Fleiri fréttir

Um 87,5% af kvótanum frá 1984 hefur skipt um eigendur

Könnun sem LÍÚ gerði í vor sýndi að 87,5% af upphaflega kvótanum sem úthlutað var árið 1984 hefur skipt um eigendur og verið keyptur á núverandi útgerðaraðilum. Þetta kemur fram á vefsíðu LÍÚ.

Fall Kaupþings truflar greiðslur fyrir úrvalsdeildarleikmenn

Singer & Friedlander (S&F) bankinn í London, dótturfélag Kaupþings, var umfangsmikill í viðskiptum með leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Eftir fall Kaupþings eru lán vegna margra leikmannakaupa í uppnámi enda stóð S&F að baki mörgum þeirra.

Þýskaland telst nú vera komið í kreppu

Ljóst er að Þýskaland telst nú vera í kreppu. Landsframleiðsla dróst saman í Þýskalandi á þriðja ársfjórðungi um meira en búist hafði verið við eða um 0,5% frá fyrri fjórðungi. Búist hafði verið við 0,2% samdrætti.

Kaupþing óskar eftir afskráningu

Skilanefnd Kaupþings banka hf. hefur óskað eftir því við kauphöllina á Íslandi að viðskiptum með hlutabréf félagsins á Nordic Market verði hætt, samanber lög um kauphallir.

Hvalfjarðarsveit tapaði 15 milljónum á Kaupþingi

Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar í fyrradag kom fram að sveitarfélagið tapaði 15 milljónum króna á því að hafa geymt fjármuni á Peningamarkaðssjóði Kaupþings þegar bankinn varð gjaldþrota.

Icelandair Group hækkar mest í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hækkaði um 0,9 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Þetta er sömuleiðis mesta hækkunin. Á eftir fylgdu Marel, sem fór upp um 0,5 prósent og Færeyjabanki, sem hækkaði um 0,36 prósent.

Mafían á Ítalíu elskar fjármálakreppuna

Fjármálakreppan kom eins og himnasending til mafíunnar á Ítalíu. Glæpaklíkan hefur nefnilega getað stóraukið lánastarfsemi sína eftir því sem fleiri bankar hafa lent í lausafjárvandræðum.

Viðræður enn í gangi milli Philip Green og Baugs

Samkvæmt frétt í The Times eru viðræður enn í gangi milli Philip Green og Baugs í Bretlandi um kaup á eignum/skuldum Baugs þar í landi. Talið er að Green hafi næst áhuga á að eignast Mosaic Fashions.

Baugur og Kaupþing selja hlut í French Connection

Unity Investments hefur selt tæplega 3% hlut sinn í verslunarkeðjunni French Connection í Bretlandi. Baugur á um þriðjungshlut í Unity og Kaupþing í Luxemborg var skráð fyrir um 3% hlut. Auk þeirra er Kevin Stanford stór hluthafi.

Segir Sterling vera orsökina fyrir rannsókninni á Stoðum

Viðskiptablaðið Börsen segir í dag að viðskipti með flugfélagið Sterling sé orsökin fyrir rannsókn skattrannsóknarstjóra á Stoðum. Í ítarlegri grein um málið ræðir blaðið m.a. við heimildarmann sem segist hafa komið rannsókninni af stað.

Enn lækkar í Asíu

Enn lækka hlutabréf á Asíumörkuðum og nú er ástæðan að sögn greiningaraðila almenn svartsýni og óvissa um að nokkuð sé að fara að rætast úr efnahagsástandinu í heiminum.

Bensínhækkanir dynja á þjóðinni

Olís hækkaði verð á bensíni og dísilolíu um fjórar krónur lítrann í gær, eftir að N1 hækkaði um sömu upphæð í fyrradag.

Óttast holskeflu fyrirtækja á vanskilaskrá

Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir vanda fyrirtækja hér aukast hratt eftir því sem dragist að leysa vandkvæði gjaldeyrismiðlunar. Fjármálaráðuneytið hefur til skoðunar aðgerðir vegna gjalddaga innskatts í mánuðinum.

Ikea-kona valin besti forstjóri Svíþjóðar

Hún er elskuð, virt og dáð af undirmönnum sínum og því hefur sænska tímaritið Chef ákveðið að kjósa Jeanette Söderberg forstjóra Ikea sem besta forstjóra Svíþjóðar á þessu ári.

Gengi Google ekki lægra í þrjú ár

Gengi hlutabréfa í bandaríska netleitarrisanum Google fór niður um 300 bandaríkjadala markið á þarlendum hlutabréfamarkaði í dag en það hefur ekki verið lægra síðan síðla árs 2005.

Talsvert verðfall á Wall Street

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum féllu verulega á hlutabréfamörkuðum í dag. Fjárfestar þykja afar svartsýnir um horfur í efnahagsmálum auk þess sem ákvörðun stjórnvalda að kaupa ekki verðbréf og aðra vafninga sem hafa brennt stórt gat í efnahagsreikning banka og fjármálafyrirtækja olli miklum vonbrigðum.

Marel Food Systems toppaði daginn

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hækkaði mest í Kauphöllinni í dag, eða um 5,09 prósent. Á eftir kom Össur, sem hækkaði um 3,81 prósent, og Icelandair Group, en gengi bréfa í félaginu fór upp um 0,75 prósent.

Hong Kong búar kaupa konunglega klæðskerann

Fyrirtækið Hardy Amies, sem er fyrrum opinber klæðskeri Elísabetar Bretadrottningar, hefur verið selt til fjárfestingarfélags í eigu Hong Kongbúa. Félagið, Li & Fung, keypti Hardy Amies fyrir ótilgreinda upphæð að því er segir í Timesonline.

Paulson hættir við að kaupa upp undirmálslán

Henry Paulson fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur gert umtalsverðar breytingar á 700 milljarða dollara björgunarpakka Bandaríkjastjórnar. Hætt er við áform um að kaup upp svokölluð undirmálslán á fasteignamarkaðinum. Í staðinn á að létta undir með öðrum lánum bandarískra neytenda.

Búið að leysa fiskkarakreppuna á Vestfjörðum

Flutningur á fiskikörum til Vestfjarða er aftur kominn í samt horf eftir að forsvarsmenn Umbúðamiðlunar, Samskipa, Eimskipa og fiskmarkaða sátu fund í gærkvöldi og ákváðu að reyna að vinna að lausn á þeim vanda sem skapaðist.

Báðar kauphallir Moskvu eru nú lokaðar

RTS-kauphöllin í Moskvu lokaði fyrir viðskipti eftir hádegið í dag í kjölfar þess að RTS-vísitalan lækkaði um 12,5%. Micex-kauphöllin lokaði í gær vegna hruns vísitölunnar og voru engin viðskipti þar í dag.

Kastrup-flugvöllur tapar milljarði kr. á Sterling

Kastrupflugvöllur mun tapa rúmlega milljarði kr., eða rúmlega 50 milljónum danskra kr. á gjaldþroti Sterling flugfélagsins. Sterling var næststærsti viðskiptavinur Kastrup áður en félagið varð gjaldþrota.

Sparisjóðabankinn fær frest til 10. desember

Seðlabanki Íslands hefur framlengt til 10. desember nk. áður gefinn frest til Sparisjóðabanka Íslands hf. til að leggja fram auknar tryggingar vegna óvarinna verðbréfa sem Sparisjóðabankinn hefur í veðlánunum hjá Seðlabankanum og útgefin voru af Glitni, Kaupþingi og Landsbanka.

Fjögur mál gegn Glitni þingfest í London

Nú hafa fjögur mál gegn Glitni verið þingfest fyrir rétti í London. Í gær bættust DZ Bank, Lloyds TSB Bank og Wachovia Bank í hóp þeirra 16 kröfuhafa sem ætla dómstólaleiðina til að fá eitthvað upp í skuldir Glitnis við þá.

Jón Ásgeir: Moss-hlutur á 40 prósenta yfirverði

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, staðfestir við Vísi að félagið hafi selt 28 prósenta hlut sinn í Moss Bros til Phillip Green. Hann segir að hluturinn hafi farið á 40 prósenta yfirverði.

Gjaldeyrisforði SÍ hverfur á næsta ári að öðru óbreyttu

Gjaldeyrisforði Seðlabankans ætti að duga til innflutnings vöru og þjónustu fram yfir fyrsta fjórðung næsta árs að öðru óbreyttu, jafnvel þótt lítið sem ekkert innflæði komi á móti frá útfluttum vörum og þjónustu.

Philip Green keypti hlutinn í Moss Bros

Sir Philip Green keypti 28% hlutinn í Moss Bros sem seldur var í morgun. Timesonline segir að hluturinn hafi verið í eigu Baugs Group en Bloomberg-fréttaveitan segir að hluturinn hafi verið í eigu Kaupþings.

Heimsmarkaðsverð á olíu fer hríðlækkandi

Heimsmarkaðsverð á olíu fer hríðlækkandi. Verð á Brent-olíu úr Norðursjó fór niður í 54 dollara á markaðinum í London í morgun og hefur ekki verið lægra síðan í ársbyrjun 2007.

Segir að 28% hlutur Kaupþings í Moss Bros hafi verið seldur

Hlutir í bresku verslunarkeðjunni Moss Bros hækkuðu um 40 prósent í morgun í kjölfar fregna um sölu á 28 prósenta hlut í keðjunni. Bloomberg-fréttaveitan segir að hluturinn sé jafnstór og nam eign Kaupþings í Moss Bros og gerir að því skóna að sá hlutur hafi verið seldur í morgun.

Gengisvísitalan komin í 236 stig, dollarinn kostar 140 kr.

Gengisvístalan er komin í 236 stig og kostar dollarinn því 140 krónur. Vísitalan hefur verið að fikra sig upp á við á síðustu dögum og vikum þrátt fyrir að daglegt útboð Seðlabankans á gjaldeyri eigi að halda henni í skefjum.

Ný stjórn kjörin hjá VBS

Á hluthafafundi VBS fjárfestingarbanka sem að haldin var í gær var kjörin ný stjórn og varastjórn félagsins. Þá var heimild fengin til að víkja frá ákvæðum í starfskjarastefnu og samþykkt að breyta samþykktum félagsins.

Marel semur við Nýja Glitni um viðskiptavakt

Marel hefur gert samning við Nýja Glitni um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum félagsins. Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins Í kauphöllinni.

Enn hækkar Össur

Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össur hækkaði um 5,82 prósent í Kauphöllinni í byrjun dags. Líkt og fram kom í Markaðnum í morgun eru hlutabréf Össurar þau einu sem hafa hækkað á árinu af þeim fyrirtækjum sem teljast til Úrvalsvísitölu-fyrirtækja.

Hagnaður Icelandair var 4,4 milljarðar kr.

Hagnaður Icelandair eftir skatta var 4,4 milljarðar kr. á þriðja ársfjórðung en var 2,1 milljarður kr. á sama tíma í fyrra. Heildarvelta félagsins var 41,5 milljarðar króna og jókst um 107% frá sama tíma í fyrra.

Lækkun í Asíu og víðar

Hlutabréf lækkuðu í verði í Asíu í morgun í kjölfar lækkana nánast um allan heim en bréf hrundu í verði í London, París, Frankfurt og Wall Street.

Sjá næstu 50 fréttir