sama meiði og ótal aðrar sem riðið hafi yfir í heiminum. Sérstaða okkar sé þó að bankarnir hafi orðið fyrstir til að falla, sem auki á vandann og lengi millibilsástand þar til útflutningsgreinar taki að eflast vegna hagstæðara gengis. „Við getum því búist við að á næstu vikum og mánuðum verði hér stórfellt atvinnuleysi, meira en við höfum áður kynnst. Þúsundir á þúsundir ofan missa vinnuna, hér verða gjaldþrot og útlánatöp og nýju bankarnir ekki öfundsverðir í vor að þurfa að taka á því." Millibilsástand þetta segir Gylfi kunna að vara út næsta ár. „Því er svo mikilvægt að ríkisstjórnin, eftir að hafa með hjálp Alþjóðagjaldeyrissjóðsins komið krónunni á flot, leggi í að hjálpa sem flestum fyrirtækjum og fjölskyldum yfir þetta tímabil." Síðan þurfi að ákveða hvað gera eigi með Seðlabankann og hvort landið sé ekki betur komið í nánara samstarfi við erlend ríki. Ásgeir Jónsson segir óvíst að krónan falli jafnskarpt og óttast hefur verið þegar hún verður sett á flot á ný. Hann bendir á að krónubréf í gömlu bönkunum verði gerð upp sem hluti af þeirri þrotameðferð og komi því ekki inn á markaðinn. „Hins vegar gerði Seðlabankinn þau afdrifaríku mistök að hleypa þessum spákaupmönnum út úr bönkunum og inn í ríkistryggða reikninga, með því að gefa út ríkispappíra og innstæðubréf." Af þessum sökum megi í raun segja að Seðlabankinn sé „á hausnum", með neikvæða eiginfjárstöðu. „Við erum með um 400 milljarða í þessum bréfum og töluvert af útlendingum hér lokaðir inni," segir Ásgeir, en en bendir um leið á núna sé ekki hlaupið að því að finna kaupendur að þessum skuldabréfum, auk þess sem viðskiptin þurfi að fara í gegn um gjaldeyrismarkaðinn hér. Afföll af þessum sökum kunni að verða til þess að erlendu fjárfestarnir bíði fremur fram að gjalddaga bréfanna með að innleysa þau. „Ef þetta heldur, og þar skiptir aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins máli, gæti reynst auðveldara að fleyta krónunni og koma gjaldeyrismarkaði í lag." Virkan gjaldeyrismarkað segir Ásgeir hins vegar algjöra forsendu verðmyndunar á öðrum mörkuðum, hvort heldur um sé að ræða vexti, hlutabréf, fasteignir eða annað. olikr@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira