Völd forsætisráðherra skv. tillögum stjórnlagaráðs Eyjólfur Ármannsson skrifar 19. október 2012 06:00 Áhugaverðasti kaflinn í tillögum stjórnlagaráðs til þjóðaratkvæðis 20. október er V. kafli um ráðherra og ríkisstjórn. Þar (í 86. gr.) kemur fram að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Í 90. gr. tillagnanna segir að forsætisráðherra skipi aðra ráðherra, veiti þeim lausn, ákveði skipan ráðuneyta, tölu ráðherra og skipti með þeim störfum. Forsætisráðherra hefur einnig yfirumsjón með störfum ráðherra. Alþingi kýs forsætisráðherra samkvæmt tillögunum, en kemur ekki að vali annarra ráðherra. Hvernig getur venjulegur ráðherra verið æðsti handhafi framkvæmdarvalds þegar forsætisráðherra skipar ráðherra, getur veitt honum lausn frá embætti og fer með yfirumsjón með störfum hans? Augljóst er að forsætisráðherra er í stöðu yfirmanns gagnvart öðrum ráðherrum. Forsætisráðherra er því í raun æðsti handhafi framkvæmdarvalds hvað sem orðum 86. gr. líður. Skipunarvald forsætisráðherra á ráðherrum felur í sér meiri völd en Bandaríkjaforseti hefur þegar hann velur ráðherra í ráðuneyti sitt. Bandaríkjaforseti þarf samþykki öldungadeildar bandaríska þingsins til að tilnefningar hans á ráðherrum öðlist gildi. Tillögur stjórnlagaráðs gera ekki ráð fyrir samþykki Alþingis þegar forsætisráðherra skipar ráðherra. Alþingi getur þó eftir skipun samþykkt vantraust á ráðherra í embætti, en það er takmarkaðra vald en skipunarvald. Samkvæmt tillögunum mun ríkisstjórn taka ákvarðanir sameiginlega um mikilvæg eða stefnumarkandi málefni. Slík ákvörðunartaka ríkisstjórnar samræmist ekki því að einstakir ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Í skýrslu forsætisnefndar um tillögur stjórnlagaráðs kemur fram (um 90. gr.) að „í þingræðinu felist að Alþingi ráði því hverjir sitja í ríkisstjórn. Þannig sé óheimilt að skipa menn sem ekki njóta stuðnings Alþingis í ráðherraembætti og þeim, sem sitja í ráðherraembættum, er skylt að víkja votti þingið þeim vantraust. Það felist því í þingræðisreglunni að ráðherrar sitja í raun í skjóli þingsins.“ Spurning er hvort skipunarvald forsætisráðherra á ráðherrum samrýmist ofangreindri skilgreiningu á þingræði og 1. gr. tillagnanna um að Ísland sé lýðveldi með þingræðisstjórn. Á sama stað í skýrslunni kemur fram að „Þingið ber ábyrgð á forsætisráðherranum, eins og vera ber í þingræðisfyrirkomulagi og forsætisráðherra ber ábyrgð á öðrum ráðherrum“. Þessi ábyrgð forsætisráðherra samræmist ekki því að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds, og felur í sér að ráðherra er ábyrgur gagnvart forsætisráðherra sem væri framar ábyrgð hans gagnvart Alþingi. Þingræðið nær til forsætisráðherra en ekki með sama hætti til annarra ráðherra. Óljósar tillögur stjórnlagaráðs í V. kafla eru skref í rétta átt fyrir þá sem telja að æðsti handhafi framkvæmdarvalds eigi að vera einn (og að sameina eigi embætti forsætisráðherra og forseta). Alþingi ætti hins vegar ekki að kjósa handhafann heldur þjóðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Áhugaverðasti kaflinn í tillögum stjórnlagaráðs til þjóðaratkvæðis 20. október er V. kafli um ráðherra og ríkisstjórn. Þar (í 86. gr.) kemur fram að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Í 90. gr. tillagnanna segir að forsætisráðherra skipi aðra ráðherra, veiti þeim lausn, ákveði skipan ráðuneyta, tölu ráðherra og skipti með þeim störfum. Forsætisráðherra hefur einnig yfirumsjón með störfum ráðherra. Alþingi kýs forsætisráðherra samkvæmt tillögunum, en kemur ekki að vali annarra ráðherra. Hvernig getur venjulegur ráðherra verið æðsti handhafi framkvæmdarvalds þegar forsætisráðherra skipar ráðherra, getur veitt honum lausn frá embætti og fer með yfirumsjón með störfum hans? Augljóst er að forsætisráðherra er í stöðu yfirmanns gagnvart öðrum ráðherrum. Forsætisráðherra er því í raun æðsti handhafi framkvæmdarvalds hvað sem orðum 86. gr. líður. Skipunarvald forsætisráðherra á ráðherrum felur í sér meiri völd en Bandaríkjaforseti hefur þegar hann velur ráðherra í ráðuneyti sitt. Bandaríkjaforseti þarf samþykki öldungadeildar bandaríska þingsins til að tilnefningar hans á ráðherrum öðlist gildi. Tillögur stjórnlagaráðs gera ekki ráð fyrir samþykki Alþingis þegar forsætisráðherra skipar ráðherra. Alþingi getur þó eftir skipun samþykkt vantraust á ráðherra í embætti, en það er takmarkaðra vald en skipunarvald. Samkvæmt tillögunum mun ríkisstjórn taka ákvarðanir sameiginlega um mikilvæg eða stefnumarkandi málefni. Slík ákvörðunartaka ríkisstjórnar samræmist ekki því að einstakir ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Í skýrslu forsætisnefndar um tillögur stjórnlagaráðs kemur fram (um 90. gr.) að „í þingræðinu felist að Alþingi ráði því hverjir sitja í ríkisstjórn. Þannig sé óheimilt að skipa menn sem ekki njóta stuðnings Alþingis í ráðherraembætti og þeim, sem sitja í ráðherraembættum, er skylt að víkja votti þingið þeim vantraust. Það felist því í þingræðisreglunni að ráðherrar sitja í raun í skjóli þingsins.“ Spurning er hvort skipunarvald forsætisráðherra á ráðherrum samrýmist ofangreindri skilgreiningu á þingræði og 1. gr. tillagnanna um að Ísland sé lýðveldi með þingræðisstjórn. Á sama stað í skýrslunni kemur fram að „Þingið ber ábyrgð á forsætisráðherranum, eins og vera ber í þingræðisfyrirkomulagi og forsætisráðherra ber ábyrgð á öðrum ráðherrum“. Þessi ábyrgð forsætisráðherra samræmist ekki því að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds, og felur í sér að ráðherra er ábyrgur gagnvart forsætisráðherra sem væri framar ábyrgð hans gagnvart Alþingi. Þingræðið nær til forsætisráðherra en ekki með sama hætti til annarra ráðherra. Óljósar tillögur stjórnlagaráðs í V. kafla eru skref í rétta átt fyrir þá sem telja að æðsti handhafi framkvæmdarvalds eigi að vera einn (og að sameina eigi embætti forsætisráðherra og forseta). Alþingi ætti hins vegar ekki að kjósa handhafann heldur þjóðin.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun