Já eða nei. Skiptir það máli? Ólafur Örn Ólafsson skrifar 18. október 2012 06:00 Eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda eftir áföll ársins 2008 var að fara í endurskipulagningu og breytingar á stjórnkerfi landsins. Aðskilja hefði átt með afgerandi hætti löggjafarvald og framkvæmdarvald þannig að þingmenn gætu ekki bæði verið ráðherrar og þingmenn. Skerpa þarf vald og ábyrgð í stjórnkerfinu og færa völdin til Alþingis. Núverandi stjórnvöld hafa ekki tekið á þessu brýna máli og sú von að stjórnlagaráð tæki á vandanum gekk ekki heldur eftir. Stjórnlagaráð féll á prófinu við gerð nýrrar stjórnarskrár að þessu leyti. Tillögur stjórnlagaráðs eru þannig að forsætisráðherra verði kosinn af Alþingi og þingmenn geti verið ráðherrar með því að taka sér frí frá þingmennsku þann tíma sem þeir eru ráðherrar. Hætti þeir síðan sem ráðherrar þá komi þeir aftur inn á þing. Slíkt fyrirkomulag nægir ekki til að þrískipta valdinu eins og nauðsynlegt er, þingmenn eiga ekki að vera ráðherrar. Þingmenn eru kjörnir fulltrúar á Alþingi og eiga að setja lög og sinna eftirlitsskyldu með framkvæmdarvaldinu. Verði tillögur stjórnlagaráðs ofan á, mun flokksræðið áfram ríða húsum og Alþingi verður jafn lamað gagnvart framkvæmdarvaldinu og hingað til. Völd Alþingis verða að aukast gagnvart framkvæmdarvaldinu. Vinnubrögðin og umræðan á Alþingi mun breytast með því að framkvæmdarvaldið sé ekki hluti af Alþingi. Er eitthvað flókið við að skilja hvað átt er við með þrískiptingu valds? Það er að dreifa valdi á þrjá staði þannig að ekki safnist óhóflegt vald á einn stað. Allir skilja að skipting á milli löggjafarvalds og dómsvalds er nauðsynleg og virkar ágætlega. Það á því ekki að vera flókið að aðskilja með fullnægjandi hætti á milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Helsta fyrirstaða aðskilnaðar er andstaða flokkanna við að missa völd. Það er af hinu góða og mun bæta menningu og umræðuna á Alþingi. Núverandi stjórnarskrá orðar þetta ágætlega en það þarf bara að taka út að þingmenn geti verið ráðherrar. Það yrði mikil styrking fyrir Alþingi og þingræðið yrði loks almennilega virkt ef algjör aðskilnaður yrði á milli þessara þátta stjórnkerfisins. Völdin færðust þá til Alþingis. Það er því úr vöndu að ráða þegar ganga skal til kosninga um þá skoðanakönnun sem nú fer fram um hvort leggja eigi tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar að gerð nýrri stjórnarskrá. Ef ég segi já, er ég þá að samþykkja ákvæði um að þingmenn verði áfram ráðherrar og fleiri ákvæði sem ég get ekki samþykkt og í mínum huga eru röng. Þrískipting valds er ekki einu sinni nefnd á nafn í tillögum stjórnlagaráðs. Ef ég segi nei, er ég þá að hafna ágætum greinum sem finnast í tillögum stjórnlagaráðs, því vissulega er margt gott og til bóta. Þessi aðferðafræði sem notuð er gengur ekki upp og er röng. Niðurstaðan getur því ekki orðið annað en ágreiningur um hvað kom út úr skoðanakönnuninni. Það er óboðlegt að mínu áliti að bjóða upp á skoðanakönnun með þessum hætti. Það eru stórir kaflar og margar greinar í tillögum stjórnlagaráðs sem miklu máli skipta en ekkert er spurt um og því er þessi könnun ekki byggð á réttum forsendum og eingöngu til þess að slá ryki í augun á kjósendum. Ég mun því segja nei í skoðanakönnun stjórnvalda um hvort leggja eigi vinnu stjórnlagaráðs til grundvallar við breytingu á stjórnarskrá landsins. Nauðsynlegt er að hver einstök grein stjórnarskrárinnar verði vandlega yfirfarin af Alþingi og grundvallaratriði í stjórnskipan lýðræðisríkis um þrískiptingu valds verði virt að fullu. Síðan verði tillaga að nýrri stjórnarskrá lögð fyrir þjóðina til endanlegrar afgreiðslu og þá jafnvel fleiri en einn kostur, þar sem ágreiningur er um einstakar greinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda eftir áföll ársins 2008 var að fara í endurskipulagningu og breytingar á stjórnkerfi landsins. Aðskilja hefði átt með afgerandi hætti löggjafarvald og framkvæmdarvald þannig að þingmenn gætu ekki bæði verið ráðherrar og þingmenn. Skerpa þarf vald og ábyrgð í stjórnkerfinu og færa völdin til Alþingis. Núverandi stjórnvöld hafa ekki tekið á þessu brýna máli og sú von að stjórnlagaráð tæki á vandanum gekk ekki heldur eftir. Stjórnlagaráð féll á prófinu við gerð nýrrar stjórnarskrár að þessu leyti. Tillögur stjórnlagaráðs eru þannig að forsætisráðherra verði kosinn af Alþingi og þingmenn geti verið ráðherrar með því að taka sér frí frá þingmennsku þann tíma sem þeir eru ráðherrar. Hætti þeir síðan sem ráðherrar þá komi þeir aftur inn á þing. Slíkt fyrirkomulag nægir ekki til að þrískipta valdinu eins og nauðsynlegt er, þingmenn eiga ekki að vera ráðherrar. Þingmenn eru kjörnir fulltrúar á Alþingi og eiga að setja lög og sinna eftirlitsskyldu með framkvæmdarvaldinu. Verði tillögur stjórnlagaráðs ofan á, mun flokksræðið áfram ríða húsum og Alþingi verður jafn lamað gagnvart framkvæmdarvaldinu og hingað til. Völd Alþingis verða að aukast gagnvart framkvæmdarvaldinu. Vinnubrögðin og umræðan á Alþingi mun breytast með því að framkvæmdarvaldið sé ekki hluti af Alþingi. Er eitthvað flókið við að skilja hvað átt er við með þrískiptingu valds? Það er að dreifa valdi á þrjá staði þannig að ekki safnist óhóflegt vald á einn stað. Allir skilja að skipting á milli löggjafarvalds og dómsvalds er nauðsynleg og virkar ágætlega. Það á því ekki að vera flókið að aðskilja með fullnægjandi hætti á milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Helsta fyrirstaða aðskilnaðar er andstaða flokkanna við að missa völd. Það er af hinu góða og mun bæta menningu og umræðuna á Alþingi. Núverandi stjórnarskrá orðar þetta ágætlega en það þarf bara að taka út að þingmenn geti verið ráðherrar. Það yrði mikil styrking fyrir Alþingi og þingræðið yrði loks almennilega virkt ef algjör aðskilnaður yrði á milli þessara þátta stjórnkerfisins. Völdin færðust þá til Alþingis. Það er því úr vöndu að ráða þegar ganga skal til kosninga um þá skoðanakönnun sem nú fer fram um hvort leggja eigi tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar að gerð nýrri stjórnarskrá. Ef ég segi já, er ég þá að samþykkja ákvæði um að þingmenn verði áfram ráðherrar og fleiri ákvæði sem ég get ekki samþykkt og í mínum huga eru röng. Þrískipting valds er ekki einu sinni nefnd á nafn í tillögum stjórnlagaráðs. Ef ég segi nei, er ég þá að hafna ágætum greinum sem finnast í tillögum stjórnlagaráðs, því vissulega er margt gott og til bóta. Þessi aðferðafræði sem notuð er gengur ekki upp og er röng. Niðurstaðan getur því ekki orðið annað en ágreiningur um hvað kom út úr skoðanakönnuninni. Það er óboðlegt að mínu áliti að bjóða upp á skoðanakönnun með þessum hætti. Það eru stórir kaflar og margar greinar í tillögum stjórnlagaráðs sem miklu máli skipta en ekkert er spurt um og því er þessi könnun ekki byggð á réttum forsendum og eingöngu til þess að slá ryki í augun á kjósendum. Ég mun því segja nei í skoðanakönnun stjórnvalda um hvort leggja eigi vinnu stjórnlagaráðs til grundvallar við breytingu á stjórnarskrá landsins. Nauðsynlegt er að hver einstök grein stjórnarskrárinnar verði vandlega yfirfarin af Alþingi og grundvallaratriði í stjórnskipan lýðræðisríkis um þrískiptingu valds verði virt að fullu. Síðan verði tillaga að nýrri stjórnarskrá lögð fyrir þjóðina til endanlegrar afgreiðslu og þá jafnvel fleiri en einn kostur, þar sem ágreiningur er um einstakar greinar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun