Viðskipti innlent

Skilanefnd Glitnis fundaði með fulltrúum lánadrottna

Skilanefnd gamla Glitnis fundaði í dag með fulltrúum stærstu lánadrottna bankans. Í fréttatilkynningu sem send var út vegna fundarins segir að aðilum hafi borið saman um að fundurinn hefði verið upplýsandi og gagnlegur og umræður og tillögur uppbyggilegar. Ennfremur hafi umræður leitt í ljós að hlutaðeigandi aðilar líti svo á að langtímahagsmunir þeirra fari saman. Skilanefndin segist ánægð með útkomu fundarins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×