Flökkusaga? Sigurður Pálsson skrifar 18. október 2012 06:00 Valgarður Guðjónsson, félagi í Siðmennt, var á tali í Silfri Egils sl. sunnudag. Umræðuefnið var spurningin um hvort ákvæði um Þjóðkirkjuna ætti að vera í stjórnarskrá. Þar bar á góma að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði tjáð sig um að það væri ekki brot á mannréttindum þótt eitt trúfélag nyti stuðnings ríkisvaldsins umfram önnur. Valgarður kvaðst hafa heyrt einhverjar „flökkusögur“ um þetta en ekki fengið neina tilvísun í gögn frá dómstólnum. Svo vill til að ég get vísað Valgarði á slóðina: http://www.strasbourgconsortium.org/document.php?DocumentID=4519. Málið snerist reyndar ekki um tengsl ríkis og kirkju. Umræddur dómur var felldur í máli sem Grikki að nafni Kokkinakis höfðaði. Hann hafði gengið til liðs við Votta Jehóva og haft í frammi mótmæli gegn grísku rétttrúnaðarkirkjunni og var dæmdur til refsingar fyrir. Dómstóllinn kvað upp úr með að mannréttindi hefðu verið brotin á manninum. Í rökum fyrir dómsniðurstöðunni er rætt um stöðu grísku rétttrúnaðarkirkjunnar gagnvart gríska ríkinu og þar er yrt um að það sé ekki brot á Mannréttindasáttmála Evrópu þótt ein kirkjudeild njóti stuðnings ríkisvaldsins umfram önnur. Ítarlega umfjöllun um þetta efni má finna í bókinni Law and Religion, Current Legal Issues Volume 4, 2001, ritstýrt af Richard O"Dair og Andrew Lewis, í ritgerð eftir Javier Martinez-Torrón: The European Court of Human rights and Religion. Þá má geta þess að Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvæðið um Þjóðkirkjuna í stjórnarskránni sé ekki andstætt alþjóðlegum mannréttindasamningum sem Ísland er aðili að (mál nr. 109/2007). Það er svo spurning hvort taki því að elta ólar við áróðursfrasa Valgarðs, eins og þegar hann kallar þjóðkirkjuna „ríkisrekna stofnun um einkaskoðanir fólks“, og staðhæfingar hans um að sóknargjöld séu ekki félagsgjöld heldur ríkisstyrkur og að greiðslur ríkisins til kirkjunnar séu ríkisstyrkur en ekki greiðslur til hennar fyrir kirkjujarðir sem ríkið tók yfir og aðrar ámóta áróðurstuggur. Þjóðkirkjan er ekki ríkisrekin, það er bæði skilningur ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar sem gerðu með sér samning þar um árið 1997. sbr. lög um Þjóðkirkjuna sett sama ár. Valgarði er að sjálfsögðu frjálst að rangtúlka þetta en það breytir ekki staðreyndum málsins. Sama gildir um staðhæfingar Valgarðs um að sóknargjöldin séu ekki félagsgjöld sem ríkið hefur tekið að sér að innheimta fyrir þjóðkirkjusöfnuði sem og önnur trúfélög, heldur framlög úr ríkissjóði. Ef menn hirða um að hafa það sem sannara reynist er einfalt að kynna sér lög og greinargerðir sem að þessu lúta. Safnaðarfólk um allt land, bæði sóknarnefndir og aðrir sem virkir eru í kirkjustarfi, vita að Valgarður veður reyk. Söfnuðirnir eru sjálfstæðar einingar sem byggja og reka kirkjur sínar fyrir sóknargjöld og sjálfsaflafé og bera fulla ábyrgð á fjárhag safnaðanna. Þótt rangtúlkanirnar séu endurteknar æ ofan í æ verða þær ekki sannari fyrir það. Ég skora því á alla sem kjósa röklega umræðu byggða á þekkingu og sanngirni að kynna sér málin og láta áróðursblaður sem vind um eyrun þjóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Valgarður Guðjónsson, félagi í Siðmennt, var á tali í Silfri Egils sl. sunnudag. Umræðuefnið var spurningin um hvort ákvæði um Þjóðkirkjuna ætti að vera í stjórnarskrá. Þar bar á góma að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði tjáð sig um að það væri ekki brot á mannréttindum þótt eitt trúfélag nyti stuðnings ríkisvaldsins umfram önnur. Valgarður kvaðst hafa heyrt einhverjar „flökkusögur“ um þetta en ekki fengið neina tilvísun í gögn frá dómstólnum. Svo vill til að ég get vísað Valgarði á slóðina: http://www.strasbourgconsortium.org/document.php?DocumentID=4519. Málið snerist reyndar ekki um tengsl ríkis og kirkju. Umræddur dómur var felldur í máli sem Grikki að nafni Kokkinakis höfðaði. Hann hafði gengið til liðs við Votta Jehóva og haft í frammi mótmæli gegn grísku rétttrúnaðarkirkjunni og var dæmdur til refsingar fyrir. Dómstóllinn kvað upp úr með að mannréttindi hefðu verið brotin á manninum. Í rökum fyrir dómsniðurstöðunni er rætt um stöðu grísku rétttrúnaðarkirkjunnar gagnvart gríska ríkinu og þar er yrt um að það sé ekki brot á Mannréttindasáttmála Evrópu þótt ein kirkjudeild njóti stuðnings ríkisvaldsins umfram önnur. Ítarlega umfjöllun um þetta efni má finna í bókinni Law and Religion, Current Legal Issues Volume 4, 2001, ritstýrt af Richard O"Dair og Andrew Lewis, í ritgerð eftir Javier Martinez-Torrón: The European Court of Human rights and Religion. Þá má geta þess að Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvæðið um Þjóðkirkjuna í stjórnarskránni sé ekki andstætt alþjóðlegum mannréttindasamningum sem Ísland er aðili að (mál nr. 109/2007). Það er svo spurning hvort taki því að elta ólar við áróðursfrasa Valgarðs, eins og þegar hann kallar þjóðkirkjuna „ríkisrekna stofnun um einkaskoðanir fólks“, og staðhæfingar hans um að sóknargjöld séu ekki félagsgjöld heldur ríkisstyrkur og að greiðslur ríkisins til kirkjunnar séu ríkisstyrkur en ekki greiðslur til hennar fyrir kirkjujarðir sem ríkið tók yfir og aðrar ámóta áróðurstuggur. Þjóðkirkjan er ekki ríkisrekin, það er bæði skilningur ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar sem gerðu með sér samning þar um árið 1997. sbr. lög um Þjóðkirkjuna sett sama ár. Valgarði er að sjálfsögðu frjálst að rangtúlka þetta en það breytir ekki staðreyndum málsins. Sama gildir um staðhæfingar Valgarðs um að sóknargjöldin séu ekki félagsgjöld sem ríkið hefur tekið að sér að innheimta fyrir þjóðkirkjusöfnuði sem og önnur trúfélög, heldur framlög úr ríkissjóði. Ef menn hirða um að hafa það sem sannara reynist er einfalt að kynna sér lög og greinargerðir sem að þessu lúta. Safnaðarfólk um allt land, bæði sóknarnefndir og aðrir sem virkir eru í kirkjustarfi, vita að Valgarður veður reyk. Söfnuðirnir eru sjálfstæðar einingar sem byggja og reka kirkjur sínar fyrir sóknargjöld og sjálfsaflafé og bera fulla ábyrgð á fjárhag safnaðanna. Þótt rangtúlkanirnar séu endurteknar æ ofan í æ verða þær ekki sannari fyrir það. Ég skora því á alla sem kjósa röklega umræðu byggða á þekkingu og sanngirni að kynna sér málin og láta áróðursblaður sem vind um eyrun þjóta.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun