Fleiri fréttir

Nýtum tækifæri til þjóðfélagsbreytinga!

Guðmundur Vignir Óskarsson skrifar

Á laugardaginn gefst þjóðinni einstakt tækifæri til að marka sína framtíð með því að taka þátt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um endurskoðun stjórnarskrár Íslands. Enginn ætti að láta slíkt tækifæri fram hjá sér fara sem ábyrgur þjóðfélagsþegn. Látum ekki andvaraleysi ráða ferðinni á tímamótum sem þessum. Tillögur stjórnlagaráðs eru ekki fullkomnar, frekar en önnur mannanna verk, en mikilvægt skref í því að breyta leikreglum samfélagsins og koma á nýjum samfélagssáttmála og grundvallarlögum þar sem margvíslegar úrbætur eru gerðar í þágu almannahagsmuna.

Hvað finnst mér?

Guðmundur Andri Thorsson skrifaði grein sl. mánudag með yfirskriftinni „Hvað finnst þér?“

Evrópusambandið og íslensk stjórnsýsla

Elvar Örn Arason skrifar

Liðnir eru tæpir tveir áratugir frá því að Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Evrópusamruninn hefur haft afgerandi áhrif á þróun íslensks samfélags í gegnum aðildina að EES. Það liggur fyrir að gera þarf enn frekari breytingar á íslenskri stjórnsýslu kjósi íslenska þjóðin að gerast aðili að Evrópusambandinu (ESB).

Sparðatíningur

Sigurður Grétar Guðmundsson skrifar

Þó mig vantaði nokkra mánuði til að fylla fyrsta áratuginn í mínu lífi 17. júní 1944 man ég gjörla eftir þeim degi og stemningunni sem ríkti þetta vor þegar þjóðaratkvæðageiðslan um sambandsslitin fór fram. Tilefnið til að ég skrifa þetta greinarkorn er að svara ýmsum sem fara mikinn með allskonar sparðatíningi til að gera það sem þeir geta til að skaða það merka ráðgefandi þjóðaratkvæði sem verður nk. laugardag.

Stjórnarskrártillögur því miður ekki nógu góðar

Haraldur Ólafsson skrifar

Í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem nú liggja fyrir eru margir kaflar með fögrum orðum um mannréttindi, lýðræði og hvers kyns frelsi og rétt. Allt ber það vott um manngæsku og réttsýni ráðsins og að ráðamenn hafi tekið starf sitt alvarlega enda ýmsir þeirra þekktir sómamenn.

Tveir mikilvægir á Laugardalsvelli

Gunnar Svavarsson skrifar

Það hefur nokkuð verið skrifað um vínveitingar á íþróttasvæðum á umliðnum árum, m.a. hvort leyfa eigi sölu á léttu víni og bjór á Laugardalsvelli. Ég ætla ekki að skrifa um það.

Illvilji

Brynjar Níelsson skrifar

Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, sem sá um framkvæmd þjóðfundarins, skrifaði grein í Fréttablaðið á föstudaginn síðastliðinn og sakar mig um ósannindi og illvilja í skrifum mínum um tillögur stjórnlagaráðs og framkvæmd þjóðfundarins. Í grein minni sagði ég orðrétt: "Á hverju borði voru leiðbeinendur á vegum stjórnvalda sem leiddu umræðurnar og auðvelt er að sjá af frumgögnum hvernig það hafði áhrif á umræðuna“. Ósannindin og illviljinn virðist hafa komið fram í þeim orðum mínum ef ég skil grein Guðrúnar rétt.

Einstakt og sögulegt tækifæri

Ólína Þorvarðardóttir skrifar

Þjóð sem vaknar upp við afleiðingar spillingar, leyndarhyggju og stjórnsýsluleti, líkt og við Íslendingar gerðum haustið 2008 – þjóð sem vaknar upp við það að löggjöf landsins og stjórnarskrá eru ekki þess megnug að veita spillingar- og græðgisöflum viðnám – sú þjóð hlýtur að kalla eftir nýjum samfélagssáttmála. Það hafa aðrar þjóðir gert í svipuðum sporum, þær hafa sett sér nýjar stjórnarskrár.

Löglegt en siðlaust misrétti

Jóhanna Harðardóttir skrifar

Dómur féll í máli Ásatrúarfélagsins gegn ríkinu í nóvember 2006 þar sem fjallað var um greiðslur sambærilegar þeim sem þjóðkirkjan hefur þegið af ríkinu.

Hinir fjölbreyttu þræðir

Árni Páll Árnason skrifar

Þegar Samfylkingin var stofnuð kom saman fólk úr ólíkum flokkum með langa sögu og líka fólk sem aldrei hafði fundið sér stað í því gaddfreðna flokkakerfi sem hér hafði myndast. Það var þörf fyrir ný stjórnmál. Fjölskyldur upplifðu að deila sömu samfélagssýn en kjósa þrjá eða fjóra ólíka flokka. Merkimiðarnir skiptu orðið miklu meira máli en innihaldið.

Ísland er land þitt. Ef þú kýst

Stefán Jón Hafstein skrifar

Rétt fyrir páska dó forseti Malaví skyndilega. Óvissa og ótti greip um sig meðal fylgismanna í valdaflokknum, fregnum var haldið leyndum og reynt að búa til þá sögu að hann væri kominn í aðgerð í Suður-Afríku. Allir í heiminum vissu að forsetinn var látinn, nema almenningur í Malaví sem átti ekkert að vita. Ástæðan var sú að varaforsetinn hafði nýlega verið rekinn úr valdaflokknum og stofnað nýjan flokk. Stjórnarskrá Malaví segir skýrt að verði forseti óstarfhæfur taki varaforseti við. Skotið var á klíkufundi helstu ráðamanna og leitað leiða fram hjá þessu ákvæði svo setja mætti bróður forsetans látna í embætti. Fremja valdarán. Reynt var að búa til "óvissuástand“ og skálda stjórnskipulegar eyður. En þegar klíkumönnum varð ljóst að æðstu menn í dómskerfi og her myndu ekki fylgja þeim var "óvissu aflétt“, forsetinn lýstur látinn og varaforsetinn tók við.

Sighvatur getur sagt „nei“ án vandkvæða

Reimar Pétursson skrifar

Sighvatur Björgvinsson skrifar grein í Fréttablaðið 11. okt. 2012 um komandi ráðgefandi kosningar um stjórnarskrármál. Hann er skiljanlega í vanda með hvernig hann á að svara þeim óskýru spurningum sem stendur til að leggja fyrir þjóðina.

Skiptar skoðanir um stjórnarskrá

Salvör Nordal og Ari Teitsson skrifar

Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október hefur sem betur fer orðið veruleg umræða um frumvarp stjórnlagaráðs. Margir sem voru fulltrúar í stjórnlagaráði hafa látið til sín taka eins og eðlilegt er og gerir það hver og einn á eigin forsendum enda lauk stjórnlagaráð störfum á miðju sumri 2011.

"Hrapalleg mistök“ Bjarna

Össur Skarphéðinsson skrifar

Skákblinda heitir það, þegar menn leika hroðalega af sér á taflborðinu. Bjarni Benediktsson lék illa af sér fyrir hönd Íslands þegar hann lýsti yfir, að hann vildi slíta aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið.

Missir á meðgöngu og barnsmissir

Guðbjartur Hannesson skrifar

Í dag, 15. október, stendur stuðningshópurinn Englarnir okkar fyrir minningarathöfn um missi á meðgöngu og barnsmissi í Hallgrímskirkju. Athöfnin hefst kl. 19.30. Það er von hópsins að dagurinn verði eftirleiðis helgaður hinni hljóðu sorg sem slíkum missi fylgir. Þegar barn er í vændum er tilhlökkunin venjulega mikil, allar væntingar standa til þess að í heiminn verði borinn einstaklingur sem foreldrar og aðrir aðstandendur eiga eftir að njóta framtíðarinnar með.

Hver er róninn?

Páll Tryggvason skrifar

Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2013 segir á bls. 358 undir lið 206 sem fjallar um sjúkratryggingar:

Hvað er klám og hvar drögum við mörkin?

Guðbjartur Hannesson skrifar

Klám er bannað á Íslandi samkvæmt lögum. Þrátt fyrir það blasir klámfengið efni víða við í blöðum og tímaritum, auglýsingum og kvikmyndum, tónlistarmyndböndum og á vefsíðum sem beinlínis dreifa klámi. Hvernig stendur á því að klám er jafn útbreitt og raun ber vitni? Hafa yfirvöld gefist upp í baráttunni gegn því og er það orðið viðtekið? Á að láta klámvæðinguna, sem verður sífellt áleitnari í daglegu lífi okkar, afskiptalausa eða á að skera upp herör gegn henni ekki síst til að verja börn fyrir óæskilegum ranghugmyndum um samskipti kynjanna og kynlíf? Þurfum við að verja okkur, eldri sem yngri, fyrir efni sem særir siðferðiskennd okkar og veldur hugarangri? Gott samstarf hefur náðst milli þjóða í baráttu við klám þar sem börn eru viðfangsefnið. Hvað eftir annað hefur tekist að uppræta klámhringi sem bæði framleiða klámefni með börnum og dreifa því. Slík starfsemi á auðvitað ekki að líðast en þarf ekki líka samkomulag um að sporna við klámvæðingu í almannarýminu og setja skýr og ákveðin mörk?

Kjarklaus vinnubrögð ráðamanna

Herdís Þorvaldsdóttir skrifar

Þingmenn óttast að ef þeir myndu stugga við úreltum forréttindum sauðfjárbænda og ábyrgðarlausri nýtingu þeirra á landinu, myndu þeir missa þeirra rándýru atkvæði. Vegna þessa sama ótta verðum við skattgreiðendur stöðugt að borga milljarða til sauðfjárbænda til framleiðslu á aðra milljón fjár sem nagar landið niður í rót. Síðan borgum við fleiri milljarða til að græða sárin á ofbeittu landinu en árangurinn af öllum fjáraustrinum í viðgerðir er varla sjáanlegur vegna stöðugar ofbeitar.

Staðlausar staðhæfingar um staðreyndavillur

Gunnar Gunnarsson og Þorvarður Tjörvi Ólafsson og Þórarinn G. Pétursson skrifa

Manuel Hinds og Heiðar Már Guðjónsson gagnrýndu nýverið skýrslu Seðlabankans (SÍ) um valkosti í gjaldmiðils- og gengismálum og telja umfjöllunina um einhliða upptöku annars gjaldmiðils uppfulla af staðreyndavillum.

Hin uppfærða afstæðiskenning

Tryggvi Guðmundsson skrifar

Kenningin um hlýnun jarðar á greinilega ekki við rök að styðjast. Þetta sést best með því að skoða gögnin. Undanfarnar vikur, og jafnvel mánuði, hefur hitastig lækkað jafnt og þétt og á það ekki bara við um Ísland heldur líka öll nágrannalönd okkar. Því er ljóst að þeir sem tala um að heimurinn sé á undraverðan hátt að verða heitari hafa einfaldlega ekki litið á gögnin og eru á villigötum.

Illviljinn meiðir

Guðrún Pétursdóttir skrifar

Brynjar Níelsson, lögmaður og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á þriðjudag pistil á Pressan.is þar sem hann fer svo ósönnum orðum um Þjóðfundinn 2010 að ég get ekki orða bundist. Sem formaður stjórnlaganefndar sem stóð að þjóðfundinum hlýt ég að svara þessum makalausa málflutningi.

Kjör og nám kennara

Björgvin G. Sigurðsson skrifar

Fyrir fjórum árum samþykkti Alþingi með samstöðu þvert á flokka tímamótabreytingar á kennaranámi, þar með talið lengd og umfangi náms leikskólakennara. Ég greiddi atkvæði með þeim lagabreytingum og er sannfærður um að þær eru og verða til góðs. Verði meðal annars til þess að bæta kjör kennara og hækka laun þessarar mikilvægu stéttar sem er og hefur lengi verið launuð langt undir því sem sanngjarnt getur talist.

Bergrisi við Austurvöll

Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar

Þegar bergrisi ákveður að taka til í kringum sig getum við hin átt fótum okkar fjör að launa. Nú ber við að bergrisinn við Austurvöll virðist í ham því draga skal úr fjárútlátum ríkissjóðs vegna kostnaðarþátttöku við lyfjameðferð við ADHD um ríflega 200 milljónir.

Hagsmunir Orkuveitunnar og almennings

Sóley Tómasdóttir skrifar

Hagsmunir Orkuveitu Reykjavíkur (OR) eru hagsmunir almennings. Hagsmunir borgarbúa, Akurnesinga, Borgfirðinga og landsmanna allra. Hagsmunirnir eru fjárhagslegir og samfélagslegir, og varða náttúruna og fólkið og komandi kynslóðir.

Eru allir öryrkjar fatlaðir?

Helga Björk Grétudóttir skrifar

Nokkrir félagar úr Aðgerðahópi háttvirtra öryrkja hafa að undanförnu hist vikulega til að ræða ýmis hagsmunamál öryrkja. Eitt af því sem verið hefur í brennidepli er spurningin hvort allir þeir sem fengið hafa 75% örorkumat teljist fatlaðir og falli þar með undir lög um málefni fatlaðs fólks og lög um réttindagæslumann fatlaðs fólks.

Sýnum bændum stuðning

Hólmfríður S. Haraldsdóttir skrifar

Nú líður að útborgunardegi hjá sauðfjárbændum, þ.e. greiðslan fyrir innlegg þeirra í sláturhúsið þetta haust. Launin sem þeir uppskera eru afrakstur síðasta sauðburðar, - en líka annað og meira; afrakstur áralangrar og áratugalangrar ræktunar sauðfjár. Það sauðfé býr yfir ákveðnum einkennum og gæðum sem bændur hafa valið að framleiða og hafa lagt sig fram til að ná þeim eiginleikum. Að baki liggja langtímasjónarmið og ígrundun með það leiðarljós að afurðirnar skili sauðfjárbóndanum sem mestum arði svo búið standi undir sér og helst að það framfleyti fjölskyldunni. Alger óvissa ríkir nú meðal sauðfjárbænda víða um norðanvert landið og sú óvissa er margþætt;

Kennaramenntun á Íslandi – Stöndum með kennurum

Þórður Á. Hjaltested og Björg Bjarnadóttir skrifar

Í Fréttablaðinu 10. október 2012 er viðtal við Björgvin G. Sigurðsson, formann allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, undir yfirskriftinni "Skoða styttingu náms í þrjú ár“.

Valkostur að vera öryrki?

Ragnheiður Sverrisdóttir skrifar

Nokkrir einstaklingar hafa að undanförnu komið fram í fjölmiðlum í nafni Öryrkjabandalags Íslands og fullyrt að þeir hafi ekki valið að verða öryrkjar. Þetta er athyglisverð fullyrðing. Hún vekur spurningar um hvort maður álíti hugsanlega að fólk velji að verða öryrkjar af því að það sé því á einhvern hátt til framdráttar. Maður staldrar við og veltir fyrir sér eigin viðhorfum til öryrkja og örorku.

Aukin þjónusta við utangarðsfólk í efnahagshruni

Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir skrifar

Um leið og ég fagna áhuga almennings á málaflokki utangarðsfólks tel ég ennfremur mikilvægt, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um slakan aðbúnað utangarðsfólks, að greint sé frá þeim umbótum og þeirri auknu þjónustu sem hefur orðið í málaflokknum í Reykjavík undanfarin ár.

Samfylkingin og jafnaðarstefnan

Mörður Árnason skrifar

Samfylkingin er hreyfing jafnaðarmanna á Íslandi. Því miður eru ekki allir íslenskir jafnaðarmenn félagar í Samfylkingunni, stuðningsmenn hennar eða kjósendur. En við í Samfylkingunni erum öll jafnaðarmenn, hvert með sínum hætti. Við teljum að jöfnuður í lífskjörum og jöfn tækifæri séu heilladrýgst fyrir einstaklinga og samfélag. Við teljum að hver maður skuli vera frjáls gerða sinna og hugsana svo fremi hann skerðir ekki frelsi annarra og kemur fram af heilindum. Við teljum að mennirnir beri ábyrgð hver á öðrum – játumst undir þá samábyrgð sem Frakkarnir kölluðu bræðralag á 18. öld – en krefjumst þess líka af hverjum og einum að hann taki ábyrgð á sjálfum sér sé hann þess megnugur. Við þökkum frumherjum jafnaðarmanna á Íslandi fyrir að rækta þennan garð – skáldunum sem ortu kjark í alþýðu um aldamótin þar síðustu, fólkinu sem stofnaði verkalýðshreyfingu og alþýðusamtök á fyrstu áratugum 20. aldar.

Grotnandi safn í kössum

Ágúst H. Bjarnason skrifar

Fyrir rúmu ári skoraði ég opinberlega á stjórn Hins íslenzka náttúrufræðifélags að rifta samningi þess við hið opinbera um byggingu náttúrugripasafns vegna vanefnda (Mbl. 14./9. 11). Nú eru liðin 65 ár frá því, að ríkið tók í sínar hendur öll gögn og gæði félagsins með loforði um að reisa veglegt safn. Náttúrufræðistofnun Íslands var komið á fót, en safn félagsins koðnaði niður í höndum hennar. Hörmungarsaga þessa máls er orðin löng og löngu orðið ljóst, að vilji hins opinbera er enginn.

Komandi kosningar – JÁ eða NEI?

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Bandaríska stjórnarskráin er orðin tvö hundruð tuttugu og fjögurra ára gömul og er að megininntaki óbreytt þó samþykktar hafi verið breytingar og viðbætur tuttugu og sjö sinnum. Á líftíma bandarísku stjórnarskrárinnar hafa margvíslegar hremmingar riðið yfir bandarísku þjóðina – miklar og stórar kreppur – en stjórnarskráin er ekki talin hafa valdið þeim.

Svo margt sameiginlegt

Stefan Füle skrifar

Þegar ég hitti Íslendinga er ég gjarnan spurður sömu tveggja spurninganna: Af hverju ættum við að ganga til liðs við Evrópusambandið á erfiðleikatímum? Og hvaða raunverulegi ávinningur fæst fyrir báða aðila ef Ísland gengur í sambandið?

Seinfarin ganga lánsveðshópsins

Sverrir Bollason skrifar

Nú fer að viðra vel til göngunnar upp úr Kreppudal. En það er hlálegt að lánsveðshópurinn mun hefja sína göngu með þyngri byrðar en flestir aðrir. Sá hópur sem af varfærni brúaði bilið milli uppblásins fasteignaverðs og lágs fasteignamats á uppgangstímum með veð fengið að láni í eign foreldra eða annarra ættingja verður skilinn eftir og látinn dragast aftur úr samferðamönnum sínum. Þessar skuldir skulu hvíla á herðum þeirra um ókomna tíð meðan aðrir hafa fengið að kasta sínum byrðum af sér á botni kreppudals. Leiðin upp hlíðar kjarabóta verður þeim erfið og seinfarin. Sumir munu aldrei komast úr dalnum.

Sameining Garðabæjar og Álftaness

María Grétarsdóttir skrifar

Bæjarstjórnir Garðabæjar og Sveitarfélagsins Álftaness samþykktu á fundum sínum haustið 2010 skipan samstarfsnefndar á grundvelli heimildar í 90. gr. þágildandi sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, með síðari breytingum. Hlutverk samstarfsnefndar var að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Nefndin samþykkti að leita til R3-Ráðgjafar ehf. (R3) um sérfræðiráðgjöf í undirbúningsvinnunni og liggur nú fyrir skýrsla sem við hvetjum alla Garðbæinga til að kynna sér og er birt á vefnum okkarval.is.

Fellum tillögu stjórnlagaráðs

Haukur Arnþórsson skrifar

Ég hef ákveðið að greiða atkvæði gegn því að tillaga stjórnlagaráðs verði notuð sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár 20. október 2012. Hér vil ég draga fram eitt grundvallaratriði af nokkrum sem hafa áhrif á afstöðu mína.

Tækifæri til persónukjörs 2013

Björn Guðbrandur Jónsson skrifar

Eitt af því sem kjósendum er ætlað að kveða upp úr með í atkvæðagreiðslunni 20. október næstkomandi um ný stjórnarskrárdrög er hvort heimila eigi persónukjör. Það segir mikið um hugmyndalegt alræði stjórnmálaflokkanna áratugum saman á þessu sviði að ástæða þykir til að leyfa sérstaklega persónukjör. Það verður að teljast ágalli á fyrirkomulagi fulltrúalýðræðis að kjósendum sé ekki heimilt að velja í frjálsu vali þá fulltrúa sem þeir treysta best. Fyrst þurfi að efna til flokkadrátta áður en kjósendum er treyst til að rækja hlutverk sitt.

Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá?

Þorkell Helgason skrifar

Í pistlum undanfarnar vikur hafa verið reifaðar þær fimm spurningar sem lagðar verða fyrir þjóðina 20. október nk. og fjalla um einstök lykilatriði í nýrri stjórnarskrá. Eftir situr fyrsta, og um leið aðalspurningin, um það hvort tillögur stjórnlagaráðs skuli lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.

Ábyrg stjórnmál

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Margt hefur áunnist frá efnahagshruninu á haustdögum 2008 og ýmislegt hefur verið vel gert. Engu að síður er mikil þrekraun fram undan. Greiða þarf niður skuldir á næstu árum og varðveita þannig efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Það verður ekkert áhlaupaverk, en samt vel gerlegt ef ástunduð eru ábyrg stjórnmál næsta áratuginn. Helsta hættan er sú að flokkarnir falli í hefðbundið far og lofi stórfelldum nýjum útgjöldum úr ríkissjóði. Því miður eru fyrstu kosningatilboðin komin fram bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu. Staðreyndin er sú að þetta eru innistæðulaus fyrirheit og auka aðeins á vandann.

Hvað er í húfi 20. október?

Skúli Helgason skrifar

Þann 20. október fer fram mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldistímans. Þá mun þjóðin kveða upp úr með það hvort endurskoðun stjórnarskrárinnar eigi að byggja á því frumvarpi sem stjórnlagaráð skilaði af sér – eða ekki.

Vegna umræðu um meint ólögmæti verðtryggðra lána

Gísli Örn Kjartansson og Páll Friðriksson skrifar

Nokkur umræða hefur átt sér stað undanfarið um að veiting verðtryggðra húsnæðislána kunni að brjóta í bága við lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB um markaði fyrir fjármálagerninga (e. markets in financial instruments directive – hér eftir nefnd MiFID-tilskipunin). Í því ljósi töldum við rétt að fjalla í stuttu máli um álitaefnið út frá gildissviði tilskipunarinnar og laganna, en með gildissviði er átt við það málefnasvið sem lög og aðrar réttarreglur fjalla um.

Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn 10. október gegn þunglyndi

Guðbjartur Hannesson skrifar

Í dag eru liðin 20 ár frá því að alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn var haldinn í fyrsta sinn og er sjónum nú beint að þunglyndi. Dagurinn er vakningardagur, ætlaður til að upplýsa og fræða fólk um mikilvægt málefni sem kemur okkur öllum við og skapa jákvæða umræðu um geðheilsu. Þrátt fyrir árangursríkar leiðir til að meðhöndla þunglyndi, skortir víða á aðgengi fólks að meðferðarúrræðum og hefur verið bent á að hjá sumum þjóðum fái innan við 10% þeirra sem á þurfa að halda viðeigandi meðferð.

Sáttahönd í Gálgahrauni

Gunnsteinn Ólafsson skrifar

Hart er tekist á þessa dagana um Gálgahraun á Álftanesi. Vegagerðin situr að samningum við verktaka til að leggja nýjan veg um hraunið. Skammt er þess að bíða að stórvirkar vinnuvélar verði gangsettar og einstök náttúruperla eyðilögð. Andstæðingar framkvæmdarinnar hafa bent á ótvírætt verndargildi hraunsins, það sé á náttúruminjaskrá samkvæmt undirritun ráðherra. Ráðaherraundirskriftin er bæjaryfirvöldum í Garðabæ samt ekki pappírsins virði: þau sitja við sinn keip, harðákveðin í að leggja veg yfir merkustu söguslóðir bæjarins. Í hrauninu eru fornir stígar frá landnámi, klettar sem Kjarval málaði og jarðhringur sem gæti verið frá heiðnum tíma, að ógleymdu verðmæti hraunsins sem ósnortins víðernis í þéttbýli.

Samkeppnisstaða ferðaþjónustunnar

Erna Hauksdóttir skrifar

Í íslenskri ferðaþjónustu ríkir nú óvissa og kvíði vegna þess að í fjárlagafrumvarpinu er kveðið á um að virðisaukaskattur á gistingu skuli hækka úr 7% í 25,5% frá og með 1. maí nk. Þessi hækkun virðisaukaskatts leiðir til 17,3% hækkunar verðs og í skýrslu KPMG, sem unnin var fyrir Samtök ferðaþjónustunnar, er gert ráð fyrir að erlendum ferðamönnum muni við þá verðhækkun fækka um 8,6%. Þar að auki er ljóst að þeir hópar sem viðkvæmastir eru fyrir verði eru oft þeir sem mesta þjónustu kaupa sbr. ráðstefnur og hvataferðir. Það er því líklegt að tekjur lækki meira en farþegafjöldinn segir til um.

Sjá næstu 50 greinar