Flökkusagan endurtekin Valgarður Guðjónsson skrifar 20. október 2012 06:00 Sigurður Pálsson skrifar grein í Fréttablaðið 18. október þar sem hann sakar mig um rangfærslur, áróðursfrasa og að vaða reyk í Silfri Egils síðastliðinn sunnudag. Stór orð, en engin rök. Það er rétt hjá Sigurði að það hefur komið fram að það fyrirkomulag að ein kirkjudeild njóti stuðnings ríkisins umfram aðrar er tæknilega ekki talið brot gegn Mannréttindasáttmála Evrópu í sjálfu sér. Það á sér reyndar sögulegar skýringar sem rekja má til þess þegar sáttmálinn var gerður, þá var beitt hálfgerðu „neitunarvaldi“ gegn þessu sjálfsagða ákvæði. Það eru hins vegar gerðar mjög strangar kröfur um fyrirkomulagið og allar líkur eru á að íslenska ríkiskirkjan sé brot á Mannréttindasáttmála Evrópu. Vonandi verður fyrsta skrefið stigið til að afnema þetta óláns fyrirkomulag í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs. Ef ekki, þá er sjálfgefið að senda þetta til Evrópu til umfjöllunar. Oftast er reyndar vísað til úrskurðar Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Darby gegn sænska ríkinu (nr. 11581/85). Þar er sænska ríkið sýknað á þeim forsendum að borgarar þar geti lækkað skatta sína með því að segja sig úr trúfélögum. Þetta er ekki þannig hér á landi, ég borga nákvæmlega sömu skatta, hvort sem ég er í þjóðkirkjunni eða utan trúfélaga. Þannig staðfestir þessi úrskurður Mannréttindadómstólsins í raun að fyrirkomulagið hér á Íslandi brjóti gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. Hæstiréttur Íslands komst svo að þeirri niðurstöðu 2007 að það bryti ekki í bága við mannréttindi Ásatrúarfélaga að fá lægri greiðslur en þjóðkirkjan. Undarleg niðurstaða, en snýst aðeins um greiðslur og tekur ekki á misrétti gagnvart þeim sem standa utan trúfélaga. Dómurinn sem Sigurður vísar til (Kokkinakis gegn grískum stjórnvöldum) er svo hreint afbragð. Þetta er mál Grikkja sem var ítrekað dæmdur í fangelsi og til hárra sekta á fyrri hluta síðustu aldar fyrir að skipta um trú! Það eru umburðarlyndir „ferðafélagar“ sem kirkjan velur sér. Enn betra, niðurstaða réttarins í máli Kokkinakis – fyrir utan skaðabætur sem gríska ríkið þurfti að greiða honum: 1. Holds by six votes to three that there has been a breach of Article 9 (art. 9); Þá heldur Sigurður því fram að þjóðkirkjan sé ekki ríkisrekin en færir ekki önnur rök fyrir því en að það sé skilningur ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar. Engar upplýsingar færir Sigurður fram um hvað hann hafi fyrir sér í því að þetta sé skilningur ríkisvaldsins. Og þó svo væri, þá kemst hann ekki fram hjá því að rekstur kirkjunnar er greiddur úr sameiginlegum sjóðum. Þá kemur þessi bábilja um að sóknargjöldin séu félagsgjöld. Enn færir Sigurður engin rök fyrir sinni fullyrðingu, hann bara fullyrðir. Skoðum aðeins rökin sem ég hef fyrir minni skoðun, ég færi nefnilega rök fyrir mínum skoðunum. Þetta eru ekki félagsgjöld vegna þess að (a) kirkjan ákveður gjöldin ekki eins og félög sem rekin eru af félagsgjöldum, (b) kirkjan innheimtir gjöldin ekki og (c) við greiðum öll jafnmikið til kirkjunnar, hvort sem við erum innan eða utan trúfélaga. Vill ríkiskirkjan standa við stóru orðin um að þetta séu félagsgjöld? Gjörið svo vel. Innheimtið þetta sjálf, eins og önnur félög. Látið verkin tala ef þið meinið eitthvað með þessu tali. Þar fyrir utan má nefna (d) að prestar staðfesta meira að segja þennan skilning minn þegar þeir kvarta undan því að greiðslur til kirkjunnar lækki þegar meðlimum hennar fækkar. Það breytir engu um þetta að kirkjurnar séu reknar fyrir þennan almenna skatt eða að söfnuðir þeirra beri ábyrgð á fjárhagnum. Þetta er skattur á alla, ég get ekki losnað við að greiða hann. Hitt er svo þetta tal um jarðir kirkjunnar. Ríkið yfirtók þessar jarðir 1907 og níutíu árum seinna var gert undarlegt samkomulag. Þessu var stillt upp þannig að ríkið væri að greiða kirkjunni arð fyrir jarðirnar. Þetta stenst heldur ekki skoðun. Engin tilraun var gerð til að meta verðmæti jarðanna, ekkert samhengi er því milli greiðslna og hugsanlegra verðmæta. Ekki var skoðað hvernig kirkjan eignaðist viðkomandi jarðir. Enda virðast ekki liggja neinar upplýsingar fyrir um hvaða jarðir þetta voru. Og til að kóróna vitleysuna þá halda prestar áfram að hirða hlunnindi af jörðunum. En þetta er jú aftur greitt úr, nema hvað, ríkissjóði. Sigurður færir reyndar engin rök fyrir því að þetta sé ekki ríkisrekstur. Enda vandséð hvaðan þau rök ættu að koma. Niðurlag greinar Sigurðar er að biðja um röklega umræðu. Já, endilega Sigurður, komdu með rök en ekki upphrópanir og stimpla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Sigurður Pálsson skrifar grein í Fréttablaðið 18. október þar sem hann sakar mig um rangfærslur, áróðursfrasa og að vaða reyk í Silfri Egils síðastliðinn sunnudag. Stór orð, en engin rök. Það er rétt hjá Sigurði að það hefur komið fram að það fyrirkomulag að ein kirkjudeild njóti stuðnings ríkisins umfram aðrar er tæknilega ekki talið brot gegn Mannréttindasáttmála Evrópu í sjálfu sér. Það á sér reyndar sögulegar skýringar sem rekja má til þess þegar sáttmálinn var gerður, þá var beitt hálfgerðu „neitunarvaldi“ gegn þessu sjálfsagða ákvæði. Það eru hins vegar gerðar mjög strangar kröfur um fyrirkomulagið og allar líkur eru á að íslenska ríkiskirkjan sé brot á Mannréttindasáttmála Evrópu. Vonandi verður fyrsta skrefið stigið til að afnema þetta óláns fyrirkomulag í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs. Ef ekki, þá er sjálfgefið að senda þetta til Evrópu til umfjöllunar. Oftast er reyndar vísað til úrskurðar Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Darby gegn sænska ríkinu (nr. 11581/85). Þar er sænska ríkið sýknað á þeim forsendum að borgarar þar geti lækkað skatta sína með því að segja sig úr trúfélögum. Þetta er ekki þannig hér á landi, ég borga nákvæmlega sömu skatta, hvort sem ég er í þjóðkirkjunni eða utan trúfélaga. Þannig staðfestir þessi úrskurður Mannréttindadómstólsins í raun að fyrirkomulagið hér á Íslandi brjóti gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. Hæstiréttur Íslands komst svo að þeirri niðurstöðu 2007 að það bryti ekki í bága við mannréttindi Ásatrúarfélaga að fá lægri greiðslur en þjóðkirkjan. Undarleg niðurstaða, en snýst aðeins um greiðslur og tekur ekki á misrétti gagnvart þeim sem standa utan trúfélaga. Dómurinn sem Sigurður vísar til (Kokkinakis gegn grískum stjórnvöldum) er svo hreint afbragð. Þetta er mál Grikkja sem var ítrekað dæmdur í fangelsi og til hárra sekta á fyrri hluta síðustu aldar fyrir að skipta um trú! Það eru umburðarlyndir „ferðafélagar“ sem kirkjan velur sér. Enn betra, niðurstaða réttarins í máli Kokkinakis – fyrir utan skaðabætur sem gríska ríkið þurfti að greiða honum: 1. Holds by six votes to three that there has been a breach of Article 9 (art. 9); Þá heldur Sigurður því fram að þjóðkirkjan sé ekki ríkisrekin en færir ekki önnur rök fyrir því en að það sé skilningur ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar. Engar upplýsingar færir Sigurður fram um hvað hann hafi fyrir sér í því að þetta sé skilningur ríkisvaldsins. Og þó svo væri, þá kemst hann ekki fram hjá því að rekstur kirkjunnar er greiddur úr sameiginlegum sjóðum. Þá kemur þessi bábilja um að sóknargjöldin séu félagsgjöld. Enn færir Sigurður engin rök fyrir sinni fullyrðingu, hann bara fullyrðir. Skoðum aðeins rökin sem ég hef fyrir minni skoðun, ég færi nefnilega rök fyrir mínum skoðunum. Þetta eru ekki félagsgjöld vegna þess að (a) kirkjan ákveður gjöldin ekki eins og félög sem rekin eru af félagsgjöldum, (b) kirkjan innheimtir gjöldin ekki og (c) við greiðum öll jafnmikið til kirkjunnar, hvort sem við erum innan eða utan trúfélaga. Vill ríkiskirkjan standa við stóru orðin um að þetta séu félagsgjöld? Gjörið svo vel. Innheimtið þetta sjálf, eins og önnur félög. Látið verkin tala ef þið meinið eitthvað með þessu tali. Þar fyrir utan má nefna (d) að prestar staðfesta meira að segja þennan skilning minn þegar þeir kvarta undan því að greiðslur til kirkjunnar lækki þegar meðlimum hennar fækkar. Það breytir engu um þetta að kirkjurnar séu reknar fyrir þennan almenna skatt eða að söfnuðir þeirra beri ábyrgð á fjárhagnum. Þetta er skattur á alla, ég get ekki losnað við að greiða hann. Hitt er svo þetta tal um jarðir kirkjunnar. Ríkið yfirtók þessar jarðir 1907 og níutíu árum seinna var gert undarlegt samkomulag. Þessu var stillt upp þannig að ríkið væri að greiða kirkjunni arð fyrir jarðirnar. Þetta stenst heldur ekki skoðun. Engin tilraun var gerð til að meta verðmæti jarðanna, ekkert samhengi er því milli greiðslna og hugsanlegra verðmæta. Ekki var skoðað hvernig kirkjan eignaðist viðkomandi jarðir. Enda virðast ekki liggja neinar upplýsingar fyrir um hvaða jarðir þetta voru. Og til að kóróna vitleysuna þá halda prestar áfram að hirða hlunnindi af jörðunum. En þetta er jú aftur greitt úr, nema hvað, ríkissjóði. Sigurður færir reyndar engin rök fyrir því að þetta sé ekki ríkisrekstur. Enda vandséð hvaðan þau rök ættu að koma. Niðurlag greinar Sigurðar er að biðja um röklega umræðu. Já, endilega Sigurður, komdu með rök en ekki upphrópanir og stimpla.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun