Hugleiðingar um Álftanesveginn Sveinn Ingi Lýðsson skrifar 18. október 2012 06:00 Nú loks hillir undir langþráðar vegabætur með lagningu nýs Álftanesvegar í stað gamla vegarins yfir Presthólinn sem kostað hefur bæði líf og limi vegfarenda. Vegurinn er barns síns tíma með allar sínar beygjur, hóla og hæðir og stenst engar kröfur um gæði, vegtækni, sjónlínur og öryggi vegfarenda. Fyrstu hugmyndum um nauðsyn vegabóta samfara fjölgun íbúa var hreyft á fyrri hluta tíunda áratugarins en í nærfellt 30 ár hefur í Aðalskipulegi Garðabæjar verið gert ráð fyrir nýju vegstæði þvert yfir Garðahraunið norðan núverandi vegar. Því má segja að undirbúningur hafi staðið með hléum í nærfellt tvo áratugi. Vitað var að svæðið var viðkvæmt og vanda þyrfti mjög til verka. Taka þurfti tillit til margra þátta og ekki síst vegna þess að almennt eru eldhraun friðuð og þeim skuli ekki raska meira en nauðsyn ber til. Að vandlega íhuguðu máli og að loknu yfirgripsmiklu, vönduðu umhverfismati var ný veglína mörkuð á árinu 2002, svokölluð D-leið. Auk þess að vera í samræmi við gildandi skipulag tekur hún mið af því að sneiða hjá sérstæðum hraunmyndunum og auk þess er svokölluðum „Kjarvalsklettum“ hlíft. Andstæðingar þessara vegabóta hafa bent á að svona rask valdi óbætanlegum skemmdum á einstæðu hrauni, gróðurfari og menningarminjum og lagt til að núverandi vegur verði endurbættur. Því miður er slíkt með öllu óraunsætt þar sem vegurinn sker í sundur núverandi íbúðahverfi auk þess að skerða nýtingarmöguleika til íbúðabyggðar á Garðaholti sem er framtíðarbyggingarland Garðabæjar. Gert er ráð fyrir allt að 22 þúsund bíla umferð á sólarhring þegar Garðaholtið og Álftanes hafa fullbyggst. Á undanförnum árum hefur umferð um veginn stóraukist samhliða fjölgun íbúa á Álftanesi. Slysatíðni vegarins er há og óásættanleg í nútíma samfélagi. Valkostirnir voru ekki margir en sá var valinn sem minnstum spjöllum og raski myndi valda. Að vernda og verja það sem fyrir er er góðra gjalda vert en eins og oft áður stöndum við frammi fyrir því að velja og hafna. Að velja á milli hraunsins annars vegar og öryggis og velferðar íbúanna hins vegar ætti flestum að vera auðvelt val. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Sjá meira
Nú loks hillir undir langþráðar vegabætur með lagningu nýs Álftanesvegar í stað gamla vegarins yfir Presthólinn sem kostað hefur bæði líf og limi vegfarenda. Vegurinn er barns síns tíma með allar sínar beygjur, hóla og hæðir og stenst engar kröfur um gæði, vegtækni, sjónlínur og öryggi vegfarenda. Fyrstu hugmyndum um nauðsyn vegabóta samfara fjölgun íbúa var hreyft á fyrri hluta tíunda áratugarins en í nærfellt 30 ár hefur í Aðalskipulegi Garðabæjar verið gert ráð fyrir nýju vegstæði þvert yfir Garðahraunið norðan núverandi vegar. Því má segja að undirbúningur hafi staðið með hléum í nærfellt tvo áratugi. Vitað var að svæðið var viðkvæmt og vanda þyrfti mjög til verka. Taka þurfti tillit til margra þátta og ekki síst vegna þess að almennt eru eldhraun friðuð og þeim skuli ekki raska meira en nauðsyn ber til. Að vandlega íhuguðu máli og að loknu yfirgripsmiklu, vönduðu umhverfismati var ný veglína mörkuð á árinu 2002, svokölluð D-leið. Auk þess að vera í samræmi við gildandi skipulag tekur hún mið af því að sneiða hjá sérstæðum hraunmyndunum og auk þess er svokölluðum „Kjarvalsklettum“ hlíft. Andstæðingar þessara vegabóta hafa bent á að svona rask valdi óbætanlegum skemmdum á einstæðu hrauni, gróðurfari og menningarminjum og lagt til að núverandi vegur verði endurbættur. Því miður er slíkt með öllu óraunsætt þar sem vegurinn sker í sundur núverandi íbúðahverfi auk þess að skerða nýtingarmöguleika til íbúðabyggðar á Garðaholti sem er framtíðarbyggingarland Garðabæjar. Gert er ráð fyrir allt að 22 þúsund bíla umferð á sólarhring þegar Garðaholtið og Álftanes hafa fullbyggst. Á undanförnum árum hefur umferð um veginn stóraukist samhliða fjölgun íbúa á Álftanesi. Slysatíðni vegarins er há og óásættanleg í nútíma samfélagi. Valkostirnir voru ekki margir en sá var valinn sem minnstum spjöllum og raski myndi valda. Að vernda og verja það sem fyrir er er góðra gjalda vert en eins og oft áður stöndum við frammi fyrir því að velja og hafna. Að velja á milli hraunsins annars vegar og öryggis og velferðar íbúanna hins vegar ætti flestum að vera auðvelt val.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun