Almenningur ræður framámönnunum Andrés Magnússon skrifar 18. október 2012 06:00 Rithöfundurinn Charles Bukowski var eitt sinn inntur eftir því hvers vegna hann væri ekki meira þjóðfélagslega meðvitaður í skrifum sínum. Hann svaraði að í raun og veru hefði þetta verið miklu betra áður en lýðræðið kom til, þá skipuðu yfirvöldin þér fyrir í einu og öllu; nú þarftu fyrst að kjósa þá og svo skipa þeir þér fyrir! Bukowski blessaður var ekki sá eini sem hafði litla trú á að almenningur fengi nokkru að ráða þótt „stjórnmálaflokka tilhögun“ (einnig kallað lýðræði) væri komið á. Þegar Grikkir til forna voru að þreifa sig áfram með þróun lýðræðis þá komust þeir fljótt að því að fulltrúalýðræðið væri svo gallað að þeir aflögðu það og tóku í staðinn upp aðrar aðferðir sem þeim fannst endurspegla betur vilja almennings. Skoðanakannanir á Íslandi hafa til dæmis um langt árabil sýnt að 70-80% þjóðarinnar eru á móti kvótakerfinu, samt hafa breytingar á því alltaf verið stoppaðar af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi. Alls konar sérhagsmunir og peningar hafa greiðan aðgang að kjörnum fulltrúum og stundum virkar fulltrúasamkundan sem flöskuháls fyrir vilja almennings frekar en farvegur fyrir hann. Prófkjör er ein af þeim tilraunum sem gerðar hafa verið til þess að tempra einveldi stjórnmálaflokka og ljá almenningi meiri áhrif. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir þar til að næsta prófkjörshrina hefst. Lítum á nokkra galla við prófkjör: Hver flokkur fyrir sig semur flóknar prófkjörsreglur, flókin og óljós kæruferli, engin utankjörfundakosning, langir framboðsfrestir, mismunandi aldurstakmörk, tímafrekt, fjárfrekt fyrir frambjóðendur o.s.frv. Smölun tíðkast, menn sem ætla sér ekki að kjósa viðkomandi flokk kjósa samt í prófkjöri hans. Stundum er reynt að koma í veg fyrir smölun með því að láta kosta að ganga í flokkinn fyrir kosningar, þ.e. menn greiða fyrir að taka þátt í prófkjöri; stundum greiðir sá sem er að smala flokksgjaldið fyrir hinn smalaða og þannig geta fjársterkir aðilar smalað meira í prófkjör en aðrir. En aðalgallinn er að aðeins hinir flokksbundnu geta kosið í prófkjöri, allir hinir sem munu kjósa flokkinn í næstu kosningum en eru ekki meðlimir í flokknum ráða engu um hverjir verða efstir og fara inn á þing. Nýja stjórnarskráin tekur á þessu vandamáli, reyndar er rauði þráðurinn í henni einmitt að tempra einveldi stjórnmálaflokkanna og færa valdið nær almenningi, í þessu tilviki með því að almenningur, sérhver kjósandi í kjörklefanum krossar við þá einstaklinga sem hann vill að verði efstu mennirnir á sínum lista. Þá leysast öll vandamálin varðandi prófkjörin sem að ofan eru rakin, í reynd verða prófkjörin færð inn í kjörklefann. Þetta er reyndar svo sjálfsögð lýðræðisbót að hún hefur fyrir löngu verið tekin upp í mörgum nágrannalöndum okkar. Þetta er bara eitt dæmi um þau fjölmörgu atriði í nýjum stjórnarskrárdrögum sem færa almenningi meiri áhrif í stjórn landsins; önnur eru t.d. að almenningur getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur o.s.frv. Þann 20. okt. verður þér boðið að hafa völdin sjálf/ur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Rithöfundurinn Charles Bukowski var eitt sinn inntur eftir því hvers vegna hann væri ekki meira þjóðfélagslega meðvitaður í skrifum sínum. Hann svaraði að í raun og veru hefði þetta verið miklu betra áður en lýðræðið kom til, þá skipuðu yfirvöldin þér fyrir í einu og öllu; nú þarftu fyrst að kjósa þá og svo skipa þeir þér fyrir! Bukowski blessaður var ekki sá eini sem hafði litla trú á að almenningur fengi nokkru að ráða þótt „stjórnmálaflokka tilhögun“ (einnig kallað lýðræði) væri komið á. Þegar Grikkir til forna voru að þreifa sig áfram með þróun lýðræðis þá komust þeir fljótt að því að fulltrúalýðræðið væri svo gallað að þeir aflögðu það og tóku í staðinn upp aðrar aðferðir sem þeim fannst endurspegla betur vilja almennings. Skoðanakannanir á Íslandi hafa til dæmis um langt árabil sýnt að 70-80% þjóðarinnar eru á móti kvótakerfinu, samt hafa breytingar á því alltaf verið stoppaðar af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi. Alls konar sérhagsmunir og peningar hafa greiðan aðgang að kjörnum fulltrúum og stundum virkar fulltrúasamkundan sem flöskuháls fyrir vilja almennings frekar en farvegur fyrir hann. Prófkjör er ein af þeim tilraunum sem gerðar hafa verið til þess að tempra einveldi stjórnmálaflokka og ljá almenningi meiri áhrif. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir þar til að næsta prófkjörshrina hefst. Lítum á nokkra galla við prófkjör: Hver flokkur fyrir sig semur flóknar prófkjörsreglur, flókin og óljós kæruferli, engin utankjörfundakosning, langir framboðsfrestir, mismunandi aldurstakmörk, tímafrekt, fjárfrekt fyrir frambjóðendur o.s.frv. Smölun tíðkast, menn sem ætla sér ekki að kjósa viðkomandi flokk kjósa samt í prófkjöri hans. Stundum er reynt að koma í veg fyrir smölun með því að láta kosta að ganga í flokkinn fyrir kosningar, þ.e. menn greiða fyrir að taka þátt í prófkjöri; stundum greiðir sá sem er að smala flokksgjaldið fyrir hinn smalaða og þannig geta fjársterkir aðilar smalað meira í prófkjör en aðrir. En aðalgallinn er að aðeins hinir flokksbundnu geta kosið í prófkjöri, allir hinir sem munu kjósa flokkinn í næstu kosningum en eru ekki meðlimir í flokknum ráða engu um hverjir verða efstir og fara inn á þing. Nýja stjórnarskráin tekur á þessu vandamáli, reyndar er rauði þráðurinn í henni einmitt að tempra einveldi stjórnmálaflokkanna og færa valdið nær almenningi, í þessu tilviki með því að almenningur, sérhver kjósandi í kjörklefanum krossar við þá einstaklinga sem hann vill að verði efstu mennirnir á sínum lista. Þá leysast öll vandamálin varðandi prófkjörin sem að ofan eru rakin, í reynd verða prófkjörin færð inn í kjörklefann. Þetta er reyndar svo sjálfsögð lýðræðisbót að hún hefur fyrir löngu verið tekin upp í mörgum nágrannalöndum okkar. Þetta er bara eitt dæmi um þau fjölmörgu atriði í nýjum stjórnarskrárdrögum sem færa almenningi meiri áhrif í stjórn landsins; önnur eru t.d. að almenningur getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur o.s.frv. Þann 20. okt. verður þér boðið að hafa völdin sjálf/ur.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun