Fleiri fréttir Um Gagnaveitu Reykjavíkur Ingólfur Bruun skrifar Þann 23. ágúst sl. var lögð fram ný eigendastefna á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Í lið 3.4 er fjallað um kjarnastarfsemi OR en hún felst í „rekstri vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu og fráveitu, sölu og framleiðslu á rafmagni og heitu og köldu vatni“. Einnig er tiltekið að OR geti „nýtt þekkingu þess í öðrum veiturekstri, s.s. rekstri gagnaveitu, enda þjóni hann markmiðum eigenda og þátttakan hljóti samþykki þeirra“. 20.10.2012 06:00 Flökkusagan endurtekin Valgarður Guðjónsson skrifar Sigurður Pálsson skrifar grein í Fréttablaðið 18. október þar sem hann sakar mig um rangfærslur, áróðursfrasa og að vaða reyk í Silfri Egils síðastliðinn sunnudag. Stór orð, en engin rök. 20.10.2012 06:00 Geðfatlaðir í Reykjavík þróa þjónustu borgarinnar Björk Vilhelmsdóttir skrifar Fréttablaðið á hrós skilið fyrir viðamikla umfjöllun um málefni geðsjúkra undanfarna viku. Umfjöllunin hefur tekið til þess sem vel er gert innan heilbrigðiskerfisins og ekki síður þess sem þarf að bæta. Og það er heilmargt. Í síðustu tveimur fréttaskýringum hefur umfjöllunin snúist um gagnrýni á þjónustu sveitarfélaga og á sú gagnrýni að einhverju leyti rétt á sér. En Reykjavíkurborg er velferðarborg og mig langar að koma á framfæri nokkrum jákvæðum fréttum af þróun velferðarþjónustu í Reykjavík. Þjónustan hefur tekið stakkaskiptum síðastliðin ár og mest hefur hún breyst þar sem sjónarmið notenda hafa ráðið mestu um þróunina. 20.10.2012 06:00 Er löglegt að skuldajafna barnabótum og hverjum tilheyra barnabæturnar? Linda Wiium skrifar Enn einn meinbugurinn á íslenska meðlagskerfinu á Íslandi er heimild stjórnvalda til að skuldajafna barnabótum meðlagsgreiðenda. Það er vel þess virði að skoða þetta aðeins nánar, sérstaklega í tilefni þess að stjórnvöld hafa nú nýverið gefið það út að barnabætur muni hækka verulega. Ákvæði um barnabætur er að finna í lögum um tekjuskatt nr. 90 frá árinu 2003, nánar tiltekið í 6. kafla laganna. Lagaheimildina fyrir skuldajöfnun barnabóta er að finna í 68. gr. A laganna en þar segir að nánari reglur um þetta skuli settar í reglugerð. 20.10.2012 06:00 Hvað þýðir NEI í þjóðaratkvæðagreiðslu Sigurgeir Kjartansson skrifar Yfirlætislaus grein í Vísi í dag varð mér tilefni hugrenninga sem hér fara á eftir. Þar kemur fram að Bjarni Benediktsson hafi sent tölvubréf til allra skráðra félagsmanna D-listans þar sem hann hvetur þá til að kjósa með neitun fyrirliggjandi drög að stjórnarskrá okkar sem kosið verður um nú um helgina. 19.10.2012 06:00 Athugasemdir við frumvarp stjórnlagaráðs Skúli Magnússon skrifar Formælendur frumvarps stjórnlagaráðs hafa haft á orði að gagnrýnendur hafi ekki bent á einstök efnisleg atriði sem betur megi fara. Það er vissulega rétt að opinberlega hefur gagnrýni mín einkum beinst að þeirri nálgun Stjórnlagaráðs að byrja með "hreint borð“ og semja nýja stjórnarskrá frá grunni í stað þess að endurskoða stjórnarskrána í ljósi fenginnar reynslu, rannsókna og umræðu undanfarinna ára og áratuga. 19.10.2012 06:00 Það nægir að merkja "já“ við fyrstu spurningunni Hans Kristján Árnason skrifar Á laugardaginn kemur, 20. október, fer fram kosning um tillögur að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Margir hafa sagt við mig að þeir treysti sér ekki til að mæta á kjörstað vegna þess að það sé erfitt að taka ákveðna afstöðu til allra sex spurninganna á kjörseðlinum, jafnvel þó viðkomandi sé á þeirri skoðun að tillögur stjórnarskrárráðsins efli lýðræðið á Íslandi og séu augljóslega mikil réttarbót, miðað við núgildandi stjórnarskrá. Þessi ótti er ástæðulaus. Það nægir að merkja aðeins við fyrstu spurninguna á kjörseðlinum. 19.10.2012 06:00 Að ganga gegn þjóðinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar „Það er þjóðfundurinn, þ.e.a.s. þjóðin sjálf, sem er höfundur frumvarpsins og þeir sem reyna að leggja stein í götu frumvarpsins þeir eru í raun og veru að ganga gegn þjóðinni,“ sagði stjórnlagaráðsfulltrúi í Kastljósviðtali þann 9. október síðastliðinn. Við ummæli þessi er ýmislegt að athuga. 19.10.2012 06:00 Ótti við óvissu lamar þor og tefur framfarir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar Stjórnarskrá lýðveldisins var samþykkt með 95% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni á Þingvöllum 1944. Þessi þátttaka er þó enginn mælikvarði á þjóðarsátt um stjórnarskrána. Stjórnarskráin var samþykkt með svo afgerandi hætti á Þingvöllum sem stjórntæki Íslendinga við sjálfstæðisyfirlýsinguna. Að öðlast sjálfstæði er eitt, annað er 19.10.2012 06:00 Fólkið á að ráða – það er lýðræði Valgerður Bjarnadóttir skrifar Spurningarnar eru á mannamáli og auðskiljanlegar. Engin vandkvæði eru á því að túlka niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Já þýðir já og nei þýðir nei. 19.10.2012 06:00 Álftanes og Garðabær bæta hvort annað upp Þann 20. október nk. verður gengið til kosninga um sameiningu Álftaness og Garðabæjar. Eins og allir vita þá var fjárhagsleg staða sveitarfélagsins Álftaness með þeim hætti að Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga lagði það til við þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að Sveitarfélaginu Álftanesi yrði skipuð fjárhaldsstjórn, sem hefði forystu um endurskipulagningu fjármála sveitarfélagsins. Fjárhaldsstjórnin var skipuð með vísan til sveitarstjórnarlaga. 19.10.2012 06:00 Völd forsætisráðherra skv. tillögum stjórnlagaráðs Eyjólfur Ármannsson skrifar Áhugaverðasti kaflinn í tillögum stjórnlagaráðs til þjóðaratkvæðis 20. október er V. kafli um ráðherra og ríkisstjórn. Þar (í 86. gr.) kemur fram að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. 19.10.2012 06:00 Að leysa vanda fólksins Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar Fram hefur komið í fréttum að Íbúðalánasjóður og bankar hafa leyst til sín og eiga nú um 3.000-4.000 íbúðir. Íbúðalánasjóður átti einn um 2.000 íbúðir nú í október. Ef markaðsvirði þessara íbúða er að meðaltali 30-40 milljónir þýðir það að við það eitt hafa skuldir 19.10.2012 06:00 Tillaga stjórnlagaráðs. Segjum nei Haukur Arnþórsson skrifar Við lifum á tímum Internetsins. Ekki síst Íslendingar sem hafa samkvæmt mælingum leitt netaðgengi og netnotkun í heiminum í áratugi. Reikna má með að áhrif netsins á stjórnmál séu meiri hér á landi en annars staðar. Til góðs eða ills. 19.10.2012 06:00 Almenningur ræður framámönnunum Andrés Magnússon skrifar Rithöfundurinn Charles Bukowski var eitt sinn inntur eftir því hvers vegna hann væri ekki meira þjóðfélagslega meðvitaður í skrifum sínum. Hann svaraði að í raun og veru hefði þetta verið miklu betra áður en lýðræðið kom til, þá skipuðu yfirvöldin þér fyrir í einu og öllu; nú þarftu fyrst að kjósa þá og svo skipa þeir þér fyrir! Bukowski blessaður var ekki sá eini sem hafði litla trú á að almenningur fengi nokkru að ráða þótt „stjórnmálaflokka tilhögun“ (einnig kallað lýðræði) væri komið á. Þegar Grikkir til forna voru að þreifa sig áfram með þróun lýðræðis þá komust þeir fljótt að því að fulltrúalýðræðið væri svo gallað að þeir aflögðu það og tóku í staðinn upp aðrar aðferðir sem þeim fannst endurspegla betur vilja almennings. Skoðanakannanir á Íslandi hafa til dæmis um langt árabil sýnt að 70-80% þjóðarinnar eru á móti kvótakerfinu, samt hafa breytingar á því alltaf verið stoppaðar af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi. Alls konar sérhagsmunir og peningar hafa greiðan aðgang að kjörnum fulltrúum og stundum virkar fulltrúasamkundan sem flöskuháls fyrir vilja almennings frekar en farvegur fyrir hann. 18.10.2012 06:00 Ótímabær óvissuferð Þórarinn V. Þórarinsson skrifar Mikil má vanmáttarkennd þeirrar þjóðar vera og skeytingarleysi um sögu sína, menningu og tungu, sem samþykkja myndi stjórnarskrá, sem gerir það brotlegt að láta menn njóta þess að tala íslensku umfram aðrar tungur. Um þessa tillögu verða þó greidd atkvæði á laugardaginn kemur. 18.10.2012 06:00 Loksins fáum við að kjósa Eiríkur Bergmann skrifar Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október næstkomandi fer nú um þjóðfélagið viðamikil og efnisrík umræða um stjórnarskrána, grundvallarlög lýðveldisins. Loksins. Við lýðveldistökuna árið 1944 var í nafni samstöðu ákveðið að bíða með heildarendurskoðun á þeim grundvallarlögum sem dönsku nýlenduherrarnir höfðu fært okkur, svo deilur um einstök stjórnarskrárákvæði myndu ekki skyggja á lýðveldishátíðina á Þingvöllum – til þess að „fylkja þjóðinni einhuga um stofnun lýðveldisins“ eins og sagði í skýringum við frumvarpið. Líkt og fram kemur í sérfræðiriti sendifulltrúans Kristjáns Andra Stefánssonar og prófessoranna Eiríks Tómassonar, Bjargar Thorarensen og Gunnars Helga Kristinssonar, Ágripi af þróun stjórnarskrárinnar (2005), ákvað Alþingi þá að breyta fullveldisstjórnarskránni með afbrigðilegum hætti, þ.e. með samþykkt eins þings og meirihluta kosningarbærra manna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sem var á skjön við ákvæði gildandi stjórnarskrár. 18.10.2012 06:00 Aukið frjálsræði og afnám viðskiptahindrana Bjarni Már Gylfason skrifar Innri markaður Evrópu á 20 ára afmæli um þessar mundir. Árið 1993 varð Ísland fullgildur aðili að markaðnum með EES-samningum. Aðild Íslands var umdeild á sínum tíma og þótti mörgum víst að hún fæli í sér talsvert afsal fullveldis og að margvísleg atvinnustarfsemi á Íslandi yrði undir í frjálsri samkeppni á vissum sviðum. Það reyndist rétt að nokkru leyti. Á móti kemur að þær breytingar sem orðið hafa á síðastliðnum tveimur áratugum hafa gjörbreytt íslensku viðskiptaumhverfi til hins betra og við orðið samkeppnishæfari á nýjum sviðum. 18.10.2012 06:00 Að leggja til grundvallar Sveinn Andri Sveinsson skrifar Í kosningum þeim sem fram fara næstkomandi laugardag, þann 20. október, um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, hljóðar fyrsta spurningin sem kosið er um þannig: 18.10.2012 06:00 Verum ekki of neikvæð Svavar Gestsson skrifar Nú er komið að því að greiða atkvæði um fimm atriði sem hugsanlega verða í nýrri stjórnarskrá og um meginspurninguna hvort leggja skuli tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það er algerlega sjálfsagt að taka þátt í þeirri kosningu. Það er hins vegar vandasamt a) vegna spurninganna eins og þær eru orðaðar og b) vegna túlkunar þeirra sem aðallega tala fyrir þessum breytingum eins og þær liggja fyrir í tillögum stjórnlagaráðs. Alþingi er vandi á höndum því þangað fara niðurstöðurnar. – Verður nú farið yfir spurningarnar: 18.10.2012 06:00 Þjóðhollusta Mörður Árnason skrifar Á 19. öld fólst þjóðhollusta í sjálfstæðisbaráttu, framfaratrú og Danahatri. Þeir tímar eru liðnir, sem betur fer! – en kannski getur hugtakið haft gildi ennþá á 21. öld: Að vera hollur þjóð sinni, vilja veg hennar sem mestan og þó einkum sem bestan, auðvitað án nokkurra illinda við annað fólk í heiminum. 18.10.2012 06:00 Jafnt vægi atkvæða Guðmundur Gunnarsson skrifar Það er grundvallaratriði í lýðræðislegu stjórnskipulagi að allir þegnar samfélagsins hafi jafna möguleika til þess að hafa áhrif á stjórn landsins. Atkvæði allra kjósenda vegi jafnt þegar gengið er til kosninga. Á þetta var lögð mikil áhersla á Þjóðfundinum og hefur þetta verið áberandi krafa á öllum stigum við endurnýjun stjórnarskrárinnar. Andstæðingum þessa brýna máls hefur tekist að gera þetta að deilumáli milli landsbyggðar og þéttbýlis á SV-horni landsins. Þetta misvægi er að hluta til afleiðing búsetuflutninga frá dreifbýli til þéttbýlis, ekki meðvitað pólitískt markmið. En það veldur aftur á móti að mikil völd eru í höndum flokksmaskínanna, sakir þess að núgildandi kosningakerfi er þannig að allt að 2/3 þingsæta eru fyrir fram örugg og tryggir núverandi flokkakerfi. 18.10.2012 06:00 Flökkusaga? Sigurður Pálsson skrifar Valgarður Guðjónsson, félagi í Siðmennt, var á tali í Silfri Egils sl. sunnudag. Umræðuefnið var spurningin um hvort ákvæði um Þjóðkirkjuna ætti að vera í stjórnarskrá. Þar bar á góma að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði tjáð sig um að það væri ekki brot á mannréttindum þótt eitt trúfélag nyti stuðnings ríkisvaldsins umfram önnur. Valgarður kvaðst hafa heyrt einhverjar „flökkusögur“ um þetta en ekki fengið neina tilvísun í gögn frá dómstólnum. Svo vill til að ég get vísað Valgarði á slóðina: http://www.strasbourgconsortium.org/document.php?DocumentID=4519. 18.10.2012 06:00 Friðlýsingar Garðabæjar – ekki allt sem sýnist Reynir Ingibjartsson skrifar Undanfarið hefur fjöldi fólks barist gegn því að nýr Álftanesvegur verði lagður um ósnortið hraun í landi Garðabæjar. Bæjaryfirvöld halda hins vegar sínu striki og að óbreyttu munu framkvæmdir við veginn hefjast á fullu á næstu dögum. 18.10.2012 06:00 Skuldir Álftaness = Icesave Garðbæinga? Jón Árni Bragason skrifar Fram undan eru kosningar um sameiningu Garðbæjar við Álftanes. Upplýsingagjöf og umræða hefur verið einhliða og forsvarsmenn Garðabæjar forðast gagnrýnar spurningar. 18.10.2012 06:00 Að skapa nýja trú hjá fólkinu Ólafur Hannibalsson skrifar Brynjar Níelsson, fv. formaður Lögmannafélags Íslands, skrifar grein á Pressunni nýlega og kýs að opinbera þar fáfræði sína um þá sögu sem býr að baki núverandi stjórnarskrá. Hann segir það alkunna að gildandi stjórnarskrá hafi aldrei verið "hugsuð til bráðabirgða“ og lætur að því liggja að um hana hafi verið sátt frá upphafi sem staðfest hafi verið með þjóðaratkvæðagreiðslu 1944 og allar breytingar á henni síðan verið gerðar með sátt og samlyndi stjórnmálaflokkanna. 18.10.2012 06:00 Síðasta útkall Þór Jakobsson skrifar Orðum mínum beini ég til „lýðveldisbarna“, núlifandi Íslendinga sem voru á Þingvöllum við stofnun lýðveldisins Íslands 17. júní 1944. Í kjölfar fagnaðar lýðveldisbarna í blíðskaparveðri í Almannagjá á Þingvöllum 17. júní í fyrra var ákveðið að safna endurminningum frá 17. júní 1944, hinum sögufræga degi fyrir 68 árum er lýðveldið Ísland var stofnað. 18.10.2012 06:00 Já eða nei. Skiptir það máli? Ólafur Örn Ólafsson skrifar Eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda eftir áföll ársins 2008 var að fara í endurskipulagningu og breytingar á stjórnkerfi landsins. 18.10.2012 06:00 Hugleiðingar um Álftanesveginn Sveinn Ingi Lýðsson skrifar Nú loks hillir undir langþráðar vegabætur með lagningu nýs Álftanesvegar í stað gamla vegarins yfir Presthólinn sem kostað hefur bæði líf og limi vegfarenda. Vegurinn er barns síns tíma með allar sínar beygjur, hóla og hæðir og stenst engar kröfur um gæði, vegtækni, sjónlínur og öryggi vegfarenda. Fyrstu hugmyndum um nauðsyn vegabóta samfara fjölgun íbúa var hreyft á fyrri hluta tíunda áratugarins en í nærfellt 30 ár hefur í Aðalskipulegi Garðabæjar verið gert ráð fyrir nýju vegstæði þvert yfir Garðahraunið norðan núverandi vegar. 18.10.2012 06:00 Um sambandsslit og stjórnarskrá 1944 Því hefur verið haldið fram að undanförnu í mikilvægum fjölmiðlum á borð við Kastljós RÚV að stjórnarskrá íslenska lýðveldisins frá 1944 hafi verið samþykkt í góðri sátt og eindrægni. Mikil kjörsókn og hátt hlutfall atkvæða með stjórnarskránni sé til marks um þetta. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp nokkur atriði sem finna má í handbókum eins og Öldinni okkar eftir Gils Guðmundsson eða Ísland á 20. öld eftir Helga Skúla Kjartansson, auk heimilda á Veraldarvefnum. 18.10.2012 06:00 Góð kosningaþátttaka – sterkara lýðræði Björn Einarsson skrifar Hvers vegna eigum við að fjölmenna í kosningarnar 20. október um tillögur stjórnlagaráðs? Vegna þess að góð þátttaka í kosningunum styrkir lýðræðið og þannig þróum við og þroskum lýðræðið. Þannig höldum við áfram að auka lýðræðið í landinu, og það er langtímamarkmið allra lýðræðissinna. Með því að líkja þessari þjóðaratkvæðagreiðslu við skoðanakönnun, þar sem hún er ekki bindandi, erum við að gera lítið úr lýðræðinu. Eins og bent hefur verið á hafa þjóðaratkvæðagreiðslur áður verið haldnar, án þess að þær hafa verið bindandi, en niðurstöður þeirra hafa alltaf verið virtar í raun af stjórnvöldum. 18.10.2012 06:00 Hvers vegna þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá? Hjalti Hugason skrifar Í tveimur greinum hér í Fréttablaðinu (18. og 27. sept.) hef ég mælt með að þjóðkirkjuákvæði verði áfram í stjórnarskránni enn um sinn a.m.k. Ég hef þó ekki mælt með óbreyttu ákvæði heldur trúmálagrein er hæfi nútímanum og kvæði á um tengsl allra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga við ríkisvaldið. Þar væri þjóðkirkjunnar getið sérstaklega. Margir benda á að trúmál séu einkamál í vestrænum nútímasamfélögum og því eigi ekki að kveða sérstaklega á um kirkjur, trú- og lífsskoðunarfélög í stjórnarskránni. Það er því eðlilegt að spurt sé hvers vegna mælt sé með þjóðkirkju- eða trúfélagagrein í stjórnarskrá. 18.10.2012 06:00 EKKI kjósa – eða hvað? Þorkell Helgason skrifar Þjóðaratkvæðagreiðslan laugardaginn 20. október snýst um sjálfa stjórnarskrána, grunnlög landsins. Með góðri þátttöku veita kjósendur Alþingi trausta leiðsögn um hvert stefna skuli í stjórnarskrármálinu. 18.10.2012 06:00 Öflugt sameinað sveitarfélag Kristinn Guðlaugsson skrifar Laugardaginn 20. október ganga íbúar Álftaness og Garðabæjar til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna. Þetta er lokahnykkur á ferli sem hófst í júní 2010 þegar bæjarstjórnir beggja sveitarfélaganna samþykktu að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sveitarfélaganna. 18.10.2012 06:00 Ætlar ríkisstjórnin að rústa ferðaþjónustunni? Ásmundur Einar Daðason skrifar Nú síðsumars tilkynnti fjármálaráðherra um hækkun virðisaukaskatts á gistingu og mun hækkunin taka gildi á næsta ári. Áætlað er að skatttekjur af þessari skattahækkun verði 3,5 milljarðar á ársgrunni en til viðmiðunar þá var framlegð 35 stærstu hótela landsins 600 milljónir árið 2011. 17.10.2012 12:45 62. gr. stjórnarskrárinnar fjallar ekki um þjóðkirkjuna per se Í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag verður spurt: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?“ Spurningin er villandi. 17.10.2012 06:00 Um hvað er spurt og ekki spurt í ráðgefandi atkvæðagreiðslu? Stjórnlaganefnd kosin af Alþingi undirbjó Þjóðfund 2010 með „slembiúrtaki“ úr þjóðskrá og síðan ákvað Alþingi kosningar með jöfnum atkvæðisrétti til stjórnlagaþings, þar sem 35% kosningabærra manna mættu með þá niðurstöðu að af 25 fulltrúum komu 23 af höfuðborgarsvæðinu. Stjórnlagaþing varð síðan að stjórnlagaráði Alþingis, sem kom fram með samhljóða niðurstöðu eftir um fjögurra mánaða vinnu. 17.10.2012 06:00 Viljum við að allir sitji við sama borð? Ofangreindri einföldu spurningu Alþingis Íslendinga er okkur boðið að svara í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardaginn kemur. Með þakklæti í huga til allra þeirra fjölmörgu einstaklinga sem komu að undirbúningi og gerð tillagna stjórnlagaráðs segi ég:JÁ! Ég vil að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. 17.10.2012 06:00 Mikilvægur dagur fyrir Álftnesinga og Garðbæinga Laugardagurinn 20. október er af tvennum sökum stór dagur fyrir okkur á Álftanesi og í Garðabæ. Þá býðst okkur að greiða atkvæði um tvennt sem varðar framtíð okkar. Annars vegar í þjóðaratkvæðagreiðslu um endurbætta stjórnarskrá og hins vegar í atkvæðagreiðslu um endursameiningu Álftaness og Garðabæjar eftir aðskilnað byggðanna á ofanverðri nítjándu öld. 17.10.2012 06:00 Grundvallarkosningar Viktor Orri Valgarðsson skrifar 17.10.2012 06:00 Nýjar ógnir og ný úrræði í persónuvernd Persónuupplýsingar eru af fjölbreytilegum toga og í ólíku formi. Þær geta verið ljósmynd, tölvupóstfang, tölvupóstsamskipti, kennitala, IP-tala á einkatölvu manns, bankaupplýsingar, upplýsingar um heimsóknir manna á heimasíður á netinu, heilsufarssaga, lífkenni einstaklings og önnur persónuleg auðkenni. Öll þessi atriði og mörg fleiri falla undir einkalíf einstaklings sem nýtur verndar stjórnarskrárinnar ásamt fleiri grundvallarmannréttindum. Eftir því sem efni upplýsinga stendur nær persónu manns, tilfinningalífi og samskiptum við aðra, til dæmis ef þær varða stjórnmála- eða trúarskoðanir, heilsuhagi eða kynhegðun, þeim mun mikilvægari þáttur eru þær í einkalífi hans og njóta því sérstaklega ríkrar verndar sem viðkvæmar persónuupplýsingar. Markmið persónuverndar er að vernda þennan þátt í friðhelgi einkalífs borgaranna. 17.10.2012 06:00 Kjördæmi og ofríki meirihlutans Ein helsta grunnstoð lýðræðisins er sú regla að meirihlutinn skuli ráða úrlausn sameiginlegra mála. Þessari mikilvægu réttlætiskröfu fylgir hins vegar veruleg hætta á annars konar óréttlæti sem nefnt hefur verið „ofríki meirihlutans“. Í því felst að meirihluti kjósenda geti í krafti atkvæðavægis tekið til sín alla kökuna, í stað þess að fá sneið í réttu hlutfalli við mannfjölda, eða svipt minnihlutahópa mikilvægum réttindum. Sanngjarnt lýðræðislegt stjórnkerfi verður því að leitast við að tryggja jafnvægi milli réttinda meirihlutans og réttinda margvíslegra minnihlutahópa. 17.10.2012 06:00 Aftur á bak eða áfram? Ég sá stórmerka kvikmynd á dögunum sem ber íslenska heitið Kóngaglenna og er um valdabaráttuna í Danmörku á dögum Kristjáns konungs VII og drottningar hans, Caroline Mathilde, undir lok 18. aldar og byrjun 19. aldar. Líflæknir konungs, Struensee, frá Þýskalandi, kemur þar mjög við sögu, en hann var heillaður af Upplýsingarstefnunni og kom ýmsum góðum hugmyndum og mannréttindaumbótum inn í danska löggjöf. 17.10.2012 06:00 Ný eða endurskoðuð stjórnarskrá? Ágúst Þór Árnason skrifar Árið 1944 greiddu tæplega 95% kosningabærra Íslendinga stjórnarskrá lýðveldisins atkvæði sitt. Á lýðveldistímanum hafa ákveðnir þættir stjskr. verið endurskoðaðir og óhætt er að segja að á síðustu árum hafi myndast breið samstaða um frekari endurskoðun á ákveðnum þáttum, t.d. að því er snertir auðlindir og heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslna. Hins vegar er ljóst að hryggjarstykki stjórnarskrárinnar á sér djúpar rætur í íslensku samfélagi. Með frumvarpi stjórnlagaráðs er gerð tillaga um að þessar rætur séu rifnar upp og haldið verði út í óvissuna. 17.10.2012 06:00 Atkvæðisrétturinn og grunngildin Þjóðmálanefnd þjóðkirkjunnar hvetur fólk til að nýta kosningarétt sinn í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október og til að íhuga tillögur stjórnlagaráðs í heild sinni og einstakar spurningar út frá kristnum grunngildum. 17.10.2012 06:00 Sjá næstu 50 greinar
Um Gagnaveitu Reykjavíkur Ingólfur Bruun skrifar Þann 23. ágúst sl. var lögð fram ný eigendastefna á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Í lið 3.4 er fjallað um kjarnastarfsemi OR en hún felst í „rekstri vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu og fráveitu, sölu og framleiðslu á rafmagni og heitu og köldu vatni“. Einnig er tiltekið að OR geti „nýtt þekkingu þess í öðrum veiturekstri, s.s. rekstri gagnaveitu, enda þjóni hann markmiðum eigenda og þátttakan hljóti samþykki þeirra“. 20.10.2012 06:00
Flökkusagan endurtekin Valgarður Guðjónsson skrifar Sigurður Pálsson skrifar grein í Fréttablaðið 18. október þar sem hann sakar mig um rangfærslur, áróðursfrasa og að vaða reyk í Silfri Egils síðastliðinn sunnudag. Stór orð, en engin rök. 20.10.2012 06:00
Geðfatlaðir í Reykjavík þróa þjónustu borgarinnar Björk Vilhelmsdóttir skrifar Fréttablaðið á hrós skilið fyrir viðamikla umfjöllun um málefni geðsjúkra undanfarna viku. Umfjöllunin hefur tekið til þess sem vel er gert innan heilbrigðiskerfisins og ekki síður þess sem þarf að bæta. Og það er heilmargt. Í síðustu tveimur fréttaskýringum hefur umfjöllunin snúist um gagnrýni á þjónustu sveitarfélaga og á sú gagnrýni að einhverju leyti rétt á sér. En Reykjavíkurborg er velferðarborg og mig langar að koma á framfæri nokkrum jákvæðum fréttum af þróun velferðarþjónustu í Reykjavík. Þjónustan hefur tekið stakkaskiptum síðastliðin ár og mest hefur hún breyst þar sem sjónarmið notenda hafa ráðið mestu um þróunina. 20.10.2012 06:00
Er löglegt að skuldajafna barnabótum og hverjum tilheyra barnabæturnar? Linda Wiium skrifar Enn einn meinbugurinn á íslenska meðlagskerfinu á Íslandi er heimild stjórnvalda til að skuldajafna barnabótum meðlagsgreiðenda. Það er vel þess virði að skoða þetta aðeins nánar, sérstaklega í tilefni þess að stjórnvöld hafa nú nýverið gefið það út að barnabætur muni hækka verulega. Ákvæði um barnabætur er að finna í lögum um tekjuskatt nr. 90 frá árinu 2003, nánar tiltekið í 6. kafla laganna. Lagaheimildina fyrir skuldajöfnun barnabóta er að finna í 68. gr. A laganna en þar segir að nánari reglur um þetta skuli settar í reglugerð. 20.10.2012 06:00
Hvað þýðir NEI í þjóðaratkvæðagreiðslu Sigurgeir Kjartansson skrifar Yfirlætislaus grein í Vísi í dag varð mér tilefni hugrenninga sem hér fara á eftir. Þar kemur fram að Bjarni Benediktsson hafi sent tölvubréf til allra skráðra félagsmanna D-listans þar sem hann hvetur þá til að kjósa með neitun fyrirliggjandi drög að stjórnarskrá okkar sem kosið verður um nú um helgina. 19.10.2012 06:00
Athugasemdir við frumvarp stjórnlagaráðs Skúli Magnússon skrifar Formælendur frumvarps stjórnlagaráðs hafa haft á orði að gagnrýnendur hafi ekki bent á einstök efnisleg atriði sem betur megi fara. Það er vissulega rétt að opinberlega hefur gagnrýni mín einkum beinst að þeirri nálgun Stjórnlagaráðs að byrja með "hreint borð“ og semja nýja stjórnarskrá frá grunni í stað þess að endurskoða stjórnarskrána í ljósi fenginnar reynslu, rannsókna og umræðu undanfarinna ára og áratuga. 19.10.2012 06:00
Það nægir að merkja "já“ við fyrstu spurningunni Hans Kristján Árnason skrifar Á laugardaginn kemur, 20. október, fer fram kosning um tillögur að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Margir hafa sagt við mig að þeir treysti sér ekki til að mæta á kjörstað vegna þess að það sé erfitt að taka ákveðna afstöðu til allra sex spurninganna á kjörseðlinum, jafnvel þó viðkomandi sé á þeirri skoðun að tillögur stjórnarskrárráðsins efli lýðræðið á Íslandi og séu augljóslega mikil réttarbót, miðað við núgildandi stjórnarskrá. Þessi ótti er ástæðulaus. Það nægir að merkja aðeins við fyrstu spurninguna á kjörseðlinum. 19.10.2012 06:00
Að ganga gegn þjóðinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar „Það er þjóðfundurinn, þ.e.a.s. þjóðin sjálf, sem er höfundur frumvarpsins og þeir sem reyna að leggja stein í götu frumvarpsins þeir eru í raun og veru að ganga gegn þjóðinni,“ sagði stjórnlagaráðsfulltrúi í Kastljósviðtali þann 9. október síðastliðinn. Við ummæli þessi er ýmislegt að athuga. 19.10.2012 06:00
Ótti við óvissu lamar þor og tefur framfarir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar Stjórnarskrá lýðveldisins var samþykkt með 95% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni á Þingvöllum 1944. Þessi þátttaka er þó enginn mælikvarði á þjóðarsátt um stjórnarskrána. Stjórnarskráin var samþykkt með svo afgerandi hætti á Þingvöllum sem stjórntæki Íslendinga við sjálfstæðisyfirlýsinguna. Að öðlast sjálfstæði er eitt, annað er 19.10.2012 06:00
Fólkið á að ráða – það er lýðræði Valgerður Bjarnadóttir skrifar Spurningarnar eru á mannamáli og auðskiljanlegar. Engin vandkvæði eru á því að túlka niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Já þýðir já og nei þýðir nei. 19.10.2012 06:00
Álftanes og Garðabær bæta hvort annað upp Þann 20. október nk. verður gengið til kosninga um sameiningu Álftaness og Garðabæjar. Eins og allir vita þá var fjárhagsleg staða sveitarfélagsins Álftaness með þeim hætti að Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga lagði það til við þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að Sveitarfélaginu Álftanesi yrði skipuð fjárhaldsstjórn, sem hefði forystu um endurskipulagningu fjármála sveitarfélagsins. Fjárhaldsstjórnin var skipuð með vísan til sveitarstjórnarlaga. 19.10.2012 06:00
Völd forsætisráðherra skv. tillögum stjórnlagaráðs Eyjólfur Ármannsson skrifar Áhugaverðasti kaflinn í tillögum stjórnlagaráðs til þjóðaratkvæðis 20. október er V. kafli um ráðherra og ríkisstjórn. Þar (í 86. gr.) kemur fram að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. 19.10.2012 06:00
Að leysa vanda fólksins Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar Fram hefur komið í fréttum að Íbúðalánasjóður og bankar hafa leyst til sín og eiga nú um 3.000-4.000 íbúðir. Íbúðalánasjóður átti einn um 2.000 íbúðir nú í október. Ef markaðsvirði þessara íbúða er að meðaltali 30-40 milljónir þýðir það að við það eitt hafa skuldir 19.10.2012 06:00
Tillaga stjórnlagaráðs. Segjum nei Haukur Arnþórsson skrifar Við lifum á tímum Internetsins. Ekki síst Íslendingar sem hafa samkvæmt mælingum leitt netaðgengi og netnotkun í heiminum í áratugi. Reikna má með að áhrif netsins á stjórnmál séu meiri hér á landi en annars staðar. Til góðs eða ills. 19.10.2012 06:00
Almenningur ræður framámönnunum Andrés Magnússon skrifar Rithöfundurinn Charles Bukowski var eitt sinn inntur eftir því hvers vegna hann væri ekki meira þjóðfélagslega meðvitaður í skrifum sínum. Hann svaraði að í raun og veru hefði þetta verið miklu betra áður en lýðræðið kom til, þá skipuðu yfirvöldin þér fyrir í einu og öllu; nú þarftu fyrst að kjósa þá og svo skipa þeir þér fyrir! Bukowski blessaður var ekki sá eini sem hafði litla trú á að almenningur fengi nokkru að ráða þótt „stjórnmálaflokka tilhögun“ (einnig kallað lýðræði) væri komið á. Þegar Grikkir til forna voru að þreifa sig áfram með þróun lýðræðis þá komust þeir fljótt að því að fulltrúalýðræðið væri svo gallað að þeir aflögðu það og tóku í staðinn upp aðrar aðferðir sem þeim fannst endurspegla betur vilja almennings. Skoðanakannanir á Íslandi hafa til dæmis um langt árabil sýnt að 70-80% þjóðarinnar eru á móti kvótakerfinu, samt hafa breytingar á því alltaf verið stoppaðar af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi. Alls konar sérhagsmunir og peningar hafa greiðan aðgang að kjörnum fulltrúum og stundum virkar fulltrúasamkundan sem flöskuháls fyrir vilja almennings frekar en farvegur fyrir hann. 18.10.2012 06:00
Ótímabær óvissuferð Þórarinn V. Þórarinsson skrifar Mikil má vanmáttarkennd þeirrar þjóðar vera og skeytingarleysi um sögu sína, menningu og tungu, sem samþykkja myndi stjórnarskrá, sem gerir það brotlegt að láta menn njóta þess að tala íslensku umfram aðrar tungur. Um þessa tillögu verða þó greidd atkvæði á laugardaginn kemur. 18.10.2012 06:00
Loksins fáum við að kjósa Eiríkur Bergmann skrifar Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október næstkomandi fer nú um þjóðfélagið viðamikil og efnisrík umræða um stjórnarskrána, grundvallarlög lýðveldisins. Loksins. Við lýðveldistökuna árið 1944 var í nafni samstöðu ákveðið að bíða með heildarendurskoðun á þeim grundvallarlögum sem dönsku nýlenduherrarnir höfðu fært okkur, svo deilur um einstök stjórnarskrárákvæði myndu ekki skyggja á lýðveldishátíðina á Þingvöllum – til þess að „fylkja þjóðinni einhuga um stofnun lýðveldisins“ eins og sagði í skýringum við frumvarpið. Líkt og fram kemur í sérfræðiriti sendifulltrúans Kristjáns Andra Stefánssonar og prófessoranna Eiríks Tómassonar, Bjargar Thorarensen og Gunnars Helga Kristinssonar, Ágripi af þróun stjórnarskrárinnar (2005), ákvað Alþingi þá að breyta fullveldisstjórnarskránni með afbrigðilegum hætti, þ.e. með samþykkt eins þings og meirihluta kosningarbærra manna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sem var á skjön við ákvæði gildandi stjórnarskrár. 18.10.2012 06:00
Aukið frjálsræði og afnám viðskiptahindrana Bjarni Már Gylfason skrifar Innri markaður Evrópu á 20 ára afmæli um þessar mundir. Árið 1993 varð Ísland fullgildur aðili að markaðnum með EES-samningum. Aðild Íslands var umdeild á sínum tíma og þótti mörgum víst að hún fæli í sér talsvert afsal fullveldis og að margvísleg atvinnustarfsemi á Íslandi yrði undir í frjálsri samkeppni á vissum sviðum. Það reyndist rétt að nokkru leyti. Á móti kemur að þær breytingar sem orðið hafa á síðastliðnum tveimur áratugum hafa gjörbreytt íslensku viðskiptaumhverfi til hins betra og við orðið samkeppnishæfari á nýjum sviðum. 18.10.2012 06:00
Að leggja til grundvallar Sveinn Andri Sveinsson skrifar Í kosningum þeim sem fram fara næstkomandi laugardag, þann 20. október, um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, hljóðar fyrsta spurningin sem kosið er um þannig: 18.10.2012 06:00
Verum ekki of neikvæð Svavar Gestsson skrifar Nú er komið að því að greiða atkvæði um fimm atriði sem hugsanlega verða í nýrri stjórnarskrá og um meginspurninguna hvort leggja skuli tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það er algerlega sjálfsagt að taka þátt í þeirri kosningu. Það er hins vegar vandasamt a) vegna spurninganna eins og þær eru orðaðar og b) vegna túlkunar þeirra sem aðallega tala fyrir þessum breytingum eins og þær liggja fyrir í tillögum stjórnlagaráðs. Alþingi er vandi á höndum því þangað fara niðurstöðurnar. – Verður nú farið yfir spurningarnar: 18.10.2012 06:00
Þjóðhollusta Mörður Árnason skrifar Á 19. öld fólst þjóðhollusta í sjálfstæðisbaráttu, framfaratrú og Danahatri. Þeir tímar eru liðnir, sem betur fer! – en kannski getur hugtakið haft gildi ennþá á 21. öld: Að vera hollur þjóð sinni, vilja veg hennar sem mestan og þó einkum sem bestan, auðvitað án nokkurra illinda við annað fólk í heiminum. 18.10.2012 06:00
Jafnt vægi atkvæða Guðmundur Gunnarsson skrifar Það er grundvallaratriði í lýðræðislegu stjórnskipulagi að allir þegnar samfélagsins hafi jafna möguleika til þess að hafa áhrif á stjórn landsins. Atkvæði allra kjósenda vegi jafnt þegar gengið er til kosninga. Á þetta var lögð mikil áhersla á Þjóðfundinum og hefur þetta verið áberandi krafa á öllum stigum við endurnýjun stjórnarskrárinnar. Andstæðingum þessa brýna máls hefur tekist að gera þetta að deilumáli milli landsbyggðar og þéttbýlis á SV-horni landsins. Þetta misvægi er að hluta til afleiðing búsetuflutninga frá dreifbýli til þéttbýlis, ekki meðvitað pólitískt markmið. En það veldur aftur á móti að mikil völd eru í höndum flokksmaskínanna, sakir þess að núgildandi kosningakerfi er þannig að allt að 2/3 þingsæta eru fyrir fram örugg og tryggir núverandi flokkakerfi. 18.10.2012 06:00
Flökkusaga? Sigurður Pálsson skrifar Valgarður Guðjónsson, félagi í Siðmennt, var á tali í Silfri Egils sl. sunnudag. Umræðuefnið var spurningin um hvort ákvæði um Þjóðkirkjuna ætti að vera í stjórnarskrá. Þar bar á góma að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði tjáð sig um að það væri ekki brot á mannréttindum þótt eitt trúfélag nyti stuðnings ríkisvaldsins umfram önnur. Valgarður kvaðst hafa heyrt einhverjar „flökkusögur“ um þetta en ekki fengið neina tilvísun í gögn frá dómstólnum. Svo vill til að ég get vísað Valgarði á slóðina: http://www.strasbourgconsortium.org/document.php?DocumentID=4519. 18.10.2012 06:00
Friðlýsingar Garðabæjar – ekki allt sem sýnist Reynir Ingibjartsson skrifar Undanfarið hefur fjöldi fólks barist gegn því að nýr Álftanesvegur verði lagður um ósnortið hraun í landi Garðabæjar. Bæjaryfirvöld halda hins vegar sínu striki og að óbreyttu munu framkvæmdir við veginn hefjast á fullu á næstu dögum. 18.10.2012 06:00
Skuldir Álftaness = Icesave Garðbæinga? Jón Árni Bragason skrifar Fram undan eru kosningar um sameiningu Garðbæjar við Álftanes. Upplýsingagjöf og umræða hefur verið einhliða og forsvarsmenn Garðabæjar forðast gagnrýnar spurningar. 18.10.2012 06:00
Að skapa nýja trú hjá fólkinu Ólafur Hannibalsson skrifar Brynjar Níelsson, fv. formaður Lögmannafélags Íslands, skrifar grein á Pressunni nýlega og kýs að opinbera þar fáfræði sína um þá sögu sem býr að baki núverandi stjórnarskrá. Hann segir það alkunna að gildandi stjórnarskrá hafi aldrei verið "hugsuð til bráðabirgða“ og lætur að því liggja að um hana hafi verið sátt frá upphafi sem staðfest hafi verið með þjóðaratkvæðagreiðslu 1944 og allar breytingar á henni síðan verið gerðar með sátt og samlyndi stjórnmálaflokkanna. 18.10.2012 06:00
Síðasta útkall Þór Jakobsson skrifar Orðum mínum beini ég til „lýðveldisbarna“, núlifandi Íslendinga sem voru á Þingvöllum við stofnun lýðveldisins Íslands 17. júní 1944. Í kjölfar fagnaðar lýðveldisbarna í blíðskaparveðri í Almannagjá á Þingvöllum 17. júní í fyrra var ákveðið að safna endurminningum frá 17. júní 1944, hinum sögufræga degi fyrir 68 árum er lýðveldið Ísland var stofnað. 18.10.2012 06:00
Já eða nei. Skiptir það máli? Ólafur Örn Ólafsson skrifar Eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda eftir áföll ársins 2008 var að fara í endurskipulagningu og breytingar á stjórnkerfi landsins. 18.10.2012 06:00
Hugleiðingar um Álftanesveginn Sveinn Ingi Lýðsson skrifar Nú loks hillir undir langþráðar vegabætur með lagningu nýs Álftanesvegar í stað gamla vegarins yfir Presthólinn sem kostað hefur bæði líf og limi vegfarenda. Vegurinn er barns síns tíma með allar sínar beygjur, hóla og hæðir og stenst engar kröfur um gæði, vegtækni, sjónlínur og öryggi vegfarenda. Fyrstu hugmyndum um nauðsyn vegabóta samfara fjölgun íbúa var hreyft á fyrri hluta tíunda áratugarins en í nærfellt 30 ár hefur í Aðalskipulegi Garðabæjar verið gert ráð fyrir nýju vegstæði þvert yfir Garðahraunið norðan núverandi vegar. 18.10.2012 06:00
Um sambandsslit og stjórnarskrá 1944 Því hefur verið haldið fram að undanförnu í mikilvægum fjölmiðlum á borð við Kastljós RÚV að stjórnarskrá íslenska lýðveldisins frá 1944 hafi verið samþykkt í góðri sátt og eindrægni. Mikil kjörsókn og hátt hlutfall atkvæða með stjórnarskránni sé til marks um þetta. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp nokkur atriði sem finna má í handbókum eins og Öldinni okkar eftir Gils Guðmundsson eða Ísland á 20. öld eftir Helga Skúla Kjartansson, auk heimilda á Veraldarvefnum. 18.10.2012 06:00
Góð kosningaþátttaka – sterkara lýðræði Björn Einarsson skrifar Hvers vegna eigum við að fjölmenna í kosningarnar 20. október um tillögur stjórnlagaráðs? Vegna þess að góð þátttaka í kosningunum styrkir lýðræðið og þannig þróum við og þroskum lýðræðið. Þannig höldum við áfram að auka lýðræðið í landinu, og það er langtímamarkmið allra lýðræðissinna. Með því að líkja þessari þjóðaratkvæðagreiðslu við skoðanakönnun, þar sem hún er ekki bindandi, erum við að gera lítið úr lýðræðinu. Eins og bent hefur verið á hafa þjóðaratkvæðagreiðslur áður verið haldnar, án þess að þær hafa verið bindandi, en niðurstöður þeirra hafa alltaf verið virtar í raun af stjórnvöldum. 18.10.2012 06:00
Hvers vegna þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá? Hjalti Hugason skrifar Í tveimur greinum hér í Fréttablaðinu (18. og 27. sept.) hef ég mælt með að þjóðkirkjuákvæði verði áfram í stjórnarskránni enn um sinn a.m.k. Ég hef þó ekki mælt með óbreyttu ákvæði heldur trúmálagrein er hæfi nútímanum og kvæði á um tengsl allra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga við ríkisvaldið. Þar væri þjóðkirkjunnar getið sérstaklega. Margir benda á að trúmál séu einkamál í vestrænum nútímasamfélögum og því eigi ekki að kveða sérstaklega á um kirkjur, trú- og lífsskoðunarfélög í stjórnarskránni. Það er því eðlilegt að spurt sé hvers vegna mælt sé með þjóðkirkju- eða trúfélagagrein í stjórnarskrá. 18.10.2012 06:00
EKKI kjósa – eða hvað? Þorkell Helgason skrifar Þjóðaratkvæðagreiðslan laugardaginn 20. október snýst um sjálfa stjórnarskrána, grunnlög landsins. Með góðri þátttöku veita kjósendur Alþingi trausta leiðsögn um hvert stefna skuli í stjórnarskrármálinu. 18.10.2012 06:00
Öflugt sameinað sveitarfélag Kristinn Guðlaugsson skrifar Laugardaginn 20. október ganga íbúar Álftaness og Garðabæjar til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna. Þetta er lokahnykkur á ferli sem hófst í júní 2010 þegar bæjarstjórnir beggja sveitarfélaganna samþykktu að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sveitarfélaganna. 18.10.2012 06:00
Ætlar ríkisstjórnin að rústa ferðaþjónustunni? Ásmundur Einar Daðason skrifar Nú síðsumars tilkynnti fjármálaráðherra um hækkun virðisaukaskatts á gistingu og mun hækkunin taka gildi á næsta ári. Áætlað er að skatttekjur af þessari skattahækkun verði 3,5 milljarðar á ársgrunni en til viðmiðunar þá var framlegð 35 stærstu hótela landsins 600 milljónir árið 2011. 17.10.2012 12:45
62. gr. stjórnarskrárinnar fjallar ekki um þjóðkirkjuna per se Í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag verður spurt: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?“ Spurningin er villandi. 17.10.2012 06:00
Um hvað er spurt og ekki spurt í ráðgefandi atkvæðagreiðslu? Stjórnlaganefnd kosin af Alþingi undirbjó Þjóðfund 2010 með „slembiúrtaki“ úr þjóðskrá og síðan ákvað Alþingi kosningar með jöfnum atkvæðisrétti til stjórnlagaþings, þar sem 35% kosningabærra manna mættu með þá niðurstöðu að af 25 fulltrúum komu 23 af höfuðborgarsvæðinu. Stjórnlagaþing varð síðan að stjórnlagaráði Alþingis, sem kom fram með samhljóða niðurstöðu eftir um fjögurra mánaða vinnu. 17.10.2012 06:00
Viljum við að allir sitji við sama borð? Ofangreindri einföldu spurningu Alþingis Íslendinga er okkur boðið að svara í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardaginn kemur. Með þakklæti í huga til allra þeirra fjölmörgu einstaklinga sem komu að undirbúningi og gerð tillagna stjórnlagaráðs segi ég:JÁ! Ég vil að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. 17.10.2012 06:00
Mikilvægur dagur fyrir Álftnesinga og Garðbæinga Laugardagurinn 20. október er af tvennum sökum stór dagur fyrir okkur á Álftanesi og í Garðabæ. Þá býðst okkur að greiða atkvæði um tvennt sem varðar framtíð okkar. Annars vegar í þjóðaratkvæðagreiðslu um endurbætta stjórnarskrá og hins vegar í atkvæðagreiðslu um endursameiningu Álftaness og Garðabæjar eftir aðskilnað byggðanna á ofanverðri nítjándu öld. 17.10.2012 06:00
Nýjar ógnir og ný úrræði í persónuvernd Persónuupplýsingar eru af fjölbreytilegum toga og í ólíku formi. Þær geta verið ljósmynd, tölvupóstfang, tölvupóstsamskipti, kennitala, IP-tala á einkatölvu manns, bankaupplýsingar, upplýsingar um heimsóknir manna á heimasíður á netinu, heilsufarssaga, lífkenni einstaklings og önnur persónuleg auðkenni. Öll þessi atriði og mörg fleiri falla undir einkalíf einstaklings sem nýtur verndar stjórnarskrárinnar ásamt fleiri grundvallarmannréttindum. Eftir því sem efni upplýsinga stendur nær persónu manns, tilfinningalífi og samskiptum við aðra, til dæmis ef þær varða stjórnmála- eða trúarskoðanir, heilsuhagi eða kynhegðun, þeim mun mikilvægari þáttur eru þær í einkalífi hans og njóta því sérstaklega ríkrar verndar sem viðkvæmar persónuupplýsingar. Markmið persónuverndar er að vernda þennan þátt í friðhelgi einkalífs borgaranna. 17.10.2012 06:00
Kjördæmi og ofríki meirihlutans Ein helsta grunnstoð lýðræðisins er sú regla að meirihlutinn skuli ráða úrlausn sameiginlegra mála. Þessari mikilvægu réttlætiskröfu fylgir hins vegar veruleg hætta á annars konar óréttlæti sem nefnt hefur verið „ofríki meirihlutans“. Í því felst að meirihluti kjósenda geti í krafti atkvæðavægis tekið til sín alla kökuna, í stað þess að fá sneið í réttu hlutfalli við mannfjölda, eða svipt minnihlutahópa mikilvægum réttindum. Sanngjarnt lýðræðislegt stjórnkerfi verður því að leitast við að tryggja jafnvægi milli réttinda meirihlutans og réttinda margvíslegra minnihlutahópa. 17.10.2012 06:00
Aftur á bak eða áfram? Ég sá stórmerka kvikmynd á dögunum sem ber íslenska heitið Kóngaglenna og er um valdabaráttuna í Danmörku á dögum Kristjáns konungs VII og drottningar hans, Caroline Mathilde, undir lok 18. aldar og byrjun 19. aldar. Líflæknir konungs, Struensee, frá Þýskalandi, kemur þar mjög við sögu, en hann var heillaður af Upplýsingarstefnunni og kom ýmsum góðum hugmyndum og mannréttindaumbótum inn í danska löggjöf. 17.10.2012 06:00
Ný eða endurskoðuð stjórnarskrá? Ágúst Þór Árnason skrifar Árið 1944 greiddu tæplega 95% kosningabærra Íslendinga stjórnarskrá lýðveldisins atkvæði sitt. Á lýðveldistímanum hafa ákveðnir þættir stjskr. verið endurskoðaðir og óhætt er að segja að á síðustu árum hafi myndast breið samstaða um frekari endurskoðun á ákveðnum þáttum, t.d. að því er snertir auðlindir og heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslna. Hins vegar er ljóst að hryggjarstykki stjórnarskrárinnar á sér djúpar rætur í íslensku samfélagi. Með frumvarpi stjórnlagaráðs er gerð tillaga um að þessar rætur séu rifnar upp og haldið verði út í óvissuna. 17.10.2012 06:00
Atkvæðisrétturinn og grunngildin Þjóðmálanefnd þjóðkirkjunnar hvetur fólk til að nýta kosningarétt sinn í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október og til að íhuga tillögur stjórnlagaráðs í heild sinni og einstakar spurningar út frá kristnum grunngildum. 17.10.2012 06:00
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun