Að leysa vanda fólksins Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 19. október 2012 06:00 Fram hefur komið í fréttum að Íbúðalánasjóður og bankar hafa leyst til sín og eiga nú um 3.000-4.000 íbúðir. Íbúðalánasjóður átti einn um 2.000 íbúðir nú í október. Ef markaðsvirði þessara íbúða er að meðaltali 30-40 milljónir þýðir það að við það eitt hafa skuldir heimilanna lækkað um 120-160 milljarða. Þetta verður að taka með í reikninginn þegar ráðamenn hreykja sér af því að skuldir heimilanna hafi lækkað. Skuldir heimilanna hafa kannski lækkað en vandi fólksins, fjölskyldna sem misst hafa íbúð sína vegna skulda og hrakist af heimilum sínum út á rándýran leigumarkaðinn hefur aukist gífurlega. Lán bankans breytist í fasteign Þegar banki eignast íbúð vegna skuldar breytist eign bankans úr láni í fasteign. Þannig tapar bankinn engu. Þegar fjölskylda missir íbúð í hendur banka vegna skuldar tapar hún öllu því fé sem hún hefur í áraraðir greitt af láninu sem hvílir á íbúðinni. Ekki nóg með það. Þó að bankinn taki heimilið skuldar fjölskyldan ennþá mismuninn á markaðsvirði íbúðarinnar og áhvílandi láni hafi íbúðin verið yfirveðsett. Heimili með 110% fasteignalán eru yfirveðsett. Öruggt heimili Að fjölskyldur eigi öruggt heimili er ein af grunnstoðum hvers samfélags. Það ætti enginn að búa við þann yfirvofandi ótta, jafnvel árum saman, að missa heimili sitt. Að skapa öllum Íslendingum öruggt heimili er meginviðfangsefni stjórnvalda. Að skapa íslenskum fjölskyldum og börnum samastað þar sem þau geta lifað og búið örugg fyrir ágangi lánadrottna og kröfuhafa ætti að vera eitt af forgangsverkefnum stjórnmálamanna í nánustu framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Fram hefur komið í fréttum að Íbúðalánasjóður og bankar hafa leyst til sín og eiga nú um 3.000-4.000 íbúðir. Íbúðalánasjóður átti einn um 2.000 íbúðir nú í október. Ef markaðsvirði þessara íbúða er að meðaltali 30-40 milljónir þýðir það að við það eitt hafa skuldir heimilanna lækkað um 120-160 milljarða. Þetta verður að taka með í reikninginn þegar ráðamenn hreykja sér af því að skuldir heimilanna hafi lækkað. Skuldir heimilanna hafa kannski lækkað en vandi fólksins, fjölskyldna sem misst hafa íbúð sína vegna skulda og hrakist af heimilum sínum út á rándýran leigumarkaðinn hefur aukist gífurlega. Lán bankans breytist í fasteign Þegar banki eignast íbúð vegna skuldar breytist eign bankans úr láni í fasteign. Þannig tapar bankinn engu. Þegar fjölskylda missir íbúð í hendur banka vegna skuldar tapar hún öllu því fé sem hún hefur í áraraðir greitt af láninu sem hvílir á íbúðinni. Ekki nóg með það. Þó að bankinn taki heimilið skuldar fjölskyldan ennþá mismuninn á markaðsvirði íbúðarinnar og áhvílandi láni hafi íbúðin verið yfirveðsett. Heimili með 110% fasteignalán eru yfirveðsett. Öruggt heimili Að fjölskyldur eigi öruggt heimili er ein af grunnstoðum hvers samfélags. Það ætti enginn að búa við þann yfirvofandi ótta, jafnvel árum saman, að missa heimili sitt. Að skapa öllum Íslendingum öruggt heimili er meginviðfangsefni stjórnvalda. Að skapa íslenskum fjölskyldum og börnum samastað þar sem þau geta lifað og búið örugg fyrir ágangi lánadrottna og kröfuhafa ætti að vera eitt af forgangsverkefnum stjórnmálamanna í nánustu framtíð.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun