Aukið frjálsræði og afnám viðskiptahindrana Bjarni Már Gylfason skrifar 18. október 2012 06:00 Innri markaður Evrópu á 20 ára afmæli um þessar mundir. Árið 1993 varð Ísland fullgildur aðili að markaðnum með EES-samningum. Aðild Íslands var umdeild á sínum tíma og þótti mörgum víst að hún fæli í sér talsvert afsal fullveldis og að margvísleg atvinnustarfsemi á Íslandi yrði undir í frjálsri samkeppni á vissum sviðum. Það reyndist rétt að nokkru leyti. Á móti kemur að þær breytingar sem orðið hafa á síðastliðnum tveimur áratugum hafa gjörbreytt íslensku viðskiptaumhverfi til hins betra og við orðið samkeppnishæfari á nýjum sviðum. Þrátt fyrir djúpa efnahagskreppu á Íslandi síðustu árin er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að árlegur hagvöxtur hefur verið tæp 3% frá því Ísland tengdist innri markaðnum. Aukinn útflutningur og alþjóðavæðing, fjölbreyttara atvinnulíf og efnahagslegar framfarir er ekki síst að þakka þeirri umgjörð sem aðild að innri markaði Evrópu hefur fært okkur. Tilvist innri markaðarins hefur raunar breytt því hvernig viðskipti eiga sér stað, hvernig ferðalögum og námi er háttað og hvernig margvísleg löggjöf er innleidd. Fyrir aðild skuldbindum við okkur nefnilega til að taka upp alla löggjöf ESB sem varðar innri markaðinn fyrir utan sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Þetta þýðir að viðskiptaumhverfi okkar er að mestu leyti það sama og hjá helstu viðskiptavinum og keppinautum okkar. Þetta kallar á visst valdaframsal en á móti fáum við aðgang að vandaðri lagasetningu en við sjálf hefðum ráðrúm til að hanna. Í raun má segja að með aðgangi að innri markaðnum hafi eitt stærsta viðskiptatækifæri okkar fram að þessu verið opnað. Erfitt er að ímynda sér íslenskt atvinnulíf í dag ef við værum ekki að starfa í sömu umgjörð og löndin í kringum okkur. Innri markaðurinn felur í sér að viðskipti með vörur og þjónustu, fjármagn og flutningur fólks er frjáls í 27 aðildarríkjum svæðisins þar sem um 500 milljónir manna búa og 23 milljónir fyrirtækja eru starfrækt. Þrátt fyrir þetta eru miklar áskoranir fram undan. Hætt er við að innri markaðurinn sjálfur verði fórnarlamb kreppunnar sem nú ríkir enda þekkt að viðbrögð sumra ríkja við kreppu eru að draga saman seglin og byggja varnarmúra í kringum sig. En það mun ekki skila neinum árangri fyrir íbúa svæðisins í heild sinni enda mun hvers kyns verndarstefna og einangrun draga úr umsvifum efnahagslífsins. Aukið frjálsræði og flæði í viðskiptum samhliða afnámi óæskilegra viðskiptahindrana er ævinlega uppskrift að aukinni hagsæld. Af þessum sökum felst leið Evrópu út úr kreppunni m.a. í að styrkja enn frekar innri markaðinn sem nú fagnar 20 ára afmæli sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Innri markaður Evrópu á 20 ára afmæli um þessar mundir. Árið 1993 varð Ísland fullgildur aðili að markaðnum með EES-samningum. Aðild Íslands var umdeild á sínum tíma og þótti mörgum víst að hún fæli í sér talsvert afsal fullveldis og að margvísleg atvinnustarfsemi á Íslandi yrði undir í frjálsri samkeppni á vissum sviðum. Það reyndist rétt að nokkru leyti. Á móti kemur að þær breytingar sem orðið hafa á síðastliðnum tveimur áratugum hafa gjörbreytt íslensku viðskiptaumhverfi til hins betra og við orðið samkeppnishæfari á nýjum sviðum. Þrátt fyrir djúpa efnahagskreppu á Íslandi síðustu árin er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að árlegur hagvöxtur hefur verið tæp 3% frá því Ísland tengdist innri markaðnum. Aukinn útflutningur og alþjóðavæðing, fjölbreyttara atvinnulíf og efnahagslegar framfarir er ekki síst að þakka þeirri umgjörð sem aðild að innri markaði Evrópu hefur fært okkur. Tilvist innri markaðarins hefur raunar breytt því hvernig viðskipti eiga sér stað, hvernig ferðalögum og námi er háttað og hvernig margvísleg löggjöf er innleidd. Fyrir aðild skuldbindum við okkur nefnilega til að taka upp alla löggjöf ESB sem varðar innri markaðinn fyrir utan sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Þetta þýðir að viðskiptaumhverfi okkar er að mestu leyti það sama og hjá helstu viðskiptavinum og keppinautum okkar. Þetta kallar á visst valdaframsal en á móti fáum við aðgang að vandaðri lagasetningu en við sjálf hefðum ráðrúm til að hanna. Í raun má segja að með aðgangi að innri markaðnum hafi eitt stærsta viðskiptatækifæri okkar fram að þessu verið opnað. Erfitt er að ímynda sér íslenskt atvinnulíf í dag ef við værum ekki að starfa í sömu umgjörð og löndin í kringum okkur. Innri markaðurinn felur í sér að viðskipti með vörur og þjónustu, fjármagn og flutningur fólks er frjáls í 27 aðildarríkjum svæðisins þar sem um 500 milljónir manna búa og 23 milljónir fyrirtækja eru starfrækt. Þrátt fyrir þetta eru miklar áskoranir fram undan. Hætt er við að innri markaðurinn sjálfur verði fórnarlamb kreppunnar sem nú ríkir enda þekkt að viðbrögð sumra ríkja við kreppu eru að draga saman seglin og byggja varnarmúra í kringum sig. En það mun ekki skila neinum árangri fyrir íbúa svæðisins í heild sinni enda mun hvers kyns verndarstefna og einangrun draga úr umsvifum efnahagslífsins. Aukið frjálsræði og flæði í viðskiptum samhliða afnámi óæskilegra viðskiptahindrana er ævinlega uppskrift að aukinni hagsæld. Af þessum sökum felst leið Evrópu út úr kreppunni m.a. í að styrkja enn frekar innri markaðinn sem nú fagnar 20 ára afmæli sínu.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun