Nýju bankarnir aðeins 20% af stærð forvera þeirra 17. nóvember 2008 11:27 Nýju bankarnir þrír eru aðeins 20% af stærð forvera sinna á heildina litið. Mestu munar á Kaupþingi en Nýja Kaupþing er aðeins 11% af stærð hins gamla. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar er greint frá því að Fjármálaeftirlitið (FME) birti á föstudaginn var stofnfjárreikninga hinna nýju ríkisbanka. NBI er stærstur bankanna með eignir upp á 1.300 milljarða kr. Þar á eftir kemur Glitnir með 886 milljarða kr eignir en Kaupþing er minnstur með eignir upp á 700 milljarða kr. Heildarskuldir NBI eru 1.100 milljarðar kr., Glitnis um 776 milljarða kr. og Kaupþings tæplega 625 milljarða kr. Rétt er að undirstrika að hér er um bráðabirgðareikninga að ræða, gerða af endurskoðendum og FME. Formlegt mat hefur ekki farið fram en slíkt mat verður gert af erlendum aðilum. Ályktanir dregnar af reikningunum verður að skoða í ljósi þess að þeir geta tekið mjög miklum breytingum. Eignir bankanna eru bókfærðar á kaupverði og er útlánasafn bankanna því í raun stærri en tölurnar segja. Mikill munur er á efnahagsreikningum ríkisbankanna þriggja og forvera þeirra. Heildareignir bankanna í lok annars ársfjórðungs 2008, sem var síðasta uppgjör fyrir hrunið, voru metnar á 14.437 milljarðar kr. og skuldir þeirra 13.601 milljarðar kr. Eignir nýju bankanna eru því tæplega 20% af eignum forvera þeirra. Kaupþing er einungis 11% af sinni fyrri stærð sé miðað við eignir en hann var stærstur bankanna fyrir hrunið. Nú er hann hins vegar minnstur. Hann var einnig stærstur í umsvifum erlendis en starfsemi hinna nýju banka er eingöngu innlend. Skuldir bankanna þriggja eru nú samanlagt 2.501 milljarðar kr. eða einungis 18% af skuldum forvera þeirra í lok annars ársfjórðungs í ár. Sem hlutfall af landsframleiðslu hafa skuldir bankanna farið úr því að vera ríflega 1046% af landsframleiðsla eða ríflega tíföld landsframleiðsla í að vera 192% af landsframleiðslu eða tæplega tvöföld. Eignir bankanna eru einnig að fara úr því að vera 1.111% af landsframleiðslu niður í 222% af landsframleiðslu. Eignirnar eru því að fara úr því að vera ríflega ellefuföld landsframleiðsla niður í að vera ríflega tvöföld landsframleiðsla. „Ljóst er af þessum tölum að bankakerfið er komið í eðlilegri stærð m.v. stærð hagkerfisins en áður var og meira í samræmi við það sem gengur og gerist í öðrum löndum," segir í Morgunkorninu. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Nýju bankarnir þrír eru aðeins 20% af stærð forvera sinna á heildina litið. Mestu munar á Kaupþingi en Nýja Kaupþing er aðeins 11% af stærð hins gamla. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar er greint frá því að Fjármálaeftirlitið (FME) birti á föstudaginn var stofnfjárreikninga hinna nýju ríkisbanka. NBI er stærstur bankanna með eignir upp á 1.300 milljarða kr. Þar á eftir kemur Glitnir með 886 milljarða kr eignir en Kaupþing er minnstur með eignir upp á 700 milljarða kr. Heildarskuldir NBI eru 1.100 milljarðar kr., Glitnis um 776 milljarða kr. og Kaupþings tæplega 625 milljarða kr. Rétt er að undirstrika að hér er um bráðabirgðareikninga að ræða, gerða af endurskoðendum og FME. Formlegt mat hefur ekki farið fram en slíkt mat verður gert af erlendum aðilum. Ályktanir dregnar af reikningunum verður að skoða í ljósi þess að þeir geta tekið mjög miklum breytingum. Eignir bankanna eru bókfærðar á kaupverði og er útlánasafn bankanna því í raun stærri en tölurnar segja. Mikill munur er á efnahagsreikningum ríkisbankanna þriggja og forvera þeirra. Heildareignir bankanna í lok annars ársfjórðungs 2008, sem var síðasta uppgjör fyrir hrunið, voru metnar á 14.437 milljarðar kr. og skuldir þeirra 13.601 milljarðar kr. Eignir nýju bankanna eru því tæplega 20% af eignum forvera þeirra. Kaupþing er einungis 11% af sinni fyrri stærð sé miðað við eignir en hann var stærstur bankanna fyrir hrunið. Nú er hann hins vegar minnstur. Hann var einnig stærstur í umsvifum erlendis en starfsemi hinna nýju banka er eingöngu innlend. Skuldir bankanna þriggja eru nú samanlagt 2.501 milljarðar kr. eða einungis 18% af skuldum forvera þeirra í lok annars ársfjórðungs í ár. Sem hlutfall af landsframleiðslu hafa skuldir bankanna farið úr því að vera ríflega 1046% af landsframleiðsla eða ríflega tíföld landsframleiðsla í að vera 192% af landsframleiðslu eða tæplega tvöföld. Eignir bankanna eru einnig að fara úr því að vera 1.111% af landsframleiðslu niður í 222% af landsframleiðslu. Eignirnar eru því að fara úr því að vera ríflega ellefuföld landsframleiðsla niður í að vera ríflega tvöföld landsframleiðsla. „Ljóst er af þessum tölum að bankakerfið er komið í eðlilegri stærð m.v. stærð hagkerfisins en áður var og meira í samræmi við það sem gengur og gerist í öðrum löndum," segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira