Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar 2. júlí 2025 15:31 Nýlega samþykkti Co-op, ein stærsta matvöruverslunarkeðja Bretlands, að hætta alfarið að versla með vörur frá Ísrael. Þetta var ákveðið á hluthafafundi. Ákvörðunin sýnir að þegar vilji er til staðar, þá er þetta hægt. Hvers vegna geta matvöruverslanir á Íslandi ekki gert slíkt hið sama? Samkvæmt alþjóðalögum er óheimilt að eiga í viðskiptum með vörur sem koma frá hernumdu landsvæði. Alþjóðadómstóllinn hefur einnig staðfest að ríki hafi skyldu til að forðast hvers kyns efnahags- eða viðskiptasamstarf sem styrkir ólöglegt hernám Ísraels á palestínsku landsvæði: „Ríki bera ábyrgð á því að forðast efnahags- eða viðskiptatengsl við Ísrael sem styrkja ólöglega nærveru þess á hernumdum svæðum“ Það er ekki bara hernámið sem brýtur gegn alþjóðalögum – það er líka efnahagskerfið sem er byggt á hernáminu. Hér eru nokkrar lykilstaðreyndir um hvernig hagkerfi Ísraels byggir á arðráni og kúgun Palestínumanna: 1. Arðrán á auðlindum Palestínu Ísrael hefur yfirráð yfir grunnvatnsbólum og ræktanlegu landi á Vesturbakkanum og notar það fyrir eigin byggðastefnu, á meðan Palestínumenn fá takmarkað aðgengi að lífsnauðsynlegum auðlindum til landbúnaðar og framfærslu. Ísrael nýtir líka náttúruauðlindir Palestínu, svo sem steinefni, á eigin forsendum og án samþykkis. 2. Hernaðarvæðing hagkerfisins Ísrael er leiðandi í framleiðslu og útflutningi vopna. Ný tækni er þróuð og prófuð í beinum hernaðaraðgerðum á hernumdum svæðum og síðan seld sem „bardagaprófuð“ vopn. Þessi iðnaður er orðinn burðarás í efnahag landsins og styrktur með fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum, eins og F-35 flugvélarverkefninu undir forystu Bandaríkjanna. 3. Kerfisbundin kúgun á efnahagsþróun Palestínu Palestínumenn búa við strangar ferðatakmarkanir, höft á viðskiptum og leyfiskerfi sem gera frumkvöðlastarfsemi nánast ómögulega. Að auki eru innflutningslistar og takmarkanir á fjármálum notaðar til að veikja atvinnulíf og byggja upp háð Ísraelsku hagkerfi. Þetta er stefnumarkandi „afturförarstefna“ sem dregur úr getu Palestínumanna til sjálfbærrar þróunar. 4. Afleiðingarnar: fátækt og samfélagið háð alþjóðlegri hjálp Afleiðingar þessara stefna eru skelfilegar: atvinnuleysi, fátækt og sundurtættir innviðir. Einkum í Gaza hefur Ísrael kerfisbundið gjöreyðilagt hverskyns framleiðslugetu og nánast alla mikilvæga innviði. Palestínumenn eru fastir í vítahring þar sem möguleikar til uppbyggingar eru stöðugt kæfðir og eini kosturinn oft alþjóðleg aðstoð. Nú er fólkinu á Gaza neitað um nánast alla alþjóðlega aðstoð því Ísrael stjórnar því hvað fer inn og hvað fer út. Við berum ábyrgð líka Ísland getur og ætti að gera betur. Við getum krafist þess að íslenskar verslanir, sér í lagi stórar matvöruverslanir eins og Krónan, Nettó, Hagkaup og Bónus geri það hreinlega að yfirlýstri stefnu sinni að hafna öllum vörum frá Ísrael. Gerum eins og Co-opo og setjum smá metnað í þetta. Þetta er siðferðisleg skylda. Þá þurfa aktívistarnir ekki að hringsóla um búðirnar ykkar í leit af vörum sem er smygglað inn undir öðrum merkjum, hvort sem það eru döðlur eða avókadó. Við eigum ekki að hagnast á þjáningu annarra. Þögn er meðábyrgð. Höfundur hefur starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar í 18 ár og starfar nú sem öryggisráðgjafi í Afríku og Miðausturlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helen Ólafsdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Nýlega samþykkti Co-op, ein stærsta matvöruverslunarkeðja Bretlands, að hætta alfarið að versla með vörur frá Ísrael. Þetta var ákveðið á hluthafafundi. Ákvörðunin sýnir að þegar vilji er til staðar, þá er þetta hægt. Hvers vegna geta matvöruverslanir á Íslandi ekki gert slíkt hið sama? Samkvæmt alþjóðalögum er óheimilt að eiga í viðskiptum með vörur sem koma frá hernumdu landsvæði. Alþjóðadómstóllinn hefur einnig staðfest að ríki hafi skyldu til að forðast hvers kyns efnahags- eða viðskiptasamstarf sem styrkir ólöglegt hernám Ísraels á palestínsku landsvæði: „Ríki bera ábyrgð á því að forðast efnahags- eða viðskiptatengsl við Ísrael sem styrkja ólöglega nærveru þess á hernumdum svæðum“ Það er ekki bara hernámið sem brýtur gegn alþjóðalögum – það er líka efnahagskerfið sem er byggt á hernáminu. Hér eru nokkrar lykilstaðreyndir um hvernig hagkerfi Ísraels byggir á arðráni og kúgun Palestínumanna: 1. Arðrán á auðlindum Palestínu Ísrael hefur yfirráð yfir grunnvatnsbólum og ræktanlegu landi á Vesturbakkanum og notar það fyrir eigin byggðastefnu, á meðan Palestínumenn fá takmarkað aðgengi að lífsnauðsynlegum auðlindum til landbúnaðar og framfærslu. Ísrael nýtir líka náttúruauðlindir Palestínu, svo sem steinefni, á eigin forsendum og án samþykkis. 2. Hernaðarvæðing hagkerfisins Ísrael er leiðandi í framleiðslu og útflutningi vopna. Ný tækni er þróuð og prófuð í beinum hernaðaraðgerðum á hernumdum svæðum og síðan seld sem „bardagaprófuð“ vopn. Þessi iðnaður er orðinn burðarás í efnahag landsins og styrktur með fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum, eins og F-35 flugvélarverkefninu undir forystu Bandaríkjanna. 3. Kerfisbundin kúgun á efnahagsþróun Palestínu Palestínumenn búa við strangar ferðatakmarkanir, höft á viðskiptum og leyfiskerfi sem gera frumkvöðlastarfsemi nánast ómögulega. Að auki eru innflutningslistar og takmarkanir á fjármálum notaðar til að veikja atvinnulíf og byggja upp háð Ísraelsku hagkerfi. Þetta er stefnumarkandi „afturförarstefna“ sem dregur úr getu Palestínumanna til sjálfbærrar þróunar. 4. Afleiðingarnar: fátækt og samfélagið háð alþjóðlegri hjálp Afleiðingar þessara stefna eru skelfilegar: atvinnuleysi, fátækt og sundurtættir innviðir. Einkum í Gaza hefur Ísrael kerfisbundið gjöreyðilagt hverskyns framleiðslugetu og nánast alla mikilvæga innviði. Palestínumenn eru fastir í vítahring þar sem möguleikar til uppbyggingar eru stöðugt kæfðir og eini kosturinn oft alþjóðleg aðstoð. Nú er fólkinu á Gaza neitað um nánast alla alþjóðlega aðstoð því Ísrael stjórnar því hvað fer inn og hvað fer út. Við berum ábyrgð líka Ísland getur og ætti að gera betur. Við getum krafist þess að íslenskar verslanir, sér í lagi stórar matvöruverslanir eins og Krónan, Nettó, Hagkaup og Bónus geri það hreinlega að yfirlýstri stefnu sinni að hafna öllum vörum frá Ísrael. Gerum eins og Co-opo og setjum smá metnað í þetta. Þetta er siðferðisleg skylda. Þá þurfa aktívistarnir ekki að hringsóla um búðirnar ykkar í leit af vörum sem er smygglað inn undir öðrum merkjum, hvort sem það eru döðlur eða avókadó. Við eigum ekki að hagnast á þjáningu annarra. Þögn er meðábyrgð. Höfundur hefur starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar í 18 ár og starfar nú sem öryggisráðgjafi í Afríku og Miðausturlöndum.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun