Álftanes og Garðabær bæta hvort annað upp 19. október 2012 06:00 Þann 20. október nk. verður gengið til kosninga um sameiningu Álftaness og Garðabæjar. Eins og allir vita þá var fjárhagsleg staða sveitarfélagsins Álftaness með þeim hætti að Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga lagði það til við þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að Sveitarfélaginu Álftanesi yrði skipuð fjárhaldsstjórn, sem hefði forystu um endurskipulagningu fjármála sveitarfélagsins. Fjárhaldsstjórnin var skipuð með vísan til sveitarstjórnarlaga. Þannig að í raun var verið að svipta bæjarstjórn Álftaness öllum fjárforráðum og fjárhaldsstjórn tók við stjórn fjármála sveitarfélagsins. Þetta var í byrjun febrúar 2010. Meðal þeirrar niðurstöðu, sem fjárhaldsstjórnin komst að, var að samhliða aðgerðum í fjármálum sveitarfélagsins þyrfti að koma til sameining við annað sveitarfélag. Besta þjónustan á lægsta verðinu Ég hef lengi verið hlynntur sameiningu sveitarfélaga, því ég tel að víða sé verið að reka allt of margar smáar einingar. Sveitarfélögin eiga hins vegar ekki endilega að vera allt of stór, en þau eiga vera það stór að þau eigi þess kost að veita sem besta þjónustu til handa íbúum fyrir sem lægst verð. Helstu niðurstöður vinnu fjárhaldsstjórnar og þeirra ráðgjafa sem að vinnunni komu er að sameiginlegt sveitarfélag hefur sömu fjárhagsstöðu og Garðabær eitt og sér eftir aðeins þrjú ár. Og það er miðað við að íbúafjölgun í Garðabæ sé einungis 1,5% og engin íbúafjölgun verði á Álftanesi. Það sem hefur áhrif á þessa stöðu er auðvitað ekki bara tiltekt í rekstri og hagræðing af sameiningu – heldur eru að koma til sérstök framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á næstu árum.Viðsnúningur í rekstri Það sem hefur komið mér hvað mest á óvart í allri þessari vinnu, er aðallega þrennt. Í fyrsta lagi hversu vel endurskipulagning á fjármálum sveitarfélagsins Álftaness hefur gengið – þ.e. tiltekt í rekstri. Í öðru lagi, hversu vel hafa gengið allir samningar við lánardrottna um niðurfellingar á skuldum Álftaness. Og í þriðja lagi hversu fljótt sameiginlegt sveitarfélag er orðið fjárhagslega sterkt og öflugt. Vegna þess hve hlynntur ég hef verið sameiningum sveitarfélaga þá hafði ég í umræðu lagt á það áherslu að ekki mætti horfa til of skamms tíma varðandi hagræðingu. Það er því ákaflega ánægjulegt hve fljótt áætlanir gera ráð fyrir að sameiginlegt sveitarfélag verði fjárhagslega sterkt. Auðvitað er sameining sveitarfélaga miklu meira en bara krónur og aurar – auðvitað snýst sameining líka um þjónustu, félagslíf, bæjarbrag, menningu og svo framvegis. En við eigum ekki að óttast neitt. Sveitarfélögin koma hvort um sig inn í sameinað sveitarfélag með svo ótalmargt sem bætir hitt upp. Sú upptalning er of löng til að birta hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 20. október nk. verður gengið til kosninga um sameiningu Álftaness og Garðabæjar. Eins og allir vita þá var fjárhagsleg staða sveitarfélagsins Álftaness með þeim hætti að Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga lagði það til við þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að Sveitarfélaginu Álftanesi yrði skipuð fjárhaldsstjórn, sem hefði forystu um endurskipulagningu fjármála sveitarfélagsins. Fjárhaldsstjórnin var skipuð með vísan til sveitarstjórnarlaga. Þannig að í raun var verið að svipta bæjarstjórn Álftaness öllum fjárforráðum og fjárhaldsstjórn tók við stjórn fjármála sveitarfélagsins. Þetta var í byrjun febrúar 2010. Meðal þeirrar niðurstöðu, sem fjárhaldsstjórnin komst að, var að samhliða aðgerðum í fjármálum sveitarfélagsins þyrfti að koma til sameining við annað sveitarfélag. Besta þjónustan á lægsta verðinu Ég hef lengi verið hlynntur sameiningu sveitarfélaga, því ég tel að víða sé verið að reka allt of margar smáar einingar. Sveitarfélögin eiga hins vegar ekki endilega að vera allt of stór, en þau eiga vera það stór að þau eigi þess kost að veita sem besta þjónustu til handa íbúum fyrir sem lægst verð. Helstu niðurstöður vinnu fjárhaldsstjórnar og þeirra ráðgjafa sem að vinnunni komu er að sameiginlegt sveitarfélag hefur sömu fjárhagsstöðu og Garðabær eitt og sér eftir aðeins þrjú ár. Og það er miðað við að íbúafjölgun í Garðabæ sé einungis 1,5% og engin íbúafjölgun verði á Álftanesi. Það sem hefur áhrif á þessa stöðu er auðvitað ekki bara tiltekt í rekstri og hagræðing af sameiningu – heldur eru að koma til sérstök framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á næstu árum.Viðsnúningur í rekstri Það sem hefur komið mér hvað mest á óvart í allri þessari vinnu, er aðallega þrennt. Í fyrsta lagi hversu vel endurskipulagning á fjármálum sveitarfélagsins Álftaness hefur gengið – þ.e. tiltekt í rekstri. Í öðru lagi, hversu vel hafa gengið allir samningar við lánardrottna um niðurfellingar á skuldum Álftaness. Og í þriðja lagi hversu fljótt sameiginlegt sveitarfélag er orðið fjárhagslega sterkt og öflugt. Vegna þess hve hlynntur ég hef verið sameiningum sveitarfélaga þá hafði ég í umræðu lagt á það áherslu að ekki mætti horfa til of skamms tíma varðandi hagræðingu. Það er því ákaflega ánægjulegt hve fljótt áætlanir gera ráð fyrir að sameiginlegt sveitarfélag verði fjárhagslega sterkt. Auðvitað er sameining sveitarfélaga miklu meira en bara krónur og aurar – auðvitað snýst sameining líka um þjónustu, félagslíf, bæjarbrag, menningu og svo framvegis. En við eigum ekki að óttast neitt. Sveitarfélögin koma hvort um sig inn í sameinað sveitarfélag með svo ótalmargt sem bætir hitt upp. Sú upptalning er of löng til að birta hér.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun