Loksins fáum við að kjósa Eiríkur Bergmann skrifar 18. október 2012 06:00 Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október næstkomandi fer nú um þjóðfélagið viðamikil og efnisrík umræða um stjórnarskrána, grundvallarlög lýðveldisins. Loksins. Við lýðveldistökuna árið 1944 var í nafni samstöðu ákveðið að bíða með heildarendurskoðun á þeim grundvallarlögum sem dönsku nýlenduherrarnir höfðu fært okkur, svo deilur um einstök stjórnarskrárákvæði myndu ekki skyggja á lýðveldishátíðina á Þingvöllum – til þess að „fylkja þjóðinni einhuga um stofnun lýðveldisins“ eins og sagði í skýringum við frumvarpið. Líkt og fram kemur í sérfræðiriti sendifulltrúans Kristjáns Andra Stefánssonar og prófessoranna Eiríks Tómassonar, Bjargar Thorarensen og Gunnars Helga Kristinssonar, Ágripi af þróun stjórnarskrárinnar (2005), ákvað Alþingi þá að breyta fullveldisstjórnarskránni með afbrigðilegum hætti, þ.e. með samþykkt eins þings og meirihluta kosningarbærra manna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sem var á skjön við ákvæði gildandi stjórnarskrár. Þó svo að sú gamla danska, sem lítillega hafði breyst við heimastjórnina árið 1904 og í kjölfar fullveldis árið 1918 (fullveldisstjórnarskráin tók gildi 1920), endurspeglaði engan veginn þá grundvallarbreytingu sem orðið hafði við umskiptin frá einveldi til lýðræðis samþykkti Alþingi af þessum sökum að við lýðveldistökuna væri „óheimilt að gera með þessum hætti nokkrar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær, sem beinlínis leiðir af sambandsslitum við Danmörku og því, að Íslendingar taka með stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins“. Í samræmi við þetta voru ekki aðrar breytingar gerðar en að ákvæði um konung voru felld út fyrir ákvæði um forseta.Heit um heildarendurskoðun Fyrirhugað var að strax í kjölfarið myndu Íslendingar setja sér sína eigin stjórnarskrá, eins og til að mynda kom fram í áliti stjórnarskrárnefndar þingsins sem þá starfaði, þar sem sagði að áfram yrði unnið „að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar“. Í stjórnarsáttmála nýsköpunarstjórnarinnar, sem tók við völdum haustið 1944, var róttækum breytingum á stjórnarskrá lofað „eigi síðar en síðari hluta næsta vetrar“. Síðan eru liðin mörg ár eins og segir í laginu. Það var ekki fyrr en við þó nokkurn óróa í samfélaginu í kjölfar efnahagsáfalls að Alþingi fann sumarið 2010 þá skynsömu leið út úr ógöngunum að boða til þúsund manna þjóðfundar, skipa valinkunna sérfræðinga í stjórnlaganefnd og efna til allsherjarkjörs til stjórnlagaþings að skriður komst á málið. Og nú liggur frumvarp stjórnlagaráðs loksins fyrir eftir allan þennan feril. Hver endurskoðunartilraunin á fætur annarri hafði fram að því strandað á sérhagsmunum stjórnmálamanna. Nokkrar minni háttar breytingar hafa að vísu verið gerðar auk nýs mannréttindakafla árið 1995. Stjórnarskrárbreytingin 1959 var barin í gegn í bullandi ágreiningi svo þekkt orðalag sé notað, líkt og í eiðrofsmálinu svokallaða árið 1942. Hinn bitri sannleikur er sá að íslenskir stjórnmálamenn hafa aldrei náð neinni sátt í málinu og munu ekki gera það í fyrirsjáanlegri framtíð klúðrist málið nú.Við meðmælum öll Aðferðin við yfirstandandi endurskoðun stjórnarskrárinnar varð ekki til í tómarúmi og á sér meðal annars fyrirmynd í stjórnlagaþinginu í Lærða skólanum árið 1851 sem starfaði einmitt undir nafni þjóðfundar. Þá var það útsendari Danakonungs, Trampe greifi, sem í skjóli vopnavalds stöðvaði Íslendinga í að setja sér sína eigin stjórnarskrá. Þeirri valdníðslu mótmælti Jón Sigurðsson með frægum orðum: „Við mótmælum allir.“ Nú, rúmlega einni og hálfri öld síðar, fá Íslendingar loksins að segja álit sitt á nýrri og framsækinni íslenskri stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október næstkomandi fer nú um þjóðfélagið viðamikil og efnisrík umræða um stjórnarskrána, grundvallarlög lýðveldisins. Loksins. Við lýðveldistökuna árið 1944 var í nafni samstöðu ákveðið að bíða með heildarendurskoðun á þeim grundvallarlögum sem dönsku nýlenduherrarnir höfðu fært okkur, svo deilur um einstök stjórnarskrárákvæði myndu ekki skyggja á lýðveldishátíðina á Þingvöllum – til þess að „fylkja þjóðinni einhuga um stofnun lýðveldisins“ eins og sagði í skýringum við frumvarpið. Líkt og fram kemur í sérfræðiriti sendifulltrúans Kristjáns Andra Stefánssonar og prófessoranna Eiríks Tómassonar, Bjargar Thorarensen og Gunnars Helga Kristinssonar, Ágripi af þróun stjórnarskrárinnar (2005), ákvað Alþingi þá að breyta fullveldisstjórnarskránni með afbrigðilegum hætti, þ.e. með samþykkt eins þings og meirihluta kosningarbærra manna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sem var á skjön við ákvæði gildandi stjórnarskrár. Þó svo að sú gamla danska, sem lítillega hafði breyst við heimastjórnina árið 1904 og í kjölfar fullveldis árið 1918 (fullveldisstjórnarskráin tók gildi 1920), endurspeglaði engan veginn þá grundvallarbreytingu sem orðið hafði við umskiptin frá einveldi til lýðræðis samþykkti Alþingi af þessum sökum að við lýðveldistökuna væri „óheimilt að gera með þessum hætti nokkrar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær, sem beinlínis leiðir af sambandsslitum við Danmörku og því, að Íslendingar taka með stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins“. Í samræmi við þetta voru ekki aðrar breytingar gerðar en að ákvæði um konung voru felld út fyrir ákvæði um forseta.Heit um heildarendurskoðun Fyrirhugað var að strax í kjölfarið myndu Íslendingar setja sér sína eigin stjórnarskrá, eins og til að mynda kom fram í áliti stjórnarskrárnefndar þingsins sem þá starfaði, þar sem sagði að áfram yrði unnið „að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar“. Í stjórnarsáttmála nýsköpunarstjórnarinnar, sem tók við völdum haustið 1944, var róttækum breytingum á stjórnarskrá lofað „eigi síðar en síðari hluta næsta vetrar“. Síðan eru liðin mörg ár eins og segir í laginu. Það var ekki fyrr en við þó nokkurn óróa í samfélaginu í kjölfar efnahagsáfalls að Alþingi fann sumarið 2010 þá skynsömu leið út úr ógöngunum að boða til þúsund manna þjóðfundar, skipa valinkunna sérfræðinga í stjórnlaganefnd og efna til allsherjarkjörs til stjórnlagaþings að skriður komst á málið. Og nú liggur frumvarp stjórnlagaráðs loksins fyrir eftir allan þennan feril. Hver endurskoðunartilraunin á fætur annarri hafði fram að því strandað á sérhagsmunum stjórnmálamanna. Nokkrar minni háttar breytingar hafa að vísu verið gerðar auk nýs mannréttindakafla árið 1995. Stjórnarskrárbreytingin 1959 var barin í gegn í bullandi ágreiningi svo þekkt orðalag sé notað, líkt og í eiðrofsmálinu svokallaða árið 1942. Hinn bitri sannleikur er sá að íslenskir stjórnmálamenn hafa aldrei náð neinni sátt í málinu og munu ekki gera það í fyrirsjáanlegri framtíð klúðrist málið nú.Við meðmælum öll Aðferðin við yfirstandandi endurskoðun stjórnarskrárinnar varð ekki til í tómarúmi og á sér meðal annars fyrirmynd í stjórnlagaþinginu í Lærða skólanum árið 1851 sem starfaði einmitt undir nafni þjóðfundar. Þá var það útsendari Danakonungs, Trampe greifi, sem í skjóli vopnavalds stöðvaði Íslendinga í að setja sér sína eigin stjórnarskrá. Þeirri valdníðslu mótmælti Jón Sigurðsson með frægum orðum: „Við mótmælum allir.“ Nú, rúmlega einni og hálfri öld síðar, fá Íslendingar loksins að segja álit sitt á nýrri og framsækinni íslenskri stjórnarskrá.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun