Loksins fáum við að kjósa Eiríkur Bergmann skrifar 18. október 2012 06:00 Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október næstkomandi fer nú um þjóðfélagið viðamikil og efnisrík umræða um stjórnarskrána, grundvallarlög lýðveldisins. Loksins. Við lýðveldistökuna árið 1944 var í nafni samstöðu ákveðið að bíða með heildarendurskoðun á þeim grundvallarlögum sem dönsku nýlenduherrarnir höfðu fært okkur, svo deilur um einstök stjórnarskrárákvæði myndu ekki skyggja á lýðveldishátíðina á Þingvöllum – til þess að „fylkja þjóðinni einhuga um stofnun lýðveldisins“ eins og sagði í skýringum við frumvarpið. Líkt og fram kemur í sérfræðiriti sendifulltrúans Kristjáns Andra Stefánssonar og prófessoranna Eiríks Tómassonar, Bjargar Thorarensen og Gunnars Helga Kristinssonar, Ágripi af þróun stjórnarskrárinnar (2005), ákvað Alþingi þá að breyta fullveldisstjórnarskránni með afbrigðilegum hætti, þ.e. með samþykkt eins þings og meirihluta kosningarbærra manna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sem var á skjön við ákvæði gildandi stjórnarskrár. Þó svo að sú gamla danska, sem lítillega hafði breyst við heimastjórnina árið 1904 og í kjölfar fullveldis árið 1918 (fullveldisstjórnarskráin tók gildi 1920), endurspeglaði engan veginn þá grundvallarbreytingu sem orðið hafði við umskiptin frá einveldi til lýðræðis samþykkti Alþingi af þessum sökum að við lýðveldistökuna væri „óheimilt að gera með þessum hætti nokkrar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær, sem beinlínis leiðir af sambandsslitum við Danmörku og því, að Íslendingar taka með stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins“. Í samræmi við þetta voru ekki aðrar breytingar gerðar en að ákvæði um konung voru felld út fyrir ákvæði um forseta.Heit um heildarendurskoðun Fyrirhugað var að strax í kjölfarið myndu Íslendingar setja sér sína eigin stjórnarskrá, eins og til að mynda kom fram í áliti stjórnarskrárnefndar þingsins sem þá starfaði, þar sem sagði að áfram yrði unnið „að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar“. Í stjórnarsáttmála nýsköpunarstjórnarinnar, sem tók við völdum haustið 1944, var róttækum breytingum á stjórnarskrá lofað „eigi síðar en síðari hluta næsta vetrar“. Síðan eru liðin mörg ár eins og segir í laginu. Það var ekki fyrr en við þó nokkurn óróa í samfélaginu í kjölfar efnahagsáfalls að Alþingi fann sumarið 2010 þá skynsömu leið út úr ógöngunum að boða til þúsund manna þjóðfundar, skipa valinkunna sérfræðinga í stjórnlaganefnd og efna til allsherjarkjörs til stjórnlagaþings að skriður komst á málið. Og nú liggur frumvarp stjórnlagaráðs loksins fyrir eftir allan þennan feril. Hver endurskoðunartilraunin á fætur annarri hafði fram að því strandað á sérhagsmunum stjórnmálamanna. Nokkrar minni háttar breytingar hafa að vísu verið gerðar auk nýs mannréttindakafla árið 1995. Stjórnarskrárbreytingin 1959 var barin í gegn í bullandi ágreiningi svo þekkt orðalag sé notað, líkt og í eiðrofsmálinu svokallaða árið 1942. Hinn bitri sannleikur er sá að íslenskir stjórnmálamenn hafa aldrei náð neinni sátt í málinu og munu ekki gera það í fyrirsjáanlegri framtíð klúðrist málið nú.Við meðmælum öll Aðferðin við yfirstandandi endurskoðun stjórnarskrárinnar varð ekki til í tómarúmi og á sér meðal annars fyrirmynd í stjórnlagaþinginu í Lærða skólanum árið 1851 sem starfaði einmitt undir nafni þjóðfundar. Þá var það útsendari Danakonungs, Trampe greifi, sem í skjóli vopnavalds stöðvaði Íslendinga í að setja sér sína eigin stjórnarskrá. Þeirri valdníðslu mótmælti Jón Sigurðsson með frægum orðum: „Við mótmælum allir.“ Nú, rúmlega einni og hálfri öld síðar, fá Íslendingar loksins að segja álit sitt á nýrri og framsækinni íslenskri stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október næstkomandi fer nú um þjóðfélagið viðamikil og efnisrík umræða um stjórnarskrána, grundvallarlög lýðveldisins. Loksins. Við lýðveldistökuna árið 1944 var í nafni samstöðu ákveðið að bíða með heildarendurskoðun á þeim grundvallarlögum sem dönsku nýlenduherrarnir höfðu fært okkur, svo deilur um einstök stjórnarskrárákvæði myndu ekki skyggja á lýðveldishátíðina á Þingvöllum – til þess að „fylkja þjóðinni einhuga um stofnun lýðveldisins“ eins og sagði í skýringum við frumvarpið. Líkt og fram kemur í sérfræðiriti sendifulltrúans Kristjáns Andra Stefánssonar og prófessoranna Eiríks Tómassonar, Bjargar Thorarensen og Gunnars Helga Kristinssonar, Ágripi af þróun stjórnarskrárinnar (2005), ákvað Alþingi þá að breyta fullveldisstjórnarskránni með afbrigðilegum hætti, þ.e. með samþykkt eins þings og meirihluta kosningarbærra manna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sem var á skjön við ákvæði gildandi stjórnarskrár. Þó svo að sú gamla danska, sem lítillega hafði breyst við heimastjórnina árið 1904 og í kjölfar fullveldis árið 1918 (fullveldisstjórnarskráin tók gildi 1920), endurspeglaði engan veginn þá grundvallarbreytingu sem orðið hafði við umskiptin frá einveldi til lýðræðis samþykkti Alþingi af þessum sökum að við lýðveldistökuna væri „óheimilt að gera með þessum hætti nokkrar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær, sem beinlínis leiðir af sambandsslitum við Danmörku og því, að Íslendingar taka með stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins“. Í samræmi við þetta voru ekki aðrar breytingar gerðar en að ákvæði um konung voru felld út fyrir ákvæði um forseta.Heit um heildarendurskoðun Fyrirhugað var að strax í kjölfarið myndu Íslendingar setja sér sína eigin stjórnarskrá, eins og til að mynda kom fram í áliti stjórnarskrárnefndar þingsins sem þá starfaði, þar sem sagði að áfram yrði unnið „að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar“. Í stjórnarsáttmála nýsköpunarstjórnarinnar, sem tók við völdum haustið 1944, var róttækum breytingum á stjórnarskrá lofað „eigi síðar en síðari hluta næsta vetrar“. Síðan eru liðin mörg ár eins og segir í laginu. Það var ekki fyrr en við þó nokkurn óróa í samfélaginu í kjölfar efnahagsáfalls að Alþingi fann sumarið 2010 þá skynsömu leið út úr ógöngunum að boða til þúsund manna þjóðfundar, skipa valinkunna sérfræðinga í stjórnlaganefnd og efna til allsherjarkjörs til stjórnlagaþings að skriður komst á málið. Og nú liggur frumvarp stjórnlagaráðs loksins fyrir eftir allan þennan feril. Hver endurskoðunartilraunin á fætur annarri hafði fram að því strandað á sérhagsmunum stjórnmálamanna. Nokkrar minni háttar breytingar hafa að vísu verið gerðar auk nýs mannréttindakafla árið 1995. Stjórnarskrárbreytingin 1959 var barin í gegn í bullandi ágreiningi svo þekkt orðalag sé notað, líkt og í eiðrofsmálinu svokallaða árið 1942. Hinn bitri sannleikur er sá að íslenskir stjórnmálamenn hafa aldrei náð neinni sátt í málinu og munu ekki gera það í fyrirsjáanlegri framtíð klúðrist málið nú.Við meðmælum öll Aðferðin við yfirstandandi endurskoðun stjórnarskrárinnar varð ekki til í tómarúmi og á sér meðal annars fyrirmynd í stjórnlagaþinginu í Lærða skólanum árið 1851 sem starfaði einmitt undir nafni þjóðfundar. Þá var það útsendari Danakonungs, Trampe greifi, sem í skjóli vopnavalds stöðvaði Íslendinga í að setja sér sína eigin stjórnarskrá. Þeirri valdníðslu mótmælti Jón Sigurðsson með frægum orðum: „Við mótmælum allir.“ Nú, rúmlega einni og hálfri öld síðar, fá Íslendingar loksins að segja álit sitt á nýrri og framsækinni íslenskri stjórnarskrá.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar