Að ganga gegn þjóðinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 19. október 2012 06:00 „Það er þjóðfundurinn, þ.e.a.s. þjóðin sjálf, sem er höfundur frumvarpsins og þeir sem reyna að leggja stein í götu frumvarpsins þeir eru í raun og veru að ganga gegn þjóðinni,“ sagði stjórnlagaráðsfulltrúi í Kastljósviðtali þann 9. október síðastliðinn. Við ummæli þessi er ýmislegt að athuga. Ég var einn þeirra einstaklinga sem sat þjóðfundinn í nóvember 2010 og á þaðan góðar minningar. Því skal hins vegar haldið til haga að frumvarp stjórnlagaráðs var ekki skrifað á þjóðfundinum. Á þjóðfundinum fór fram gott spjall um þau grunngildi sem gestir töldu að viðhafa ætti í samfélaginu. Þar var aftur á móti ekki skrifuð ný stjórnarskrá né gerð raunveruleg tilraun til að endurskipuleggja stjórnskipunina. Þjóðfundurinn gat raunar í eðli sínu ekki orðið markviss vettvangur slíkra verka. Var það einkum fyrir þær sakir að núgildandi stjórnarskrá lýðveldisins var ekki með neinum hætti tekin fyrir á fundinum. Eina aðkoma stjórnarskrárinnar að þjóðfundinum var sú að hún hékk á plakati í anddyri Laugardalshallarinnar. Þá vekja orð stjórnlagaráðsfulltrúans upp eftirfarandi spurningu: Er maður, sem greiðir atkvæði gegn frumvarpi stjórnlagaráðs, að ganga gegn sinni eigin þjóð? Verður maður andstæðingur þjóðarinnar við það eitt að vera ósammála öðrum um pólitískt deilumál? Svarið við því hlýtur að vera nei. Á Íslandi eru þrátt fyrir allt til staðar grunngildi og stjórnarskrárvarin mannréttindi um tjáningarfrelsi og frjálsar skoðanir. Þeir sem leggjast gegn frumvarpi stjórnlagaráðs eru því sannarlega ekki að ganga gegn þjóð sinni heldur þvert á móti að nýta stjórnarskrárvarin mannréttindi sín og rétt til áhrifa. Sjálfur mun ég nýta þessi réttindi mín til að gjalda tillögum stjórnlagaráðs neiyrði mitt í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 20. október. Ég tel að á frumvarpinu séu of margir efnislegir og formlegir gallar til að það geti orðið grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Svo dæmi sé tekið þá hljóma pólitískar markmiðsyfirlýsingar frumvarpsins, svo sem um þjóðareign auðlinda og að öllum skuli tryggður réttur til sanngjarnra launa, sannarlega vel á yfirborðinu. Þegar betur er að gáð reynist efnislegt inntak slíkra ákvæða hins vegar lítið og óljóst og á þeim getur orðið erfitt að byggja raunverulegan rétt þegar á reynir. Aðrir kunna að hafa aðra sýn en ég á frumvarp stjórnlagaráðs og munu þá greiða atkvæði í samræmi við það. Hvernig svo sem fólk greiðir atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni er þó ljóst að með atkvæði sínu er það ekki að ganga gegn þjóð sinni, heldur að nýta grundvallarmannréttindi sín. Það eru stjórnarskrárvarin mannréttindi sem ekki verða skert með yfirlýsingum einstakra stjórnlagaráðsfulltrúa um að tilteknar skoðanir „gangi gegn þjóðinni“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
„Það er þjóðfundurinn, þ.e.a.s. þjóðin sjálf, sem er höfundur frumvarpsins og þeir sem reyna að leggja stein í götu frumvarpsins þeir eru í raun og veru að ganga gegn þjóðinni,“ sagði stjórnlagaráðsfulltrúi í Kastljósviðtali þann 9. október síðastliðinn. Við ummæli þessi er ýmislegt að athuga. Ég var einn þeirra einstaklinga sem sat þjóðfundinn í nóvember 2010 og á þaðan góðar minningar. Því skal hins vegar haldið til haga að frumvarp stjórnlagaráðs var ekki skrifað á þjóðfundinum. Á þjóðfundinum fór fram gott spjall um þau grunngildi sem gestir töldu að viðhafa ætti í samfélaginu. Þar var aftur á móti ekki skrifuð ný stjórnarskrá né gerð raunveruleg tilraun til að endurskipuleggja stjórnskipunina. Þjóðfundurinn gat raunar í eðli sínu ekki orðið markviss vettvangur slíkra verka. Var það einkum fyrir þær sakir að núgildandi stjórnarskrá lýðveldisins var ekki með neinum hætti tekin fyrir á fundinum. Eina aðkoma stjórnarskrárinnar að þjóðfundinum var sú að hún hékk á plakati í anddyri Laugardalshallarinnar. Þá vekja orð stjórnlagaráðsfulltrúans upp eftirfarandi spurningu: Er maður, sem greiðir atkvæði gegn frumvarpi stjórnlagaráðs, að ganga gegn sinni eigin þjóð? Verður maður andstæðingur þjóðarinnar við það eitt að vera ósammála öðrum um pólitískt deilumál? Svarið við því hlýtur að vera nei. Á Íslandi eru þrátt fyrir allt til staðar grunngildi og stjórnarskrárvarin mannréttindi um tjáningarfrelsi og frjálsar skoðanir. Þeir sem leggjast gegn frumvarpi stjórnlagaráðs eru því sannarlega ekki að ganga gegn þjóð sinni heldur þvert á móti að nýta stjórnarskrárvarin mannréttindi sín og rétt til áhrifa. Sjálfur mun ég nýta þessi réttindi mín til að gjalda tillögum stjórnlagaráðs neiyrði mitt í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 20. október. Ég tel að á frumvarpinu séu of margir efnislegir og formlegir gallar til að það geti orðið grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Svo dæmi sé tekið þá hljóma pólitískar markmiðsyfirlýsingar frumvarpsins, svo sem um þjóðareign auðlinda og að öllum skuli tryggður réttur til sanngjarnra launa, sannarlega vel á yfirborðinu. Þegar betur er að gáð reynist efnislegt inntak slíkra ákvæða hins vegar lítið og óljóst og á þeim getur orðið erfitt að byggja raunverulegan rétt þegar á reynir. Aðrir kunna að hafa aðra sýn en ég á frumvarp stjórnlagaráðs og munu þá greiða atkvæði í samræmi við það. Hvernig svo sem fólk greiðir atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni er þó ljóst að með atkvæði sínu er það ekki að ganga gegn þjóð sinni, heldur að nýta grundvallarmannréttindi sín. Það eru stjórnarskrárvarin mannréttindi sem ekki verða skert með yfirlýsingum einstakra stjórnlagaráðsfulltrúa um að tilteknar skoðanir „gangi gegn þjóðinni“.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun