Flökkusaga? Sigurður Pálsson skrifar 18. október 2012 06:00 Valgarður Guðjónsson, félagi í Siðmennt, var á tali í Silfri Egils sl. sunnudag. Umræðuefnið var spurningin um hvort ákvæði um Þjóðkirkjuna ætti að vera í stjórnarskrá. Þar bar á góma að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði tjáð sig um að það væri ekki brot á mannréttindum þótt eitt trúfélag nyti stuðnings ríkisvaldsins umfram önnur. Valgarður kvaðst hafa heyrt einhverjar „flökkusögur“ um þetta en ekki fengið neina tilvísun í gögn frá dómstólnum. Svo vill til að ég get vísað Valgarði á slóðina: http://www.strasbourgconsortium.org/document.php?DocumentID=4519. Málið snerist reyndar ekki um tengsl ríkis og kirkju. Umræddur dómur var felldur í máli sem Grikki að nafni Kokkinakis höfðaði. Hann hafði gengið til liðs við Votta Jehóva og haft í frammi mótmæli gegn grísku rétttrúnaðarkirkjunni og var dæmdur til refsingar fyrir. Dómstóllinn kvað upp úr með að mannréttindi hefðu verið brotin á manninum. Í rökum fyrir dómsniðurstöðunni er rætt um stöðu grísku rétttrúnaðarkirkjunnar gagnvart gríska ríkinu og þar er yrt um að það sé ekki brot á Mannréttindasáttmála Evrópu þótt ein kirkjudeild njóti stuðnings ríkisvaldsins umfram önnur. Ítarlega umfjöllun um þetta efni má finna í bókinni Law and Religion, Current Legal Issues Volume 4, 2001, ritstýrt af Richard O"Dair og Andrew Lewis, í ritgerð eftir Javier Martinez-Torrón: The European Court of Human rights and Religion. Þá má geta þess að Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvæðið um Þjóðkirkjuna í stjórnarskránni sé ekki andstætt alþjóðlegum mannréttindasamningum sem Ísland er aðili að (mál nr. 109/2007). Það er svo spurning hvort taki því að elta ólar við áróðursfrasa Valgarðs, eins og þegar hann kallar þjóðkirkjuna „ríkisrekna stofnun um einkaskoðanir fólks“, og staðhæfingar hans um að sóknargjöld séu ekki félagsgjöld heldur ríkisstyrkur og að greiðslur ríkisins til kirkjunnar séu ríkisstyrkur en ekki greiðslur til hennar fyrir kirkjujarðir sem ríkið tók yfir og aðrar ámóta áróðurstuggur. Þjóðkirkjan er ekki ríkisrekin, það er bæði skilningur ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar sem gerðu með sér samning þar um árið 1997. sbr. lög um Þjóðkirkjuna sett sama ár. Valgarði er að sjálfsögðu frjálst að rangtúlka þetta en það breytir ekki staðreyndum málsins. Sama gildir um staðhæfingar Valgarðs um að sóknargjöldin séu ekki félagsgjöld sem ríkið hefur tekið að sér að innheimta fyrir þjóðkirkjusöfnuði sem og önnur trúfélög, heldur framlög úr ríkissjóði. Ef menn hirða um að hafa það sem sannara reynist er einfalt að kynna sér lög og greinargerðir sem að þessu lúta. Safnaðarfólk um allt land, bæði sóknarnefndir og aðrir sem virkir eru í kirkjustarfi, vita að Valgarður veður reyk. Söfnuðirnir eru sjálfstæðar einingar sem byggja og reka kirkjur sínar fyrir sóknargjöld og sjálfsaflafé og bera fulla ábyrgð á fjárhag safnaðanna. Þótt rangtúlkanirnar séu endurteknar æ ofan í æ verða þær ekki sannari fyrir það. Ég skora því á alla sem kjósa röklega umræðu byggða á þekkingu og sanngirni að kynna sér málin og láta áróðursblaður sem vind um eyrun þjóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Valgarður Guðjónsson, félagi í Siðmennt, var á tali í Silfri Egils sl. sunnudag. Umræðuefnið var spurningin um hvort ákvæði um Þjóðkirkjuna ætti að vera í stjórnarskrá. Þar bar á góma að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði tjáð sig um að það væri ekki brot á mannréttindum þótt eitt trúfélag nyti stuðnings ríkisvaldsins umfram önnur. Valgarður kvaðst hafa heyrt einhverjar „flökkusögur“ um þetta en ekki fengið neina tilvísun í gögn frá dómstólnum. Svo vill til að ég get vísað Valgarði á slóðina: http://www.strasbourgconsortium.org/document.php?DocumentID=4519. Málið snerist reyndar ekki um tengsl ríkis og kirkju. Umræddur dómur var felldur í máli sem Grikki að nafni Kokkinakis höfðaði. Hann hafði gengið til liðs við Votta Jehóva og haft í frammi mótmæli gegn grísku rétttrúnaðarkirkjunni og var dæmdur til refsingar fyrir. Dómstóllinn kvað upp úr með að mannréttindi hefðu verið brotin á manninum. Í rökum fyrir dómsniðurstöðunni er rætt um stöðu grísku rétttrúnaðarkirkjunnar gagnvart gríska ríkinu og þar er yrt um að það sé ekki brot á Mannréttindasáttmála Evrópu þótt ein kirkjudeild njóti stuðnings ríkisvaldsins umfram önnur. Ítarlega umfjöllun um þetta efni má finna í bókinni Law and Religion, Current Legal Issues Volume 4, 2001, ritstýrt af Richard O"Dair og Andrew Lewis, í ritgerð eftir Javier Martinez-Torrón: The European Court of Human rights and Religion. Þá má geta þess að Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvæðið um Þjóðkirkjuna í stjórnarskránni sé ekki andstætt alþjóðlegum mannréttindasamningum sem Ísland er aðili að (mál nr. 109/2007). Það er svo spurning hvort taki því að elta ólar við áróðursfrasa Valgarðs, eins og þegar hann kallar þjóðkirkjuna „ríkisrekna stofnun um einkaskoðanir fólks“, og staðhæfingar hans um að sóknargjöld séu ekki félagsgjöld heldur ríkisstyrkur og að greiðslur ríkisins til kirkjunnar séu ríkisstyrkur en ekki greiðslur til hennar fyrir kirkjujarðir sem ríkið tók yfir og aðrar ámóta áróðurstuggur. Þjóðkirkjan er ekki ríkisrekin, það er bæði skilningur ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar sem gerðu með sér samning þar um árið 1997. sbr. lög um Þjóðkirkjuna sett sama ár. Valgarði er að sjálfsögðu frjálst að rangtúlka þetta en það breytir ekki staðreyndum málsins. Sama gildir um staðhæfingar Valgarðs um að sóknargjöldin séu ekki félagsgjöld sem ríkið hefur tekið að sér að innheimta fyrir þjóðkirkjusöfnuði sem og önnur trúfélög, heldur framlög úr ríkissjóði. Ef menn hirða um að hafa það sem sannara reynist er einfalt að kynna sér lög og greinargerðir sem að þessu lúta. Safnaðarfólk um allt land, bæði sóknarnefndir og aðrir sem virkir eru í kirkjustarfi, vita að Valgarður veður reyk. Söfnuðirnir eru sjálfstæðar einingar sem byggja og reka kirkjur sínar fyrir sóknargjöld og sjálfsaflafé og bera fulla ábyrgð á fjárhag safnaðanna. Þótt rangtúlkanirnar séu endurteknar æ ofan í æ verða þær ekki sannari fyrir það. Ég skora því á alla sem kjósa röklega umræðu byggða á þekkingu og sanngirni að kynna sér málin og láta áróðursblaður sem vind um eyrun þjóta.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar