Álftanes og Garðabær bæta hvort annað upp 19. október 2012 06:00 Þann 20. október nk. verður gengið til kosninga um sameiningu Álftaness og Garðabæjar. Eins og allir vita þá var fjárhagsleg staða sveitarfélagsins Álftaness með þeim hætti að Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga lagði það til við þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að Sveitarfélaginu Álftanesi yrði skipuð fjárhaldsstjórn, sem hefði forystu um endurskipulagningu fjármála sveitarfélagsins. Fjárhaldsstjórnin var skipuð með vísan til sveitarstjórnarlaga. Þannig að í raun var verið að svipta bæjarstjórn Álftaness öllum fjárforráðum og fjárhaldsstjórn tók við stjórn fjármála sveitarfélagsins. Þetta var í byrjun febrúar 2010. Meðal þeirrar niðurstöðu, sem fjárhaldsstjórnin komst að, var að samhliða aðgerðum í fjármálum sveitarfélagsins þyrfti að koma til sameining við annað sveitarfélag. Besta þjónustan á lægsta verðinu Ég hef lengi verið hlynntur sameiningu sveitarfélaga, því ég tel að víða sé verið að reka allt of margar smáar einingar. Sveitarfélögin eiga hins vegar ekki endilega að vera allt of stór, en þau eiga vera það stór að þau eigi þess kost að veita sem besta þjónustu til handa íbúum fyrir sem lægst verð. Helstu niðurstöður vinnu fjárhaldsstjórnar og þeirra ráðgjafa sem að vinnunni komu er að sameiginlegt sveitarfélag hefur sömu fjárhagsstöðu og Garðabær eitt og sér eftir aðeins þrjú ár. Og það er miðað við að íbúafjölgun í Garðabæ sé einungis 1,5% og engin íbúafjölgun verði á Álftanesi. Það sem hefur áhrif á þessa stöðu er auðvitað ekki bara tiltekt í rekstri og hagræðing af sameiningu – heldur eru að koma til sérstök framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á næstu árum.Viðsnúningur í rekstri Það sem hefur komið mér hvað mest á óvart í allri þessari vinnu, er aðallega þrennt. Í fyrsta lagi hversu vel endurskipulagning á fjármálum sveitarfélagsins Álftaness hefur gengið – þ.e. tiltekt í rekstri. Í öðru lagi, hversu vel hafa gengið allir samningar við lánardrottna um niðurfellingar á skuldum Álftaness. Og í þriðja lagi hversu fljótt sameiginlegt sveitarfélag er orðið fjárhagslega sterkt og öflugt. Vegna þess hve hlynntur ég hef verið sameiningum sveitarfélaga þá hafði ég í umræðu lagt á það áherslu að ekki mætti horfa til of skamms tíma varðandi hagræðingu. Það er því ákaflega ánægjulegt hve fljótt áætlanir gera ráð fyrir að sameiginlegt sveitarfélag verði fjárhagslega sterkt. Auðvitað er sameining sveitarfélaga miklu meira en bara krónur og aurar – auðvitað snýst sameining líka um þjónustu, félagslíf, bæjarbrag, menningu og svo framvegis. En við eigum ekki að óttast neitt. Sveitarfélögin koma hvort um sig inn í sameinað sveitarfélag með svo ótalmargt sem bætir hitt upp. Sú upptalning er of löng til að birta hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 20. október nk. verður gengið til kosninga um sameiningu Álftaness og Garðabæjar. Eins og allir vita þá var fjárhagsleg staða sveitarfélagsins Álftaness með þeim hætti að Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga lagði það til við þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að Sveitarfélaginu Álftanesi yrði skipuð fjárhaldsstjórn, sem hefði forystu um endurskipulagningu fjármála sveitarfélagsins. Fjárhaldsstjórnin var skipuð með vísan til sveitarstjórnarlaga. Þannig að í raun var verið að svipta bæjarstjórn Álftaness öllum fjárforráðum og fjárhaldsstjórn tók við stjórn fjármála sveitarfélagsins. Þetta var í byrjun febrúar 2010. Meðal þeirrar niðurstöðu, sem fjárhaldsstjórnin komst að, var að samhliða aðgerðum í fjármálum sveitarfélagsins þyrfti að koma til sameining við annað sveitarfélag. Besta þjónustan á lægsta verðinu Ég hef lengi verið hlynntur sameiningu sveitarfélaga, því ég tel að víða sé verið að reka allt of margar smáar einingar. Sveitarfélögin eiga hins vegar ekki endilega að vera allt of stór, en þau eiga vera það stór að þau eigi þess kost að veita sem besta þjónustu til handa íbúum fyrir sem lægst verð. Helstu niðurstöður vinnu fjárhaldsstjórnar og þeirra ráðgjafa sem að vinnunni komu er að sameiginlegt sveitarfélag hefur sömu fjárhagsstöðu og Garðabær eitt og sér eftir aðeins þrjú ár. Og það er miðað við að íbúafjölgun í Garðabæ sé einungis 1,5% og engin íbúafjölgun verði á Álftanesi. Það sem hefur áhrif á þessa stöðu er auðvitað ekki bara tiltekt í rekstri og hagræðing af sameiningu – heldur eru að koma til sérstök framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á næstu árum.Viðsnúningur í rekstri Það sem hefur komið mér hvað mest á óvart í allri þessari vinnu, er aðallega þrennt. Í fyrsta lagi hversu vel endurskipulagning á fjármálum sveitarfélagsins Álftaness hefur gengið – þ.e. tiltekt í rekstri. Í öðru lagi, hversu vel hafa gengið allir samningar við lánardrottna um niðurfellingar á skuldum Álftaness. Og í þriðja lagi hversu fljótt sameiginlegt sveitarfélag er orðið fjárhagslega sterkt og öflugt. Vegna þess hve hlynntur ég hef verið sameiningum sveitarfélaga þá hafði ég í umræðu lagt á það áherslu að ekki mætti horfa til of skamms tíma varðandi hagræðingu. Það er því ákaflega ánægjulegt hve fljótt áætlanir gera ráð fyrir að sameiginlegt sveitarfélag verði fjárhagslega sterkt. Auðvitað er sameining sveitarfélaga miklu meira en bara krónur og aurar – auðvitað snýst sameining líka um þjónustu, félagslíf, bæjarbrag, menningu og svo framvegis. En við eigum ekki að óttast neitt. Sveitarfélögin koma hvort um sig inn í sameinað sveitarfélag með svo ótalmargt sem bætir hitt upp. Sú upptalning er of löng til að birta hér.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar