Friðlýsingar Garðabæjar – ekki allt sem sýnist Reynir Ingibjartsson skrifar 18. október 2012 06:00 Undanfarið hefur fjöldi fólks barist gegn því að nýr Álftanesvegur verði lagður um ósnortið hraun í landi Garðabæjar. Bæjaryfirvöld halda hins vegar sínu striki og að óbreyttu munu framkvæmdir við veginn hefjast á fullu á næstu dögum. Á sama tíma er verið að friðlýsa ýmsa hluta svokallaðs Búrfellshrauns sem er samheiti á hrauninu frá Búrfellsgíg og til sjávar við Lambhúsatjörn, gegnt Bessastöðum. Að sjálfsögðu er þetta hið þarfasta mál og allir ættu að vera glaðir og þakklátir. En ekki er allt sem sýnist. Fyrst er að nefna Búrfell og furðusmíðina, Búrfellsgjá, sem friðlýsa á nú sem náttúruvætti. Svo vill til að Búrfell og Búrfellsgjá eru hluti af Reykjanesfólkvangi sem friðlýstur var árið 1975. Þá sá hugsjónafólk um náttúruvernd fyrir sér friðland, allt frá Elliðaárdal að Krýsuvíkurbergi og á þessum slóðum liggja mörk Heiðmerkur og Reykjanesfólkvangs saman. Friðlýsing nú bætir því litlu við. Næst er það hraunið meðfram Vífilsstaðahlíðinni sem fólk þekkir sem vinsælt gönguland og nefnt er Svínahraun. Þar á að friða austasta hlutann þar sem Selgjá er, en síðan kemur langur kafli niður að Maríuhellum sem ekki á að friðlýsa. Þessi hluti hraunsins er í eigu Oddfellowreglunnar og á þeim bæ er áhugi á að leggja golfbrautir í hrauninu. Nú er hér vinsæll göngustígur og þessi hluti Búrfellshraunsins er mikið augnayndi, ekki síst ef horft er yfir hraunið úr lofti. Þá er að sjá eins og hér hafi brotist fram mikið „hraunflóð“. Neðan Maríuhella er komið að Vífilsstaðahrauni, en stór hluti þess (Urriðakotshraun) er nú horfinn undir vegi, bílastæði og verslanir með IKEA í broddi fylkingar. Þetta hraun naut á sínum tíma bæjarverndar Garðabæjar og væntanlega er svo enn með þann hluta sem ekki fór undir byggingar. Hinir framsýnu Garðbæingar, sem stóðu að bæjarverndinni, stóðu allt í einu frammi fyrir því að öllum hömlum var aflétt, vinnuvélarnar mættar á staðinn og skaðinn var skeður. Friðun nú breytir því litlu. Loks er komið að þeim hluta Búrfellshraunsins sem samkvæmt friðlýsingunni er kallað Garðahraun-neðra. Ætla mætti í augum ókunnugra að nú sé verið að friða hraunið sem jafnan er kallað Garðahraun eða Gálgahraun. Sé hins vegar rýnt í hið friðaða svæði, sést glöggt að það mun aðeins liggja að hinum fyrirhugaða Álftanesvegi og það sem kannski er enn verra: sleppt er hrauninu þar sem fyrirhuguð tengibraut (Vífilsstaðavegar) frá Sjálandshverfi að Garðaholti, á að koma. Þessi vegur með tilheyrandi slaufum og gatnamótum við Álftanesveginn nýja í miðju hrauninu, á að liggja þar sem gamli stígurinn, Móslóði er nú. Grandalausir íbúar í Ásahverfunum á Hraunsholtinu halda að nú sé „hraunið” þeirra í góðum málum! Það er hins vegar þvert á móti. Þessi tengibraut er inni í aðalskipulagi Garðabæjar og hún átti að þjóna nýju íbúahverfi á Garðaholtinu. Verði af sameiningu Garðabæjar og Álftaness, mun líklega aukast þrýstingur á lagningu þessa vegar, ekki síst ef nýr Álftanesvegur verður þegar kominn úti í hrauninu. Staðsetning þessarar tengibrautar er rétt hjá Kjarvalsklettunum og reyndar mun hún liggja yfir ýmsa þá staði í hrauninu, þar sem Kjarval málaði. Nú er talið að margar af þeim myndum sem meistarinn var sagður hafa málað á Þingvöllum, voru málaðar á þessum slóðum. Það ætti því að tala um Kjarvalshraun – ekki aðeins Kjarvalskletta. Friðlýsingar eru af hinu góða og fagna ber áhuga ráðamanna í Garðabæ. En sá áhugi verður að ná lengra. Annars er eins og verið sé að kasta ryki í augu fólks. Nú er það í höndum yfirvalda í Garðabæ að stíga skrefið til fulls og friðlýsa allt sem eftir er af Búrfellshrauninu. Á meðan svo er ekki, verður almenningur að halda vöku sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur fjöldi fólks barist gegn því að nýr Álftanesvegur verði lagður um ósnortið hraun í landi Garðabæjar. Bæjaryfirvöld halda hins vegar sínu striki og að óbreyttu munu framkvæmdir við veginn hefjast á fullu á næstu dögum. Á sama tíma er verið að friðlýsa ýmsa hluta svokallaðs Búrfellshrauns sem er samheiti á hrauninu frá Búrfellsgíg og til sjávar við Lambhúsatjörn, gegnt Bessastöðum. Að sjálfsögðu er þetta hið þarfasta mál og allir ættu að vera glaðir og þakklátir. En ekki er allt sem sýnist. Fyrst er að nefna Búrfell og furðusmíðina, Búrfellsgjá, sem friðlýsa á nú sem náttúruvætti. Svo vill til að Búrfell og Búrfellsgjá eru hluti af Reykjanesfólkvangi sem friðlýstur var árið 1975. Þá sá hugsjónafólk um náttúruvernd fyrir sér friðland, allt frá Elliðaárdal að Krýsuvíkurbergi og á þessum slóðum liggja mörk Heiðmerkur og Reykjanesfólkvangs saman. Friðlýsing nú bætir því litlu við. Næst er það hraunið meðfram Vífilsstaðahlíðinni sem fólk þekkir sem vinsælt gönguland og nefnt er Svínahraun. Þar á að friða austasta hlutann þar sem Selgjá er, en síðan kemur langur kafli niður að Maríuhellum sem ekki á að friðlýsa. Þessi hluti hraunsins er í eigu Oddfellowreglunnar og á þeim bæ er áhugi á að leggja golfbrautir í hrauninu. Nú er hér vinsæll göngustígur og þessi hluti Búrfellshraunsins er mikið augnayndi, ekki síst ef horft er yfir hraunið úr lofti. Þá er að sjá eins og hér hafi brotist fram mikið „hraunflóð“. Neðan Maríuhella er komið að Vífilsstaðahrauni, en stór hluti þess (Urriðakotshraun) er nú horfinn undir vegi, bílastæði og verslanir með IKEA í broddi fylkingar. Þetta hraun naut á sínum tíma bæjarverndar Garðabæjar og væntanlega er svo enn með þann hluta sem ekki fór undir byggingar. Hinir framsýnu Garðbæingar, sem stóðu að bæjarverndinni, stóðu allt í einu frammi fyrir því að öllum hömlum var aflétt, vinnuvélarnar mættar á staðinn og skaðinn var skeður. Friðun nú breytir því litlu. Loks er komið að þeim hluta Búrfellshraunsins sem samkvæmt friðlýsingunni er kallað Garðahraun-neðra. Ætla mætti í augum ókunnugra að nú sé verið að friða hraunið sem jafnan er kallað Garðahraun eða Gálgahraun. Sé hins vegar rýnt í hið friðaða svæði, sést glöggt að það mun aðeins liggja að hinum fyrirhugaða Álftanesvegi og það sem kannski er enn verra: sleppt er hrauninu þar sem fyrirhuguð tengibraut (Vífilsstaðavegar) frá Sjálandshverfi að Garðaholti, á að koma. Þessi vegur með tilheyrandi slaufum og gatnamótum við Álftanesveginn nýja í miðju hrauninu, á að liggja þar sem gamli stígurinn, Móslóði er nú. Grandalausir íbúar í Ásahverfunum á Hraunsholtinu halda að nú sé „hraunið” þeirra í góðum málum! Það er hins vegar þvert á móti. Þessi tengibraut er inni í aðalskipulagi Garðabæjar og hún átti að þjóna nýju íbúahverfi á Garðaholtinu. Verði af sameiningu Garðabæjar og Álftaness, mun líklega aukast þrýstingur á lagningu þessa vegar, ekki síst ef nýr Álftanesvegur verður þegar kominn úti í hrauninu. Staðsetning þessarar tengibrautar er rétt hjá Kjarvalsklettunum og reyndar mun hún liggja yfir ýmsa þá staði í hrauninu, þar sem Kjarval málaði. Nú er talið að margar af þeim myndum sem meistarinn var sagður hafa málað á Þingvöllum, voru málaðar á þessum slóðum. Það ætti því að tala um Kjarvalshraun – ekki aðeins Kjarvalskletta. Friðlýsingar eru af hinu góða og fagna ber áhuga ráðamanna í Garðabæ. En sá áhugi verður að ná lengra. Annars er eins og verið sé að kasta ryki í augu fólks. Nú er það í höndum yfirvalda í Garðabæ að stíga skrefið til fulls og friðlýsa allt sem eftir er af Búrfellshrauninu. Á meðan svo er ekki, verður almenningur að halda vöku sinni.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun